Frjáls verslun - 01.10.1958, Side 2
Guðlaugur Þorvaldsson, viðskiptajrœð 'mgur:
Heimsókn
í þýzku hagstofuna
Á síðustu áratugum hafa flestar menningar-
þjóðir gert það að kappsmáli sínu að koma góðu
skipulagi á skýrslusöfnun um atvinnuvegi sína
og aðra þætti þjóðlífsins. Það virðist eiga jafnt
við um þær þjóðir, sem lúta mikilli opinberri
forsjá í efnahagsmálum, og hinar, sem kenndar
eru við meira frjálsræði einstaklingsins. Orsak-
irnar eru margar, en verða ekki raktar hér. Á
það skal þó bent, að flestir aðilar í hverju þjóðfé-
lagi hafa þörf fyrir „statistík“, og þess vegna
á statistíkin erindi til flestra. Hagþekkingin
krystallast í tölum, og þcssir krystallar eru nauð-
synlegir hverjum þeim, sem um hagmál fjallar
— löggjafanum við lagasetningu, starfsmönnum
hins opinbera við stjórnarstörf, forstjóranum,
sem skipuleggur rekstur fyrirtækisins og ein-
staklingnum, sem ber eigin hag fyrir brjósti.
Statistíkin fræðir bæði um aðferðirnar við að
krystalla þessar tölur (tölfræði) og niðurstöð-
urnar, sem fást (haglýsing).
Hér á landi eru þessi mál á byrjunarstigi mið-
að við það, sem er hjá mörgum hinna fjölmenn-
ari nágrannaþjóð. Á sumum sviðum stendur
íslenzk statistík þó á gömlum merg, og ástæða
er til að tengja vonir við ýmsa nýja þætti henn-
ar, sem eru að ná þroska. Eitt af því sem mest
ríður á í því sambandi fyrir þjóðfélagið í heild,
er það, að vel takist til um skipulagningu hinna
tölfræðilegu mála, þannig að hver króna, sem til
þeirra er varið, gefi ríkulegan ávöxt. Hafa
verður þó í huga, að fáar jurtir dafna vel, ef
ekki er hlúð vel að þeim á vaxtarskeiðinu.
Þessari stuttu grein er ekki ætlað að fjalla
um íslenzka statistík, heldur heimsókn í þýzku
hagstofuna, sem er miðstöð slíkra mála í Vest-
ur-Þýzkalandi. I kynnisferð, sem við fórum þrír
— viðskiptafræðingarnir Svavar Pálsson, löggilt-
ur endurskoðandi, Guðmundur H. Garðarsson,
skrifstofustjóri Iðnaðarmálastofnunarinnar og
undirritaður — að nokkru leyti á vegum I C A
(International Cooperation Administration),
dvöldumst við meðal annars hátt á aðra viku
í þýzku hagstofunni í Wiesbaden. Vakti hún
á ýmsan hátt athygli okkar, enda leggja
Þjóðverjar mjög mikið upp úr sinni statistík.
Glæsileg bygging — jagurt umhverfi.
I fögru umhverfi við rætur Taunus-hæðanna
er Wiesbaden, höfuðborgin í Hessen, einu sam-
bandsríkjanna, sem mynda Vestur-Þýzkaland.
Wiesbaden er J)ekkt borg margra hluta vegna
og mikill ferðamannabær með um 250 þús. íbúa.
Vöxt sinn og viðgang á borgin m. a. að þakka
27 uppsprettulindum, sem hafa gert Wiesbaden
að einum frægasta heUsulindabæ Þýzkalands.
Er vatnið notað bæði til drykkjar og baða í
baráttunni gegn gigt og ýinsum efnaskiptasjúk-
dómum. Loftslagið er milt og mjög hlýtt, en
fyrir marga er það of rakt, og landslagið er
ákaflega vinalegt. Örskammt er niður að Ilín
og til smábæjanna í vínyrkjuhéraðinu þar.
Eitt af því, sem setur svip á borgina, eru
nýtízkulegar byggingar, svo sem Rhein-Main
sýningarhöllin, ný verzlunarhús og gistihús við
Wilhelmstrasse og Kirchgasse og síðast en ekki
sízt þýzka hagstofan—Statistisches Bundesamt,
sem vekur athygli allra, sem til Wiesbaden koma.
Þessi hús eru mjög stílhrein og einíold í sniðum
og stinga því í stúf við hinar fögru byggingar
frá eldri tíma, en njóta sín vel innan um hina
vel hirtu og fögru garða við Eriedrich-Ebert-
Allée og Wilhelmstrasse.
Á sama hátt og Wiesbaden er borg andstæðn-
anna í byggingarlist er hún það líka í lifn-
aðarháttum fólks. Æskan virðist hafa orðið fyrir
miklum áhrifum frá Bandaríkjamönnum, sem
2
PRJÁLS VEllZLUN