Frjáls verslun - 01.09.1959, Blaðsíða 10
Fjölbýlishús í borg á hálendinu?
BORGIR í
„óbyggðum“
Hugmynd að skipulagi nýtízku borgar í köldu loftslagi
IKanada hafa verið gerðar stórkostleg-
ar áætlanir um betri nýtingu norður-
héraða landsins, sem eru auðug af marg-
víslegum hráefnum, en harðbýl mjög
vegna hinna löngu, lcöldu vetra. Mikinn
fjölda fólks þarf til þess að uppbygging
geti hafizt þarna í stórum stíl. en fóik vill
eðlilega ekki flytja norður á bóginn, nema
því verði sköpuð sambærileg lífskjör við
það, sem gerist annars staðar í land-
inu. Skipuleggjendur í Kanada telja, að
með nútímatækni sé hægt að skapa slíka
aðstöðu jafnvel á nyrztu slóðum, og að
upp muni rísa borgir til dæmis í líkingu
við það, sem myndirnar sýna.
Fjölbýlishús verði reist í hring; utan
við hann verði siærstu vinnustaðir, en
innan í verði reist risastórt plastþak. Undir
þakinu verði svo heill „miðbær" með
ráðhúsi, kirkju, verzlunum, veitinga- og
skemmtistöðum, skrúðgarði og öðru því,
er þurfa þykir. Þarna geta svo íbúarnir
spókað sig í góðu lofti og ákjósanlegu
hitastigi án tillits til veðráttunnar úti fyrir.
Þessar hugmyndir eru mjög athyglis-
verðar fyrir okkur Islendinga, sem eigum
mikil landsvæai, er talin hafa verið
óbyggileg. Svo til engin byggð er í land-
inu fyrir ofan 200 m hæðarlínuna (Mý-
vatnssveit er helzta undantekningin) og
virðist þó landrými nægjanlegt. En að
því getur komið áður en varir, að menn
vilji nýta auðlindir á hálendinu, sem ekki
er hægt nema töluverð byggð myndist
þar. Má í þessu sambandi einkum nefna
jarðhitasvæðin við Torfajökul og í Kerl-
ingarfjöllum.
Komið hefur til athugunar að fram-
leiða þungt vatn hér á landi með gufu-
orku frá Hengilsvæðinu, en fullyrða má,
að það væri mun hagkvæmara, þjóð-
hagslega séð, að nýta langstærsta jarð-
hitasvæði landsins við Torfajökul til slíkr-
ar framleiðslu, þar sem hún krefst geysi-
mikillar og mjög ódýrrar orku. Aftur á
móti má búast við. að þörf verði á ork-
unni frá Hengli til margs annars. Þungt
vatn er framleitt úr venjulegu vatni og
framleiðslumagn verksmiðju, þótt stór sé,
er svo lítið, að flutningaerfiðleikar myndu
ekki há rekstrinum. Erfiðast yrði að skapa
fólki góð lífskjör uppi á hálendinu.
Enginn skyldi ætla, að heilar borgir
fari bráðum að rísa hér undir plastþök-
um, en víst er að nútímatækni skapar
skilyrði til ýmiss konar starfsemi, sem
áður var útilokuð, og að við jarðhitasvæði
á íslandi ætti ekki að skorta orkuna til
að hita upp híbýli og aðrar vistarverur
þótt úti ríki kuldi og vindar næði.
10
FRJÁLS VERZLUN