Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1958, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.06.1958, Blaðsíða 14
Færiband í iiskmóttöku- salnum. í apríl síðastliðnum brugðu fréttamenn Frjálsr- ar Verzlunar sér til Keflavíkur og var ferðinni heitið í hina nýju flökunarstöð, sem frystihúsin þar í bæ reka sameiginlega. Flökunarstöð þessi er að ýmsu leyti athyglisverð. Þar hefur verið tekin í notkun hin fullkomnasta tækni sem þekk- ist við fiskvinnslu, sem að sjálfsögðu er mark- verð, en á sér þó ýmis hliðstæð dæmi hér á landi. Það sem sérstaklega vakti áhuga blaðsins var, að stöð þessi er rekin sameiginlega í þágu fimm frystihúsa í Keflavík til þess að reyna að nýta sem bezt þá möguleika, sem vélræn flökun og vinnsla fisksins veitir. Heimsóbn í l í Keflavík Það mun hafa verið upphaf þess almenna áhuga, sem vaknaði meðal íslenzkra fisk-iðn- fyrirtækja, að Baader-verksmiðjurnar í Þýzka- landi sýndu fullkomna vél til flökunar á fiski á sýningu fiskiðnaðarins í Kaupmannahöfn sumar- ið 1956. Að vísu hafði þegar á vertíðinni 1956 verið tekin í notkun ein flökunarvél í Vest- mannaeyjum, en óhætt er að fullyrða, að augu manna hafi ekki almennt opnazt fyrir mögu- leikum þeim, sem vélarnar veittu íslenzkum fisk- iðnaði, fyrr en á sýningunni í Kaupmannahöfn. Varð það úr, að mörg af hinum stærri frysti- húsum festu kaup á flökunarvélum strax um haustið 1956. í Keflavík háttar svo til, að mestur hluti ársframleiðslunnar af fiski er unninn í frystihús- unum þar í bæ á tímabilinu janúar—maí. Þar sem hvort tveggja er, að fiskvinnslan stendur yfir aðeins fjóra mánuði og frystihúsin mörg um takmarkaðan afla, varð mönnum ljóst, að óhagkvæmt yrði, að hvert frystihús um sig Fremst á myndinni til vinstri sést færibandið. sem flytur flök- in siðasta spölinn að kössunum. I baksýn eru roðflettingarvél- arnar og önnur flökunarvélin. Á myndinni til hægri sjást flök- unarvélarnar með hausskurð- arvélunum og færibönd með þrepum, sem flytja fiskinn að vélunum. ÖIl tilhögun miðar að sem mest- um vinnusparnaði. 14 FR.IALS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.