Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1959, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.09.1959, Blaðsíða 20
Þessar stúlkur sýna að nokkru hina miklu kynblöndun. sem átt hefur sér stað á Hawaii-eyjum. I efri röð, frá vinstri: stúlka af kínverskum ættum. stúlka af japönsk-portúgölsku foreldri og stúlka af hawaiiiskum og hollenzkum ættum. — I neðri röð: stúlka af portúgölskum ættum, stúlka af kínversk-hawaiiisku og evrópsku ættemi og að lokum stúlka af hawaiiisk-kínversku foreldri hinna einstöku eyja í sambandi við ferðamanna- strauminn. Aðalferðamannastaðurinn er „Waikiki“, sem er hluti af Honolulu-borg, og er þar fjöldi hótela. Fyrir framan þau er hin þriggja km langa Waikiki-strönd, sem er ein frægasta baðströnd í heimi. Þetta er skjólmegin á Oahu-eynni og er því nær óþekkt að brim skelli á ströndinni. Er þar oft- ast aðeins lítil alda, sem er mjög rómuð af sund- fólki og þeim, sem róa eða sigla við ströndina. Flestir ferðamennirnir vilja dveljast á þessum stað, en fara aðeins stuttar ferðir til annarra eyja; til- raunir til að breyta þessari venju að einhverju leyti hafa að mestu farið út um þúfur, og eru því hótel tiltölulega fá annars staðar. Af öðrum atvinnuvegum má nefna nautgripa- rækt, sem einkum er stunduð á stærstu eyjunni, og fiskveiðar, sem eru stundaðar á öllum eyjunum. Veiddar eru ýmsar fisktegundir fyrir heimamark- aðinn. Túnfiskur er soðinn niður og fluttur út, og er jafnvel keypt nokkuð af túnfiski í Japan til niðursuðunnar. 20 FRJALS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.