Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1959, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.09.1959, Blaðsíða 6
Nefnd þessi var skipuð 12. júlí 1950 og skilaði áliti sínu á sl. vori. í nefndarálitinu „Betænkning fra udvalget af 1950 vedrörende Kooperationens Beskatningsforhold 1. del“ kemur fram allt önnur niðurstaða en „ að um- setning beggja bæri, þegar öll kurl koma til grafar, að heita mætti sömu skattprósentu.“ Skal nú nokk- uð vikið að efni og niðurstöðum skýrslunnar, sem cr frumheimildin um raunverulegt ástand þessara mála í Danmiirku. Efni og framsetning Við skattasamanburðinn var stuðzt við það efni, sem embættismannanefndin hafði safnað fram til ársins 1950. Var um að ræða upplýsingar viðkom- andi skattárunum 1947/48—1952/53. Nýja nefndin aflaði sér frekari upplýsinga um skattárið 1950/57 frá sömu skattaðilum. Til þess að tryggja það, að um sambærilegar upplýsingar væri að ræða, var reynt að takmarka athuganirnar við smásölufyrir- tæki, sem verzla með nýlenduvörur o. þ. h„ eða blandaðar kaupmannaverzlanir. Samanburður var gerður á milli fyrirtækja inn- an sama stærðarflokks, án tillits til þess, livar þau voru staðsett. Nokkur ágreiningur varð milli fulltrúa samvinnu- manna annars vegar og fulltrúa sjálfstæðrar kaup- mannaverzlunar hins vegar um samanburðargrund- völlinn. Til þess að sætta aðila var samþykkt, að athugunin skyldi framkvæmd með hliðsjón af bæði umsetningu og tekjum. Athugunin eða réttara sagt rannsóknin náði til 15 skattaumdæma. Skattárið 1947/48 náði lnin til um 1150 kaupmannaverzlana, en 1500 skattárið 1950/57. Á sama tíma náði rannsóknin til um 400 samvinnuverzlana. Árið 1947/48 voru dönsk samvinnufélög skatt- lögð samkvæmt eldri lögum á grundvelli skatt- skyldra tekna, samkvæmt niðurstöðum rekstrar- reikninga. Skattárið 1949/50 er hið fyrsta, sem nú- gildandi lög voru notuð. Samkvæmt þeim eru skatt- skyldar tekjur samvinnufyrirtækja gerðar upp á grundvelli eigna og samvinnufyrirtækin skattlögð í samræmi við það. „Umsetning — sama skattprósenfa" Þegar öll fyrirtækin, sem rannsóknin náði til, eru tekin undir eitt, fæst eftirfarandi meðalumsetning (í dönskum krónum): Kaupm.vcrzl. Samv.vcrzl. Skattár 1947/48 Um 117.000 235.000 — 1949/50 — 151.000 305.000 — 195G/57 — 247.000 509.000 Skattar til ríkis og bæja, sem lagðir voru á við- komandi kaupmannaverzlanir og samvinnuverzl- anir voru scm hér segir í hundrnðstöhihlutfalli (%) af umsetningunni: Kaupm.vcrzl. Samv.vcrzl. Skattár 1947/48 1.05 0.70 — 1949/50 0.85 0.75 — 1950/57 1.05 0.78 Af þessu sést að því fer víðsfjarri, að kaupmanna- og samvinnuverzlunin í Danmörku sitji við sama borð, livað skattlagningu viðvíkur. Munurinn er meiri en svo að unnt sé uppi á íslandi að tala um „sömu skattprósentu“. Skattárið 1950/57 er hún 27% liærri hjá kaupmannaverzluninni. Enn augljósara verður ranglætið, ef skattaálagn- ing (%) á hæð umsetningar er tekin til nánari at- hugunar. Sem sýnishorn úr töflum skýrslunnar skal tekið eftirfarandi: Slratfár 101,7/1,S Umsctning Kaupm.verzl. Samv.verzl. 150.000—200.000 kr. 1.05 % 0.70 % yfir 500.000 — 0.94 % 0.48 % Slcattár 19J,9/f>0 150.000—200.000 kr. 0.87 % 0.83 % yfir 500.000 — 0.81 % 0.08 % Skattár 1956/S7 150.000—200.000 kr. 1.04 % 0.91 % yfir 500.000 — 1.04 % 0.72 % Þrátt fyrir skattalagfæringuna árið 1949, þcgar minnka átti bilið milli einka- og samvinnuverzlun- ar, virðist aftur vera að færast í sama horfið. Vaxtarmöguleikar einkaverzlunarinnar eru tak- markaðir vegna hinnar neikvæðu skattlagningar við aukna umsetningu. Kemur það skýrt fram skattárið 1950/57 ]>ar sem skattmismunurinn er hvorki meiri né minni en 32% eða tæplega %, sam- vinnuverzluninni í vil. 6 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.