Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1959, Page 31

Frjáls verslun - 01.09.1959, Page 31
eitt af þessum nýju, fjölvirku lyfjum, sem jafnvel ég þekkti nafn á, töflur, tvær á fjögurra klukku- stunda fresti, oftar ef þörf krefur — hann lá senni- lega fyrir dauðanum. Hvernig skyldi honum vera innanbrjósts? Skyldi hann taka örlögum sínum með karlmennsku og ró, eða lá hann í móki, rænulítill og gcrði sér ekki ljóst hvert bar? Eða varðist liann ásókn þcss vígharða með ljáinn af því ofurmann- lega viljaþreki, sem örvæntingin cin gctur veitt? Og konan — töflur, settar saman iir þrem efnum, cin tafla, þrisvar á dag — var það aðeins stundar- kvilli, sem olli lienni hvimlciðum óþægindum kannski líka tízkukrankleiki meira eða minna ímyndaður til afþreyingar og sálubótar, cllegar eins- konar forsmekkur að æ beiskari bikar, sem hún hlaut að drekka í botn, ef lil vill byrjunarstig að langvarandi og kvalafullu banameini? Og ef hún var sér þess meðvitandi — gckk hún þá að störfum sínum og lét sem ekkert væri, heilsaði vinkonum sínum kannski með enn glaðara brosi en nokkru sinni fyrr, leyndi sína nánustu þjáningum sínum og kvíða með fórnandi ástúð og ef til vill dálítið ýktri glaðværð? Iláði hún helstríð sitt hverja nótt og reikaði um á daginn, föl og fá eins og sín eigin vofa, eða reyndi hún að gleyma því við dufl og dans og kepptist við að tæmi hvern nautnabikar í grunn á meðan enn vannst tími til? Nei, varð mér liugsað, þegar maðurinn á í hlut verða allar tilgátur út í bláinn jafnvel þótt nokkr- um forscndum sé á að byggja; engar tvær mann- verur eru öldungis eins gerðar og svara því ekki heldur sömu afstöðu á einn og sama hátt; fyrir bragðið getur enginn sett sig í annars spor. Eðlis- þættir hvers einstaklings eru ofnir svo marg- slungnum þráðum og margvíslega, að enginn getur vitað fyrir viðbrögð hans hverju sinni, hvorki i gleði né sorg, ást né hatri, vellíðan né þjáningum, sigri né ósigri; hver og einn setur sér ósjálfrátt eigin liig og leikreglur, beitir sínum eigin vopnum og baráttu- aðferðum og verður því, þrátt fvrir nokkur sameig- inleg cinkenni, hvergi skipað í sveit nema með sjálf- um sér. Og mér varð litið á taflmennina, þessar kjánalegu renndu tréfígúrur, svartar eða hvítar, sem þegar ris þeirra varð mest urðu leiksoppar tveggja stríðandi aðila cr fylktu þcim andstætt cftir lit, skákuðu þeim síðan fram um afmarkaða reiti, hvíta eða svarta, samhvæmt ófrávíkjanlegum reglum cft- ir því sem lögun hverrar fígúru sagði til uin; drápu þær hver fyrir öðrum, fórnuðu þeim fyrir vinnings- von er snerti þær sjálfar ekki hið minnsta, og þær höfðu ekki einu sinni hugmynd um að þær væru þátttakendur í þýðingarlausum átökum, sem engu skipti hvernig lyktaði cða hvort þau snerust upp í endalausa og meiningarlausa þráskák. . . . Svefnhöfginn gerðist sífellt áleitnari; það Icit út fyrir að heimspekilegar huglciðingar væru álíka lítt vckjandi hvort sem þær voru manns eigin eða ann- arra. Eg fór því enn að glugga í dulmálstáknin á seðlunum. Og þá var það, að ég þóttist allt í cinu skynja, að ég væri ekki einn inni lengur; kenndi óljóst að einhver stæði fyrir aftan mig, læsi yfir öxl mér á lyfseðlana, sem ég var að glugga í. Ég geri ráð fyrir að fleiri en ég hafi á stundum kennt hins sama þegar þeir sátu einir við lestur eða skrift- ir og allt var hljótt, og brugðizt við því á svipaðan hátt. Sagt við sjálfa sig að þetta væri hugarburður og ekkert annað; dyrnar lokaðar, hvorki hcfði heyrzt fótatak né þrusk og það stríddi því ekki aðeins gegn heilbrigðri skynsemi heldur væri það og beinlínis hlægilegt að fara að láta undan þeirri óskiljanlegu löngun að líta um öxl. Reynt síðan árangurslaust að einbeita huganum að lestrinum eða skriftinni, lilustað eftir andardrætti, og loks þegar löngunin var orðin svo sterk að ekki varð lengur þrjózkazt við, litið um öxl og sannfærzt um það sem var í rauninni alltaf vitað mál — að þar var ekki nokkur lifandi sála. Þannig var það og með mig að þessu sinni, nema hvað sá var munur- inn, að þegar ég leit aftur fyrir mig — þá stóð hann þar. . . . Hár maður vexti, dálítið lotinn í herðum, hold- skarpur, toginleitur, kollvikamikill, dökkt hárið all- mjög tekið að grána í vöngum og þynnast nokkuð. yfir háu og hvelfdu enninu, augnabrúnirnar loðn- ar og slútandi en þar sem hann stóð utan við jað- ar ljósflóðsins gat ég ekki greint andlitsfall hans nánar. Ekki gat ég hcldur greint klæðaburð lians, nema livað fötin voru dökk að lit, féllu vel að grönnum líkamanum, en sýndust talsvert vclkt eins og eftir langt ferðalag. Hann vcitti því víst enga athygli að ég hafði litið við og starði spyrjandi á hann, því að hann hafði ekki augun af lyfseðlin- um, sem ég var áður að glugga í. Og þegar liann tók til máls var röddin lág, hlutlaus og hljómvana, cinkennilega eðlistengd húmrökkrinu, sem tók við þar sem ljósflóðið undan hlíf skrifborðslampans þraut, öldungis eins og hann sjálfur virtist í ætt við skuggana, sem héldu sig í hljóðri þyrpingu úti í rökkrinu; eins og á stóð var sú skýring meira að segja nærtækust að einhver þeirra hefði allt í einu FRJALS VERZLUN 31

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.