Frjáls verslun - 01.06.1958, Page 10
Birgir Kjaran, hagjr.:
/. M E N N 0 G M A L E F N I
. :áH*L.
Ludwig Erhard og „
Hver er maðurinn?
„Það þarf töluverðan kjark til þess að
halda til streitu því, sem er þjóðhagslega
skynsamlegt.“ Ludwig Erhard
í bók sinni „Ókleifur heimur“ kemst Adenau-
er kanslari svo að orði: „Að mínu áliti þurfa
stjórnmálamenn að hafa tvennt til að bera:
Raunhæft mat á viðfangsefnunum og nokkurs
konar skyggnigáfu, hæfileika til þess að sjá fyrir,
livernig þróun mála muni að líkindum verða í
framtíðinni.“ Þessi skilgreining gæti verið brot
úr mannlýsingu dr. Ludwigs Erhards efnahags-
málaráðherra Þýzkalands, mannsins, sem talinn
er eiga drýgstan þáttinn í „þýzka kraftaverkinu“
svonefnda. Áður en saga „kraftaverksins“ verð-
ur sögð, er eðlilegt að fara nokkrum orðum
um höfund þess.
Ludwig Erhard er frankverskra bændaætta,
fæddur 4. febrúar 1897 í smábænum Fiirth í
grennd við Nurnberg.
Gekk hann þar í barna-
og menntaskóla, en há-
skólanám í rekstrar- og
þjóðhagfræði stundaði
hann í Frankfurt. am
Main. Að námi loknu
gerðist hann kaupmað-
ur um tíma, en varð síð-
ar starfsmaður og að lok-
um forstjóri stofnunar-
innar „Wirtschaftsbeob-
achtungen der Deutsch-
en Fertigwaren“, er var
nokkurs konar markaðskönnunarstofnun með
aðsetri í Núrnberg. Árið 1942 lét hann af póli-
tískum ástæðum af þessu starfi, gerðist efna-
hagsmálaráðunautur ýmissa einkafyrirtækja og
vann á þeim vettvangi til ófriðarloka, en þá
hófust stjórnmálaafskipti hans. I október 1945
varð hann atvinnumálaráðherra í Bayern og var
Þýzka kraflaverkið”
það fram á árið 1946. Þá tók hann árið 1947
við prófessorsembætti við háskólan í Miinchen,
en í marz 1948 var hann útnefndur forstjóri
efnahagsmálastjórnar Þýzkalands, en þau mál,
sem og önnur málefni Þýzkalands voru um þær
mundir enn í höndum hernámsveldanna. Árið
1949 varð hann efnahagsmálaráðherra þýzka
sambandslýðveldisins, og gegnir hann því
embætti enn í dag, auk þess sem hann er vara-
kanslari ríkisins og því staðgengill og líklegasti
arftaki Adenauers kanslara.
Erhard er mikill andlegur og líkamlegur at-
gervismaður. Enda þótt hann hafi í bernsku
fengið lömunarveiki og í fyrri heimsstyrjöld
særzt við Ypres, er starfsþrek hans og atorka
með fádæmum. Er hann jafnan setztur við
skrifborð sitt í ráðuneytinu og tekinn til starfa
kl. 8 á morgnana, og er vinnudagur hans oftast
bæði langur og strangur, enda segja kunnugir,
að hann eigi fá hugðarefni önnur en starfið.
Ymsir stjórnmálamenn eru kunnir fyrir tóm-
stundaiðju sína. Þannig fer orð af Churchill sem
málara, Mao Tse-tung þykir allgott ljóðskáld og
Adenauer ræktar rósir á kyrrlátum stundum,
en Erhard bara vinnur, og ann sér aðeins stöku
sinnum hvíldar frá önn dagsins við að hlusta
á klassíska tónlist. Auðvitað er svo hagfræðin
enn hugðarefni hans og tíðrædd á heimilinu, því
kona hans er hagfræðinguf að menntun, og dótt-
ur sinni hefur hann valið hagfræðina sem há-
skólagrein. Erhard hefur samið tvær bækur og
báðar um hagfræðileg efni: „Deutschlands
Rúckkehr zu Weltmarkt“ (1954) og „Wohlstand
fúr alle“ (1957), og fjalla þær jöfnum höndum
um efnahagsmál Þýzkalands og hagfræðikenn-
ingar hans sjálfs.
Erhard er talinn mjög blátt áfram í fram-
komu, og hefur hann aflað sér álits og vinsælda
bæði innanlands og utan fyrir að vera djarf-
mæltur og blessunarlega laus við allt diplómat-
10
FRJÁLS VERZLUN