Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1958, Qupperneq 18

Frjáls verslun - 01.06.1958, Qupperneq 18
Iðnaðarbankinn fimm ára Iðnaðarbankinn tók til starfa 25. júní 1953, sam- kvæmt lögum samþykkt- um á Alþingi 29. des. 1951. Forgöngu um stofnun bankans liöfðu Landssani- band iðnaðarmanna og Fé- lag ísl. iðnrekenda. Illutafé hans er 6,5 millj- ónir króna. Af því fé lagði ríkissjóður fram 3 milljón- Guðmundur Ólafs, jr> samtök iðnaðarmanna bankastjón og iðnrekenda söfnuðu 3 milljónum, en hálfrar milljónar kr. var aflað með almennu hlutafjárútboði, og eru þau bréf flest eign iðnaðarmanna. Munu hluthafar í bankanum vera nálægt einu þúsundi. Iðnaðarbankanum er ætlað það hlutverk að reka bankastarfsemi, er sérstaklega miði að því að styrkja verksmiðjuiðnað og handiðnað í landinu. Á undangengnum starfsárum hefur starfsemi bankans komizt smám saman á æ traustari grund- völl, en stofnunin naut frá upphafi trausts og vin- sælda, ekki aðeins iðnrekenda og iðnaðarmanna, heldur og almennings, og hefur því, þótt ung sé, þegar getað unnið iðnaðinum í landinu hið mesta gagn. Ilafa þó þröng húsakynni alla tíð háð eðlilegri þróun, einkum fyrri helming þess fimm ára tímabils, sem nú er að baki. Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika á sparifjármarkaðnum uxu innstæður í Iðnaðarbankanum meir á síðast- liðnu ári, heldur en nokkru sinni fyrr. í árslok 1956 nam innstæða á sparisjóðsreikningi bankans 48,8 millj. króna, en 61,4 millj. króna í árslok 1957. Nernur aukningin því 12,6 millj. króna. Á sama tíma jókst innstæða á hlaupareikningi úr 22,7 í 24,1 millj. króna. Iðnaðarbankinn á ágæta lóð við Lækjargötu, og er í ráði að byggja þar stórhýsi fyrir starfsemi bankans. Er þetta hinn bezti staður, í hjarta bæj- arins, á mótum Lækjargötu og Vonarstrætis, er síðar verður breikkað. Ekki stendur á öðru en fjárfest- ingarleyfi til þess að unnt sé að hefjast handa um bygginguna. Fyrri helming undangengins fimm ára tímabils Nokkrar kaupstefnur og vörusýningar, sem haldnar verða síðari hluta ársins 1958 Austurríki: Vín: International (Auturnn) Trade Fair. 7.—14. sept. Graz: International Autumn Fair. 27. sept. — 5. okt. Belgia: Briissel: Universal and International Exhibition. 17. apríl — 19. okt. England: Manchester: British Fair Industry and Com- meree. 4.—19. júlí. Frakkland: París: 45th International Motor and Cycle Shovv. 2.—12. okt. Metz: International Trade Fair. 27. sept — 13. okt. Holland: Haag: 76th „Damesbeurs“ (Ladies’ Fair). 13. sept. — 10. okt. Júgóslavía: Zagreb: ínternational Autumn Fair. 6.—21. sept. Sviss: Geneva: Second Atomic Energy Exhibition. 1.—14. sept. Sviþjóð: Stokkhólmur: St. Erik’s Fair. 30. ág. — 14. sept. ÞýzJcaland: Köln: Tnternational Autumn Trade Fair: House- hold Goods and Ilardware. 5.—8. sept. Textile and Clothing. 14.—16. sept. Frankfurt: International Autumn Fair. 7.—11. sept. Leipzig: International Autumn Fair. 7.—14. sei>t. Berlín: 9th German Industrics Exhibition. 13. — 28. sept. var Helgi H. Eiríksson bankastjóri Iðnaðarbankans, cn síðan hefur Guðmundur Ólafs verið bankastjóri. Stjórn bankans skipa nú: Formaður Kristján Jóh. Kristjánsson, forstjóri; ritari Sveinn Guðmundsson, forstjóri; varaformaður Magnús Ástmarsson, prentari; meðstjórnendur Guðmundur H. Guðmundsson, bæjarfulltrúi og Ilelgi Bergs, verkfræðingur; voru þeir allir endur- kosnir á síðasta aðalfundi. 18 TRJALS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.