Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1958, Page 12

Frjáls verslun - 01.10.1958, Page 12
Enn um jafnvœgi í síðasta hefti Frjálsrar Verzlunar birtist grein sem nefndist: „Jafnvægi í byggð landsins og fjölg- un þjóðarinnar“. Dagblaðið Tíminn birti hinn 15. júlí forystugrein, 'sem augljóslega var að mestu byggð á fyrrncfndri grein í Frjálsri Verzlun. Sunnu- daginn 20. júli endurprentaði Tíminn svo forystu- greinina, í þættinum „Skrifað og skrafað“, og bætti nokkru við. Þetta hefði auðvitað verið mjög vel þegið, ef blaðið hefði getið þess, að það byggði hugleiðingar sínar á grein, sem birzt hafði í ákveðnu tímariti skömmu áður, en á það var ekki minnzt einu orði. Er þetta aðeins eitt dæmi um það á hvaða stigi íslenzk blaðamennska er í dag. En um það mun ekki rætt frekar að sinni. Margt bendir til þess að æ fleiri aðhvllist þá skoðun að stefnubreytingar sé þiirf varðandi upp- byggingu atvinnulífs í ýmsum landshlutum. „Út- nesja- og afdalastefnan“, sem miðast við það, að þeir, sem búa við mjög erfið skilyrði frá náttúr- unnar hendi, skuli hafa sem jafnasta aðstöðu við aðra landsmenn er algjörlega óraunhæf, einkum vegna þess hve örfámenn íslenzka þjóðin er og land licnnar stórt og harðbýlt. Þótt það sé auðvitað fögur hugsjón, að allir geti unað glaðir við sitt í sveit forfeðranna, þá höfum við alls ekki efni á að gera slíkt mögulegt, jafnáköf og þjóðin er í efna- legar framfarir. Svo ber einnig að athuga, að ekki er víst að eintóm mannúð og ást á átthögunum liggi alltaf að baki, þegar margvíslegir lagakrókar og mikið opinbert fé er notað til að styrkja byggðarlög, sem litla framtíð eiga fyrir sér. Stjórnmálabaráttan hef- ur sínar dökku hliðar eins og alkunna er og ])ví óheiðarlegri sem hún reynist, þeim mun meira kost- ar hún þjóðina. í umræðum um þessi mál þurfa menn að gera Erfiðleikar og úrræði Frh. ai bls. 1 vandaniálanna takist, er að þjóðin, allar stéttir hennar og einstalclingar, geti treyst því að fyllsta réttlœtis sé gœtt, engum mismunað, engum ivilnað, því að hlutdrœgni og ranglæti munu ella fljótlega kasta rekunum á úrræðin, hversu snjöll, sem þau Jcynnu að öðru Jeyti að vera. sér sem Ijósasta grcin fyrir því, að aðstæðurnar eru nú allt aðrar en fyrir nokkrum áratugum. Þegar vegir þ(‘kktust varla, engin orkuver voru til, kennslu- og heilbrigðismálaþjónusta af skornum skammti o. s. frv., þá skipti það miklu minna máli fyrir ])jóðina þótt byggðin væri mjög dreifð. Kostir þéttbýlisins voru mjög fáir í þá daga, en nú er það undirstaða þess að hægt. sé á hagkvæman hátt að nýta gæði framfaranna í tæknilcgum og félags- legum efnum. Ef opinberir aðilar á íslandi drægju mjög úr af- skiptum sínum af efnahagslífinu, bendir margt til þess, að góð aðstaða og þróttmikið atvinnulíf höfuð- borgarinnar myndi á næstu áratugum draga til sín mikinn meirihluta allra landsmanna. Þótt frjáls- ræði leiði oft til beztrar Iausnar, má draga í efa að svo yrði í þessu tilfelli, þar sem sumir staðir gætu reynzt hafa ýmsa af kostum Reykjavíkur, ef þeir fengju tækifæri til að vaxa (og hér er aðeins rætt um efnahagslífið, en fleiri hliðar eru auðvitað á þessu máli). En þessi skoðun má ekki leiða til réttlætingar á öllu því, sem gert hefur verið í hinum svonefndu „jafnvægismálum“, þvert á móti vcrður að breyta um stefnu og gera sem flestum ljóst, að það er einmitt þéttbýlið, sem hvers konar jafnvægi í byggðinni verður að byggjast á, enda mun þá dreifbýlið í nágrenninu þróast eðlilega. Af mikilli vandvirkni og þekkingu verður að velja þá staði, sem telja má að þjóðfélaginu sé fyrir beztu að eflist, og síðan þarf að veita til þeirra opinberu fé og einkafjármagni eftir því sem tök eru á hverju sinni. Ef þessi stefna yrði tekin upp, í stað hinnar lam- andi „hreppapólitíkur“, væri stórt skref stigið til Iieilbrigðrar framþróunar. Valdimar Kristinsson 12 FRJALSVERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.