Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1958, Qupperneq 5

Frjáls verslun - 01.10.1958, Qupperneq 5
Sam vinn ufélögin í Svíþjóð Hér fer á eftir þýðing á grein, sem birtist fyrir nokkru í hinu þekkta, sænska vikublaði „Vecko-Journalen". Höfundurinn heitir Bengt-Olof Heldt. — Þar sem greinin fjallar um athyglisvert verzlunarmálefni, þótti rétt að birta hana hér. ★ Sænsk kaupfélög hafa á undanförnum árum stofnað fjölda vöruhúsa víða um Svíþjóð. Einn- ig hafa samvinnufélögin keypt ýmsar verzlanir úr einkaeign og reka þær áfram með sama sniði og áður. Opinberlega hefur ekkert verið minnzt á eigendaskiptin, svo almenningur fengi að vita hver væri raunverulegur eigandi þessara fyrir- tækja. í þessu sambandi hlýtur ein spurning að vakna: Hvers vegna þegja Samband samvinnu- félaganna og kaupfélögin í Svíþjóð svo rækilega um, hvaða fyrirtækjum þau stjórna? Alíta þau hagstæðara að sigla undir fölsku flaggi? Treysta þau ekki vinsældum sínum? Reyna þau að hagn- ast á vinsældum einkaframtaksins? Spurningar þessar skipta miklu máli, þar eð samvinnufélögin eru fjármálalegur valdhafi, sem ekki á sinn líka í Svíþjóð. Fyrst liggur fyrir að athuga, hvernig hugsjón- ir samvinnustefnunnar eru í framkvæmd hjá Sambandi samvinnufélaganna. „Eigi hagnast á öðrum, heldur þjóna öðrum“ eru slagorð, sem birzt hafa í aragrúa auglýsinga á undanförnum árum. Þau eru inntalc hugsjóna hinna fátæku, ensku vefara, sem voru frumkvöðlar samvinnu- hreyfingarinnar. Þessar hugsjónir átti einnig sænska samvinnustefnan, meðan henni var stjórnað af hugsjónamönnum er börðust fyrir því að fólk, sem lítils mátti sín, ætti þess kost að fá góðar vörur við hagstæðu verði. En sam- vinnuhreyfingin hefur vaxið og er nú á nokkurs konar gelgjuskeiði, þeim vandræðaaldri, þegar virðingin fyrir fornum hugsjónum fer þverrandi. Samband samvinnufélaganna er orðið að risa- fyrirtæki, sem beitir öllum baráttuaðferðum og brögðum annarra slíkra. Framleiðsla iðnvarnings. Snemma hóf Samband samvinnufélaganna framleiðslu ýmiss varnings fyrir verzlanir kaup- félaganna. Fyrst voru það einkum matvörur, en síðar var hafizt handa á öðrum sviðum, m. a. klæðagerð, skógerð, framleiðslu ljósapera og sápugerð. Á því leikur enginn vafi, að Samband samvinnufélaganna gegndi með þessu afar mikils- verðu hlutverki. Auðhringar leystust upp, og vörur lækkuðu í verði — til góðs fyrir alla sænska neytendur. En smám saman komst Samband samvinnu- félaganna í nokkra klípu. Mörg dótturfyrirtækj- anna framleiddu allmiklu meira en kaupfélögin gátu selt. Það, sem fram yfir var, varð að senda á almennan markað í Svíþjóð eða utan. Arður framleiðslufyrirtækis í eigu Sambands samvinnu- félaganna átti, samkvæmt lögmálum samvinnu- stefnunnar, að endurgreiðast kaupandanum, og gerði það, ef kaupandinn var kaupfélag. Yæru það hins vegar kaupmenn, sem keyptu fram- leiðsluvörur samvinnufyrirtækja, fengu þeir eng- an arð endurgreiddan. Samband samvinnufélag- anna græddi því á öðrum. Þetta var og er mikið vandamál í augum ein- lægra og sómakærra samvinnumanna. Albin Johansson, fyrrum forstjóri Sambands sam- vinnufélaganna í Svíþjóð, skrifaði fyrir nokkrum árum grein í tímarit samvinnumanna, Vi, með fyrirsögninni: „Smitun af kapitalisma“. — Þar segir m. a.: „Það er auðvelt að fylgja stefnuskrá sam- vinnuhreyfingarinnar, ef við takmörkum starf- semina við þarfir félagsbundinna neytenda. För- um við hins vegar út yfir þau takmörk, skapast erfiðleikar þegar í stað. Við erum samvinnu- menn, en maðurinn er í eðli sínu kapítalisti, það er að segja, hann vill, að sem mest af þessa heims gæðum falli í sinn hlut, eða síns félags- hóps. Kapítalisminn, þ. e. sérhagsmunastefnan, kemur hvarvetna fram í þjóðfélaginu og því miður einnig meðal meðlima samvinnufélag- FRJÁLS VERZLUN 5

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.