Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1959, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.09.1959, Blaðsíða 13
er til fjármagnsins, sem ber hana nppi. í V.-Þýzka- landi, Austurríki og Noregi á ríkið þær verksmiðjur, sem ekki eru í höndum útlendinga. Af fimm verk- smiðjum, sem nú eru í Noregi eru tvær reknar af ríkinu, en önnur þeirra var byggð af Þjóðverjum á stríðsárunum. Verzlun með aluminium er nær eingöngu milli fjögurra landa. Bandaríkin og Bretland eru stærstir innflytjendur, en Kanada og Noregur stærstir út- flytjendur. Önnur helztu iðnaðarlönd eru að mestu sjálfum sér nóg. Þar sem Aluminium Ltd. á allar bræðsluverksmiðjur í Kanada og þar að auki verk- smiðjur í Noregi, er ljóst að félagið er ríkjandi aðili í milliríkjaverzlun með aluminium. Yfir 80% af aluminium, sem selt er milli landa, er unnið í bræðsluofnum, sem eru í eigu Aluminium Ltd. Framleiðslusldlyrði og áætlanir um aukningu í ýmsum löndum Árið 1957 framleiddu Bandaríkin um 1,5 millj. tonna af aluminium og fluttu inn rúm 200 þús- tonna. Búizt er við, að framleiðslan verði komin upp í 1,9 millj. tonna 1900. Samkvæmt áætlunum, sem gerðar hafa verið, mun aluminiumnotkun í Bandaríkjunum komin upp í 3,6 millj. tonna árið 1975. Framleiðslan í Kanada var um 550 þús. tonn árið 1957 og talið er að framleiðslugetan verði komin upp í 900 þús. tonn árið 1960. Munu Bretar og Bandaríkjamenn áfram verða langstærstu kaup- endurnir. Aluminiumvinnsla á Brctlandseyjum er lítil, en hún byggist á rafmagni frá hálendi Skotlands. Árið 1957 nam framleiðslan 36 þús. tonnum. Vegna skorts á ódýru rafmagni er ekki gert ráð fyrir auk- inni framleiðslu, a. m. k. ckki í náinni framtið. Brezka stjórnin mun hafa áhuga á, að aluminium- framleiðsla á sterlingsvæðinu aukist, þar sem Bret- ar eru nú svo mjög háðir aluminiumkaupum frá Kanada, sem greiða verður með dollurum. Stjórnir Bretlands og Ghana í Afríku, The British Alumin- ium Company og Aluminium Ltd. (Kanada) gerðu með sér samkomulag fyrir nokkru um að koma upp aluminiumverksmiðju við Volta River i Ghana. Gert er ráð fyrir, að framleiðslan verði um 80 þús. tonn árið 1962 og auka megi hana síðar upp í 210 þús. tonn. Um Frakkland cr nokkuð svipað að segja og Stóra-Bretland. Þar eru nú að vísu framleidd um 160 þús. tonn af aluminium á ári, en ekki mun gert ráð fyrir framleiðsluaukningu. En Frakkar hafa eins og Bretar áhuga á framkvæmdum í Afríku og er þegar liafin bygging aluminiumverk- smiðju í Kamerún. Framleiðslan í V-Þýzkalandi er um 150 þús tonn árlega, og hafa ekki verið gerðar áætlanir um aukn- ingu. Þjóðverjar geta fengið aluminium frá Austur- ríki, sem hefur verksmiðjur með 60 þús. tonna framleiðslugetu á ári. Öfugt við önnur Evrópulönd, sem rætt hefur verið um hér að framan, liefur Noregur mikið af ódýrri raforku, og þó enn meira af óvirkjuðu vatns- afli. Árið 1957 voru framleidd í Noregi 95 þús. tonn af aluminium. Det Norske Nitridaktieselskap (DNN) á tvær litlar verksmiðjur, cn hlutabréf í þeim félagsskap eru að jöfnu í eigu Aluminium Ltd., annars frönsku félaganna og brezka alumin- iumfélagsins. Einnig á Aluminium Ltd. helming liluta í enn einni, lítilli, norskri verksmiðju. Alu- miniumverksmiðjan í Árdal, er í eigu norska ríkis- ins, enda var hún byggð af Þjóðverjum á stríðs- árunum. Ný verksmiðja, í Sunndal, tók til starfa árið 1955, og er hún einnig í eigu ríkisins. Hún var að nokkru byggð fyrir Marshallfé, (sbr. áburðar- verksmiðjuna í Gufunesi). Báðar ríkisverksmiðj- urnar fá aluminium-oxyd frá fyrirtækjum hins kanadiska Aluminium Ltd., en það er aftur greitt með fullunnum málmi. Auk þessara verksmiðja er ein mjög lítil (1.500 tonn á ári) við Vigeland í Noregi, sem framleiðir 99,9% hreint aluminium. Nú hafa verið gerðar áætlanir um að auka verulega á næstu árum aluminiumframleiðsluna í Noregi, eða úr tæpum 100 þús. tonnum, í 250 þús. tonna ársframleiðslu. í Svíþjóð er eitt fyrirtæki, sem á tvær litlar alu- miniumverksmiðjur. Var framleiðsla þeirra um 15 þús. tonn á árinu 1957. Aluminium Ltd. á hlut í fyrirtækinu og sér Svíum fyrir alumina. Arið 1957 nam aluminiumvinnslan á Ítalíu 66 þús. tonnum, en engin framleiðsluaukning er áætluð í næstu framtíð, enda er skortur á rafmagni í landinu. Nær öll aluminiumvinnsla í Sviss (nam ‘31 þús. tonnum 1957) er í höndum AIAG-félagsins, sem, eins og áður er getið, á stóra hluti í verksmiðjum í fjórum öðrum Evrópulöndum; félagið hefur einn- ig lagt fe í aluminiumvinnslu á fyrra stigi fram- leiðslunnar í mörgum löndum, svo sem Frakklandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Þrátt fyrir bauxitnámur í Júgóslavíu og skilyrði FRJÁLS VERZLUN 13

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.