Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1960, Blaðsíða 2

Frjáls verslun - 01.11.1960, Blaðsíða 2
Hjálmar R. Bárðarson, skipaskoðunarstjóri: Sfálskipasmíðar á íslandi Iðnaður hefir þróazt mjög ört hér á landi und- anfarna áratugi, og er nú svo komið, að í mörg- um iðngreinum stendur íslenzkur iðnaður óefað jafnfætis mörgum erlendum iðnaði. — Ein er þó sú iðngrein, sem hér hefir átt erfitt upp- dráttar, en það er stálskipasmíði. Þessi stað- reynd er þeim mun athyglisverðari, sem aug- ijóst er, að fáar iðngreinar, ef til vill að undan- skildum fiskiðnaði, eru í eðli sínu jafnnátengd- ar aðalatvinnuvegi okkar, fiskveiðunum. Það er því ekki úr vegi að hugleiða lítið eitt, hvað veld- ur — og hvað hægt er að gera til úrbóta í þ'essu máli. Að vísu hefir hér um langan aldur verið unn- ið að smíði íiskiskipa úr tré, og verður að telja að sú iðngrein standi hér föstum fótum, þótt stundum hafi verið smíðuð hér heima tiltölu- lega fá tréskip, miðað við þau, er samtímis voru smíðuð erlendis fyrir ísienzka kaupendur. Ýmis- legt má fram telja, sem ástæður fyrir því, að við ekki höfum verið sjálfum okkur nógir í smíði tréfiskiskipa til endurnýjunar flotanum, en fyrst og fremst mun hér vera um að ræða fjárhags- legt vandamál, en ekki tæknilegt. — Óraunhæf skráning íslenzkrar krónu hefir valdið því, að tréfiskiskip keypt erlendis hafa orðið kaupend- um verulega ódýrari, en skip af sömu stærð og gerð smíðuð hérlendis. Eiiendar skipasvníða- stöðvar hafa getað boðið íslenzkum kaupendum lán til nokkurra ára, vegna áhuga þarlendra stjórnarvalda á útflutningsaukningu þessarar atvinnugreinar. — Þrátt fyrir þessa erfiðu sam- keppnisaðstöðu, hafa ýmsar íslenzkar skipa- smíðastöðvar haldið áfram smíði tréskipa og ber óefað að þakka það viðurkenndum gæðum íslenzkra tréskipasmíða. Um það mun öllum bera saman, sem til þekkja, að tréskip smíðuð hér innanlands séu ekki að vinnugæðum síðri þeim, er smíðuð hafa verið erlendis, og eflaust jafnbetri, enda sumar erlendu stöðvanna óvanar okkar kröfum og óskum. Stálskipaviðgerðir hafa farið fram hér á landi um tugi ára. Þær hafa þróazt nokkuð á undan- förnum árum, og þótt útbúnaður og vinnutil- högun sé enn að ýmsu leyti frumstæð og óhent- ug, þá eru vinnugæði einnig á þeim vettvangi yfirleitt sambærileg við eiiendar viðgerðir. Hins vegar veldur óhentug aðstaða til skipaviðgerð- anna oftast lengri viðgerðartíma og dýrari við- gerðum, þegar um stærri verkefni er að ræða, einkanlega vegna ónógra og ófullkominna lyfti- tækja og flutningatækja á skipaviðgerðarstöðv- um, sums staðar einnig vegna þrengsla. Fram til þessa dags hafa aðeins tvö stálskip verið smíðuð hér á landi, dráttarbáturinn Magni fyrir Reykjavíkurhöfn og björgunar- og varð- skipið Albert fyrir Landhelgisgæzluna. Smíði Magna var lokið árið 1955 og Alberts 1957. — Saga íslenzkrar stálskipasmíði er því ekki löng, né heklur viðburðarík. Þó langar mig til að minnast nokkrum orðum á upphaf þessara mála. Þegar ég í ársbyrjun 1947 kom heim að afloknu námi og starfi í skipasmíðastöðvum erlendis og réðst sem skipaverkfræðingur til Stálsmiðjunnar hf. í Reykjavík, var langt frá því, að almenn bjart- sýni ríkti varðandi nýsmíði stálskipa hér á landi. Innflutningur efnis og tækja var liáður leyfum, og fjárfestingarleyfi þurfti til allra fram- kvæmda. Stálsmiðjan var þó þá það fyrirtæki íslenzkt, sem átti stytzt í land að geta byrjað smíði stálskipa. Það fyrirtæki hafði þá lengi hafjt með höndum stórviðgerðir á stálskipum, 2 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.