Frjáls verslun - 01.10.1958, Side 20
Landssamband ísienzkra verzlunarmanna (L.Í.V.)
1. júní 1957 var Lands-
sambartd íslenzkra verzlun-
armanna stofnað í Reykja-
vík fyrir forgöngu Verzlun-
armannafélags Reykjavík-
ur. Að stofnuninni stóðu
níu starfandi félög skrif-
stofu- og verzlunarmanna
í landinu.
Stofnun L. í. V. átti
sér alllangan aðdraganda.
Ilafði lengi verið áhugi á
því innan V.R. að mynd-
uð yrðu heildarsamtök skrifstofu- og verzlunar-
fólks í landinu. Það er þó fyrst árið 1955, eftir
að V.R. varð hreint launþegafélag, að verulegur
skriður komst á málið, enda vafasamur ávinningur
að landssamtökum, sem vinnuveitendur áttu aðild
að, ásamt launþegum.
Einn aðalhvatamaður að stofnun L.Í.V. var fyrr-
verandi formaður V.R. Guðjón Einarsson og mun
hann hafa verið með þeim fyrstu sem fram komu
með þá liugmynd. Þess má geta, að 1928 var
stofnað Samband verzlunarmannafélaga á íslandi.
Aðalhvatamaður að stofnun þess og formaður var
Egill Guttormsson, núverandi stórkaupmaður í
Reykjavík, en hann var um árabil ein aðaldrif-
fjöður í félagsmálum verzlunarmanna. Þessu sam-
bandi varð ekki langra Iífdaga auðið. Var það og
reist á öðrum grundvelli en L.Í.V. nú, þar sem að
því stóðu aðilar, sem áttu hinna ólíkustu hags-
muna að gæta.
Um tilgang L.Í.V. segir svo í lögum þess: Til-
gangur sambandsins er að efla samtök skrifstofu-
og verzlunarmanna, vera málsvari þeirra og hafa á
hendi forystu í hagsmunamálum þeirra.
Tilgangi sinum hyggst sambandið ná með því að:
1. Gangast fyrir stofnun verzlunarmannafélaga
hvar sem er á landinu og greiða fyrir upptöku
slíkra félaga í sambandið.
2. Hafa sem nánasta samvinnu við þau félög, sem
í sambandinu eru, og styðja þau eftir mætti í hags-
munamálum þeirra.
3. Vinna að því að fá fullkomna löggjöf um verzl-
unaratvinnu og reyna að tryggja að réttur verzlun-
armanna sé ekki fyrir borð borinn. Fylgjast með
framkvæmdum laga er snerta verzlunarmenn á ein-
hvern hátt.
4. Vinna að því að halda uppi fræðslustarfsemi
fyrir verzlunarmenn, t. d. með því að sjá um að
gefnir séu út ritlingar um verzlunarstarfsemi og
ennfremur að halda uppi annarri fræðslustarfsemi,
t. d. með fyrirlestrum kunnáttumanna og öðru,
sem að gagni má koma.
Eins og fyrr segir stóðu níu félög að stofnun
L.Í.V. Síða.n hafa fyrir forgöngu sambandsins verið
stofnuð sjö félög verzlunarmanna og má gera ráð
fyrir, að fyrir lok þessa árs hafi félagafjöldinn
innan L.Í.V. tvöfaldazt frá stofnþingi. Samtals
munu þessi félög tclja á fimmta þúsund félags-
menn.
Eftirfarandi félög eru nú starfandi á landinu:
Verzlunarmaimafélag Reykjavíkur
„ „ Borgarness
„ „ Akraness
„ „ Snæfellinga
„ „ Isafjarðar
„ „ Húnvetninga
„ „ Skagfirðinga
„ „ Siglufjarðar
„ „ Neskaupstaðar
„ „ Vestur-Skaftfellinga
„ „ Rangæinga
„ „ Amessýslu
„ „ Ilafnarfjarðar
Skrifstofu- og verzlunarmannafélag Akureyrar
„ „ Suðurnesja
Félag verzlunar- og skrifslofumanna í Veslmannaeyjum.
Eins og sjá má af þessari upptalningu eru nokk-
ur héruð í landinu sem hin skipulögðu samtök
ná enn ekki til. Að því er stefnt að svo verði hið
allra fyrsta.
Innan L.t.V. er starfandi nefnd, sem rannsakar
möguleika á samningu og setningu nýrra laga um
verzlunaratvinnu. Ýtarleg löggjöf um þetta efni er
brýnt mál.
Þá starfar nefnd að þýðingu og útgáfu fræðslu-
rita. Þykir slík útgáfustarfsemi gefa góða raun i
öðrum löndum.
í þessum mánuði ferðast kunnáttumaður á veg-
Sverrir Hermannsson,
íorm. L. í. V.
20
FltJALS VEUZLUN