Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1958, Síða 11

Frjáls verslun - 01.10.1958, Síða 11
Allt eru þetta fornfáleg timburhús, og er því hver síðastur að bjarga þeim frá glötun, ef til þess væri hugsað. Eitt þessara merkilegu, gömlu verzlunar- húsa, „Búðin“ svokallaða á Raufarhöfn, brann til ösku fyrir 2 árum, og fór þar góður minjagripur, sem ekki verður bættur. — Hér í Reykjavík eru enn til nokkur gömul verzlunarhús, sem vel væru þess verð, að forða frá tortímingu og endurbyggja yfir verzlunarminjasafn, ]>egar þar að kemur. Hin leiðin í húsnæðismáli slíks safns væri auð- farnari og kostnaðarminni, en ekki nærri eins skemmtileg, og er hún þessi: Þegar að því kemur að V. R. byggir sér veglegt hús yfir stai-fsemi sína, væri safninu ætluð þar nokkur herbergi. Þau þyrftu að vera rúmgóð og ekki færri en sex að tölu, en í þeim hugsa ég mér safninu komið fyrir á þessa leið: Einstök herbergi Fyrsta herbergið yrði innréttað eins og vöru- geymsluhús verzlunar fyrir 100—200 árum. Þar væru korntunnur og mjölpokar af öllu tagi, vigtir og lóð. Ullar- og skinnageymsla, harðfiskur o. s. frv. — eins líkt slíku vöruhúsi og unnt væri. Annað herbergið yrði sölubúð með púlti og palli, eins og tíðkaðist hjá dönskum kaupmönnum í svartasta miðaldamyrkrinu, þannig að viðskipta- maðurinn fyrir framan búðarborðið stóð skör lægra en kaupmaðurinn og var því bókstaflega neyddur til þess að „líta upp til hans“. — í búðarpöllunum yrðu allar algengar vörur, sem áður voru í hverri búð, þ. á. m. vínföng. Flöskur í hillum og tunnur á stokkum o. s. frv. — Þar yrðu vigtir, lóð, kvarðar og mál, allt eins og var á þeim tímum. — Margt er til enn af gömlum verzlunaráhöldum, en margt hefur farið forgörðum. Fyrir nokkru var til á ann- að hundrað ára gömul „krambúðar“-innrétting í verzlunarhúsi á Vesturlandi, en hún var rifin og brotin niður í eldinn. Svona fer eflaust um marga góða safngripi, ef svo horfir sem nú, að ekkert vcrður aðhafzt þeim til verndunar, og er það sorg- legt. — Gaman þætti oss eflaust, ef vér ættum nú kost á að sjá Básendapundarann fræga, sem Skúla fógeta þótti Tygesen kaupmaður vega nokkuð lak- lega á vörur sínar til Miðnesinga, og G. Th. yrkir sitt fræga kvæði um. Þriðja herbergið yrði verzlunarshrijstojan. Þar yrðu gömul skrifpúlt, mismunandi að hæð, en við þau stæðu kollóttir skrúfstólar, sem hækka mætti og lækka, eins og fyrr var tíðkað. — Á púltunum væru gamlar blekbyttur og fjaðrapennar. Þar væru líka dollur með sandi, en honum var stráð yfir blöðin til þurrkunar bleki, áður en þerriblöðin komu til sögunnar. i\Icð veggjum væru höfuðbækur í hillum. — Sömuleiðis væri þarna safn signeta, sem mikið var af í öllum kaupmannaskrifstofum í gamla daga, en að því lágu einkennilegar ástæður. — Það var venja, að þeir viðskiptamenn, sem ekki komu sjálfir til að taka út úr reikningi sínum, létu sendimann sinn hafa signet sitt meðferðis til sönn- unar því, að hann hefði fullt leyfi til þess að fara í reikninginn. Svo urðu þessi signet oft innlyksa hjá kaupinönnunum og því voru þau í tugatali á skrifstofunum. — Eitt slíkt safn signeta veit ég um, sem þyrfti að bjargast áður en það dreifist eða glatast með öllu. — Loks ætti þarna að vera myntasafn, en þ. e. allar tegundir gjaldgengrar myntar á íslandi, fyrr og síðar, — allt frá landnámi. Bankaseðlar frá því fyrst að voru þrykktir og til vorra tíma. Rauðagull, sem Eenglendingar guldu bændum sauðina með, á öldinni, sem leið. — Silfur, Speciur og Ríkisdalir, — jafnvel hinir svokölluðu Jóakimsdalir og Bræðra- dalir, sem þóttu öruggur gjaldeyrir hér á landi fyrir 3—4 öldum. Þessir silfurpeningar voru upprunnir suður í Þýzkalandi (Saxlandi), en eru nú harla fá- gætir hlutir og í fárra manna eigu. Fjórða herbergið yrði borðstoja kaupmannsins. — Hún yrði að vera rúmgóð, þó að ekki væri þar margt húsmuna, annað en borðstofuborðið og stól- arnir. — Borðstofurnar hjá kaupmönnunum voru ávallt stórar, enda var þar oft margt gesta, en þó einkum í kauptíðum. — T.oftið í slíkri stofu þyrfti að vera bjálkaloft til þess að hinn rétti blær kæmi á liana í samræmi við innanstokksmunina. Þar mætti vera hlaðborð (Buffé) við vegg, og á því silfurkönnur og ker, eða þá rússneskur teketill eða „samovar", sem svo var kallaður og var til á mörg- um kaupmannaheimilum fyrr á tímum. Fimmta herbergið ætti að vera setustoja kaup- mannsins, eins og slíkar stofur voru almennt hjá þeim á síðastl. öld. — Þar vom venjulega bólstruð húsgögn, oftast klædd rauðu flosi eða grænu ullar- damaski. Mahogniborð með bognum fótum eða einfætt, var á miðju gólfi og undir því stórrósótt flosteppi, en gólfið var oftast málað eða þá hvít- skúrað. — Línoleum eða gólfdúkur var ekki til, enda eflaust talinn mikill „lúxus“, ef til hefði verið. Oft var þar kommóða úr mahogni með 6 skúffum (Ciffonaire) eða skatthol, og alltaf var þar gljá- fágað spilaborð úr mahogni, og var öðrum væng Frh. á bls. 27 FRJÁLS VF.RZLUN 11

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.