Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1959, Síða 25

Frjáls verslun - 01.09.1959, Síða 25
um dæmum námu þessar uppbætur 60—70%. Nú mun bilið yfirleitt ekki vera nema á milli 55% og S0% svo þar er um að ræða verulegt skref í þá átt að jafna þessar uppbætur. í fjárfestingar- og lánamálunum er liins vcgar talsvert aðra sögu að scgja, og að mínu áliti verða næstu skrefin til þess að skapa meira jafnvægi í efnahagsmálum, að vera fyrst og fremst fólgin í því að koma þessurn mál- nm í betra horf en nú er. Að vísu er það einmitt á þessu sviði, sem það skapar sérstaka örðugleika, hve lítill aðgangur er að upplýsingum um þá hluti, sem í þessu efni þyrfti að upplýsa. Og jafnvel þær upplýsingar, scm fyrir hendi eru, má ekki enn sem komið er birta. En um það er almennt samkomu- lag á milli hagfræðinga, að skilyrði fyrir því, að fjárfesting og bankaútlán leiði ekki til aukinnar verðbólgu í þjóðfélaginu, er það, að útlán til fjár- festingar takmarkist við þann sparnað, sem innt- ur cr af hendi í þjóðfélaginu af frjálsum vilja, að viðbættum afskriftum fyrirtækja og því, sem kann að vera til ráðstöfunar af erlendu lánsfé. Nú eru ekki til, fyrir síðustu árin að minnsta kosti, nein- ar upplýsingar um það, hvernig fjáröflunin til fjár- festingar skiptist mili'i þessara liða, að hve miklu leyti fjárins er aflað með ráðstöfun sparifjár, að hve miklu leyti þess er aflað með erlendum lántök- um, og að hve miklu leyti með verðbólgumyndandi útlánum. Fjórfestingin og fjóröflim til hennar Hins vegar liggja fyrir upplýsingar um það frá síðustu áruin, hvað fjárfestingin hefur vcr- ið mikil, og hve miklum hluta af þjóðartekjunum hún hefur numið. Eg ætla aðeins að nefna nokkr- ar tölur um þetta, cr orðið gætu til þess að skýra það, sem hér er um að ræða. Arið 1957 var áætlað, að það fé, er þjóðin hefði til ráðstöfunar væri 4,9 inilljarðar króna. Af þessu var verðmæti þjóðar- framleiðslunnar 4,7 milljarðar, en 200 milljónir króna var erlent lánsfé. Ráðstöfunin var á þann veg, að fjárfestingin nam 1,6 milljörðum, eða rúm- um þriðjungi af ráðstöfunarfénu, en þar að auki nam neyzla opinberra aðila, það er að segja rekstr- arútgjöld þeirra, 700 milljónum króna. Sú fjárfest- ing, sem um er að ræða, skiptist þannig í einkafjár- festingu og opinbera fjárfestingu, að opinber fjár- festing nemur 200 milljónum króna, en einkafjár- festingin um 1400 milljónum króna. Ef gengið væri út frá því, að fjár til fjárfestingar á vegum hins opinbera væri eingöngu aflað með sköttum, sem tæplega mun þó vera rétt, þýddi þetta í rauninni það, að ef fjáröflun til fjárfestingar á að vera með þeim hætti, að hún sé ekki verðbólgumyndandi, yrði þjóðin að spara um þriðjung af tekjum sínum, sem afgangs eru, eftir að búið er að greiða af þeim „Mér þótti þad alltaf grunsamlegt, sem stóö í auglýsingunni, að útsýni væri til sjávar úr öllum gluggum." skattana. Þar scm meðaltekjurnar á framfæranda nema þó ekki nema um 50 þús. króna, að frádregn- um sköttum, sjá allir, að það eru ekki nokkrar lík- ur til, að fólk sé. almennt svo sparsamt, að menn með 50 þúsund króna tekjur geti sparað þriðj- ung þar af. Það er hugsanlegt, hvað einhleyp- inga snertir, en þó tiltölulega ólíklegt, en ómögu- legt þegar um fjölskyldufeður er að ræða. Af þessu finnst mér rétt að draga þá ályktun, að telja megi víst (nú liggja að vísu fyrir um það nokkrar tölu- legar upplýsingar hvað verðbólgufjárfestingin sé mikil, en þær hefur ekki ennþá mátt birta) að um verulcga verðbólgufjárfestingu sé að ræða. Það eru engir möguleikar á því, að fólk spari almennt þriðjung af tekjum sínum. Því má draga af þessu þá ályktun, að þess fjár, sem aflað er til fjárfest- ingar, sé að verulegu leyti aflað með dýrtíðarmynd- andi útlánum af hálfu seðlabankans. Það er að vísu ekki þannig, að seðlabankinn láni, nema þá að tak- mörkuðu leyti, beint út í fjárfestingu, en það er í gegnum viðskiptabankana og aðrar lánastofnan- ir, sem þessi fjáröflun á sér stað. Spurningin er þá sú, með hvaða móti er hægt að tryggja það, að lán til fjárfestingar séu ekki meiri, en nemur spari- fjárinnlögum og afskriftum fyrirtækja, þannig að komið sé í veg fyrir verðbólguorsakir úr þeirri átt. FRJÁLSVERZLUN 25

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.