Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1958, Side 7

Frjáls verslun - 01.10.1958, Side 7
Gunnar Guðjónsson: Við verðum uð hefju nýsköpun ú nýjun hútt Hér fer á eftir ávarp formanns Verzl- unarráðs Islands, Gunnars Guðjónssonar, er hann flutti á aðalfundi ráðsins hinn 18. sept. s. 1. Engum þátttakanda í atvinnulífi þjóðarinnar, sem hugleiðir liina efnahagslegu þróun mála hér á landi, getur verið það annað en áhyggjuefni, hve skuldir þjóðarinnar við útlönd eru orðnar miklar, og hafa verið hraðvaxandi á undanförnum árum. Eins og getið er um í skýrslu stjórnarinnar, sem lesin verður hér á eftir, námu lieildarskuldbinding- ar vorar í föstum erlendum lánum sem næst 829 millj. króna í árslok 1957. Afborganir af erlend- um lánum námu 46 millj. króna og vaxtagreiðslur 17 millj. króna. Mörg þessara lána hafa verið tekin til stutts tima og má því áætla helmingi hærri upphæð til afborgana á þessu ári, og enn hærri upphæð næstu ár. Árlegar vaxtagreiðslur munu einnig stórhækka vegna þessara skuldbindinga, þar sem samanlögð skuldauppliæð hefir hækkað mikið á árinu. Auk framangreindrar upphæðar hafa á þessu ári verið tekin opinber föst lán, að upphæð um 130 millj. króna, svo vitað sé. Eins og öllum er kunnugt áttu íslendingar í stríðslok digra sjóði í erlendum gjaldeyri, en á rúmum 2 fyrstu árunum að stríðinu loknu, voru þessir sjóðir uppurnir, og síðan höfum vér, að stuttu tímabili frátöldu, búið við gjaldeyrisskömmtun, þar sem erlendar tekjur þjóðarinnar liafa livergi nærri nægt til þess að standa straum af gjald- eyrisnotkuninni, og vér höfum orðið að brúa bilið með sífelldum erlendum lántökum. Nú væri fáránlegt að halda því fram, að erlendar lántökur Jra.fi ekki verið nauðsynlegar í ýmsu augnamiði. Hér á landi hefir átt sér stað stórfelld og nauðsynleg ujípbygging í öllurn greinum at- vinnulífsins, sem eðlilega hefir verið mjög fjár- frek og gert kröfur til erlends gjaldeyris. Iiitt er annað mál, að allt kapp er bezt með forsjá, og óneitanlega hefði verið æskilegra, ef vér hefðum borið gæfu til þess að hafa í frammi meiri bú- mennsku, er vér vorum að þurrausa gjaldeyrissjóði vora og stofna til mikilla erlendra skulda. Lönd, sem svipað er ástatt um og ísland, eru talin þurfa að eiga að staðaldri gjaldeyrisforða, sem svari til 4—5 mánaða innflutnings, en hér á landi verðuin vér jafnan að hafa hugfast, að auk venjulegs efnahagslegs mótbyrs, sem jafnan verður að gera ráð fyrir, svo sem aflabrests, slæms árferðis og óhagstæðra viðskiptakjara við erlendar þjóð- ir, verðum vér einnig að vera þess albúin að ýmsar sérstakar náttúruhamfarir auki öðru hverju á venjulega erfiðleika. í stað þess, að slíkur eða nokkur gjaldeyrisforði sé fyrir hendi, nema lausagjaldeyrisskuldir bank- anna nú nálægt 150 millj. króna, og vér fleytum oss áfram frá degi til dags á erlendum gjaldeyris- lánum. Hlýtur óumflýjanlega fyrr en varir að koma sá dagur, að slík lán verði ekki taanleg. Nýsköpun og uppbygging atvinnuveganna ásamt margvíslegum öðrum fjárfestingarframkvæmdum, hefir á undanförnum árum verið afar vinsælt stefnumál stjórnmálamanna, og enginn sá, sem hefir af nógum móði aðhyllzt slíka stefnu, hefir þurft að óttast um gengi sitt meðal kjósenda. Engu síður er það staðreynd, sem flestum þeirra er ljós, eigi síður en miklum hluta almennings, að fjárfesting síðari ára hefir verið alltof ör, og gengið út fyrir þau takmörk, sem heilbrigt megi teljast. Vegna þess hefir hún reynt of mikið á gjaldeyris- þol þjóðarinnar, verið ein meginorsök verðbólg- unnar, og þannig grafið undan jafnvægi og heil- brigði í efnahagslífinu. Milli stjórnmálaflokka landsins eiga sér stað þær undarlegu deilur, að samtímis því sem þeir álasa hver öðrum fyrir eyðslustefnu í fjármálum, kepp- ast þeir um að tileinka sér heiðurinn af því að hafa haft forgöngu um ýmsar stórtækar ráðstafanir á fé landsmanna, nauðsynlegar eða miður aðkallandi, og það jafnvel þótt þeir hafi staðið saman að slík- FIÍJÁLS VERZLUN 7

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.