Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1958, Qupperneq 15

Frjáls verslun - 01.06.1958, Qupperneq 15
n I ' ' /* iskiojuna s.t. eignaðist flökunarvél, sem afkastaði allmiklu meiru í flökuninni en hráefni og afköstin við frystinguna leyfðu. Þessar aðstæður urðu grundvöllurinn að því, að frystihúsin fimm sameinuðust um kaup á tveimur Baader-flökunarvélum af stærstu gerð. Þar sem þessi frystihús höfðu þegar samvinnu um rekstur fiskimjölsverksmiðju, var ákveðið að reka flökunarstöðina i sambandi við fiski- mjölsverksmiðjuna. Var stöðvarhúsið reist á næstu grösum við fiskimjölsverksmiðjuna og lýt- ur sömu stjórn. Rekstur stöðvarinnar hófst snemma á vertíðinni 1957. Sparnaðurinn við þessa tilhögun er augljós. U. þ. b. 60% af fiskinum er úrgangur, sem flutt- ur er á færiböndum og „sniglum" í þró fiski- mjölsverksmiðjunnar, sem sparar mikinn flutn- ingskostnað. Auk þess sparast fastakostnaður við það, að sameiginleg skrifstofa er fyrir bæði fyrirtækin. Eins og áður hefur tíðkazt, leggja hinir ýmsu bátar fisk sinn upp til þeirra frystihúsa. sem þeir Flak kemur úl úr vélinni. skipta við. Fiskinum er landað á kvöldin og er hann veginn inn frá bátunum og lagður inn í flökunarstöðina til verkunar og flökunar fyrir frystihúsin. Om klukkan 6 á morgnana hefst vinna í flökunarstöðinni, og er vinnan hafin svo snemma til þess að nóg sé af flökum kl. 8 fyrir frystihúsin, þegar vinnan byrjar hjá þeim. Hér væri rétt að doka við og skýra nánar frá vinnunni í flökunarstöðinni. Stöðin sjálf skiptist í tvo rúmgóða sali, annars vegar aðgerðarsalinn FRJÁLS VERZLUN 15

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.