Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1960, Blaðsíða 30

Frjáls verslun - 01.11.1960, Blaðsíða 30
sem járnvörur, timbur og gler, og hafa haft á bundnum lista einmitt í því sk.vni, að þær yrðu fyrst ög fremst keyptar þaðan. Ég skal ekki fjöl- yrða um ástæður jæss, hversu torvelt hefur verið að fá þessar vörur, en að hins vegar hefur verið haldið að okkur ýmsum öðrum vörum, sem hér er ekki nægileg eftirspurn cftir, fyrst og fremst vegna þess, að gerð þeirra og gæði eru ekki í sam- ræmi við þær kröfur, sem hér eru gerðar, eða þann smekk, sem hér ríkir. En það er skoðun mín, að þetta standi í beinu eða óbeinu sambandi við þá skipan, sem er á viðskiptum okkar við þessi lönd. Við fáum fyrir ýmsar útflutningsvörur okkar nokk- uð hærra verð í jafnkeypislöndunum, að Sovét- ríkjunum undanteknum, en á öðrum mörkuðum, og við getum selt til sumra þeirra vöru, sem erfitt hefur reynzt að selja annars staðar. A móti þessu kemur hins vegar það, að við greiðum þeim nokkru liærra verð fyrir ýmsar þær vörur, sem við kaupum frá þeim. Þegar öllu er á botninn hvolft, er hér um það að ræða, að útflutningsatvinnuvegirnir fá fyrir þær vörur, sem til þessara jafnkeypislanda eru seldar, nokkru hærra verð en svarar til heimsmarkaðsverðs, en íslenzkur almenningur greiðir þennan mismun í hærra verðlagi á vörunum frá þessum löndum. Á sínum tíma var hér í raun og veru um að ræða einn anga hins mikla bótakerfis, sem komið hafði verið á til þess að bæta útflutningsatvinnuvegunum liina röngu gengisskráningu. Og nú eru þetta einu leifar bótakerfisins, sem enn eru eftir. Það er ein- dregin skoðun mín, að þær leifar eigi einnig að af- nema, eins og aðalkerfið sjálft. Viðskiptin við þessi lönd komast aldrei í eðlilegt og heilbrigt horf, fyrr en við getum flutt inn það, sem við viljum frá þessum löndum við heimsmarkaðsverði, og seljum þeim aftur í staðinn afurðir okkar, einnig við heimsmarkaðsverði. Ég vona, að það, sem ég hefi sagt um írílistann og glóbal-kvótana, séu atriði, sem kaupsýslumenn yfirleitt telji sig hafa ástæðu til þess að vera ánægðir yfir. En ég skal ekki skjóta mér undan að víkja einnig svolítið að þeim atriðum, scm ég þvkist vita, að kaupsýslumenn telji sig hafa ástæðu til að vera óánægðir yfir, og á ég þar fyrst og fremst við verð- lagsákvæðin og þá afstöðu, sem ríkisstjórnin tók í upphafi varðandi endurskoðun verðlagsákvæðanna. Itök þau, sem ríkisstjórnin taldi sig hafa fyrir af- stöðu sinni, voru þau, að meðan launþegum væri ætlað að bera verulega kjaraskerðingu, væri nauð- synlegt, að hægt væri að segja með sanni, að engin ráðstöfun væri gerð, sem bætti hag nokkrar stétt- ar frá því, sem áður var, hversu réttmætt, sem slíkt kynni að vera í sjálfu sér. Varðandi vörudreif- inguna í landinu almennt er ég annars sannfærður um, að þar geta margs konar endurbætur á orðið og hafa í rauninni verið að eiga sér stað nú á allra síð- ustu árum. Þær hafa tvímælalaust verið neytendum til þæginda og þar með til hagsbóta. Að svo miklu leyti, sem slíkar breytingar kosta fé og krefjast þar með aukinnar álagningar, þá er ég sannfærður um, að yfirvöld munu ekki tefja þær óhæfilega eða koma í veg fyrir þær með því að lialda óeðli- lega fast í ákveðna álagningarstiga, því að ég er viss um, að ef almenningur á kost á bættri þjón- ustu og auknum þæginduin í sambandi við vöru- dreifinguna, þá er hann fús til að greiða fyrir þau í eitthvað hækkuðu vöruvcrði, og þá er auðvitað ástæðulaust fyrir yfirvöld að meina slíkt með fast- heldni við gamlar álagningarreglur. Það er því skoðun mín, að saman eigi að fara endurbætur á dreifingarkerfinu og endurskoðun á verðlagningar- reglunum. Breytingarnar munu þá verða báðum til hagsbóta, neytendum og seljendum. I sambandi við þessi mál vildi ég og ekki láta hjá líða að minna á þær breytingar, sem gerðar hafa verið á innborgunarreglum bankanna, en inn- borgunarfjárhæðir hafa verið lækkaðar úr 13% til öö% í 10% til 25% auk þess, sem bankarnir greiða nú vexti af innstæðum á innborgunarreikningum. Ég hefi nú gert nokkra grein fyrir þróun efna- hagsmálanna, síðan stefnubreytingin var ákveðin, og þeim þáttum hins nýja efnahagskerfis, sem sér- staklega snerta verzlunarstéttina. Ég dreg þær ályktanir af þeim staðreyndum, sem ég hefi rakið, að þjóðin eigi ótrauð að halda áfram á sömu braut í efnahagsmálum sínum. Ég er einnig þeirrar skoð- unar, að starfsgrundvöllur verzlunarstéttarinnar sé nú miklu traustri og heilbrigðari cn hann hefur verið um langt skeið undanfarið, og að hann muni þó verða það í enn ríkara mæli, j>egar frá líður. Verzlunarstéttin, bæði stórkauiJinenn og smákaup- menn, inna af höndum þjóðnýt störf í þágu heild- arinnar. En um langt skeið undanfarið hcfur skipan efnahagsmálanna verið þannig, að í raun og veru hafa kraftar Iiinna dugmestu og hagsýnustu ekki fengið að njóta sín til fulls, og starf þeirra því ekki orðið þjóðarbúskapnum jafnhagkvæmt og ]>að hefði getað orðið. Þetta á nú að breytast. Það er einmitt einn höfuðtilgangur hinnar nýju stefnu að gefa þeim, sem hafa til að bera atorku og dugnað, hugmyndaflug og framsýni, heilbrigt svigrúm til jiess að láta til sín taka, heildinni til hagsbóta. Ég er sannfærður um, að þær breytingar í efnahags- málum þjóðarinnar og liá ekki sízt í viðskiptamál- um hennar, sem gerðar hafa verið nú á jiessu ári, munu hafa jiessi áhrif. Þess vegna markar þetta ár tímamót í viðskiptasögu síðari ára. Ég vona, að jjess verði ávallt minnzt sem árs umbóta og fram- fara í viðskiptamálum íslendinga, bæði af verzl- unarstéttinni og öllum almenningi í landinu. 30 FRJALS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.