Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1960, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.11.1960, Blaðsíða 9
fjölmargra framámanna þjóðarinnar á löggjafar- samkomu hennar. Þeir þingmenn stjórnarandstöð- unnar, sem áður höfðu lýst með sterkustu orðum, hinu algjöra öngþveiti í efnahagsmálunum, vildu nú sannfæra alþjóð um, að lítilla, eða engra að- gjörða væri þörf. Hins vegar hefi ég fyrir satt, að af öllum hagfræðingum landsins, að einum eða í hæsta lagi tveim undanskildum, hafi enginn, hvaða stjórnmálaskóðun sem hann aðhylltist, talið fært eða koma til mála að fara inn á aðrar brautir, en þær sem fólust í þessu efnahagsmála-frumvarpi. Hér skal ekki rætt um einstök atriði þessara laga, sem öllum eru gjörkunn, en þótt sá tími, sem er liðinn síðan lögin tóku gildi, get.i ekki gefið nerna vísbendingu um þær verkanir til heilbrigðis, sem síðar eiga eftir að koma á daginn, vil ég engu að síður drepa á hver árangurinn af framkvæmd efna- hagsmálalöggjafarinnar hefir orðið hina fyrstu sjö mánuði eftir gildistöku hennar. Þó þetta sé alltof stuttur tími til þess að fyllilega hafi getað komið í ljós, hvort efnahagsmálaráðstafanirnar nái tilætl- uðum árangri, rná þó nú þegar sjá þess greinileg merki, að hin nýja stefna hefir valdið algjörum straumhvörfum, og að hún muni á ekki löngum tíma korna þjóðarbúin á réttan kjöl, sé hvergi frá henni kvikað. Þegar hefir náðst mikilvægur árangur í gjald- eyrismálum, og allar horfur eru á, að gjaldeyrisað- staða bankanna muni batna allverulega á þessu ári, sem má marka af því, að gjaldeyrisaðstaða þeirra hefir batnað um 00 millj. krónur til ágúst- loka í ár, samanborið við, að hún versnaði um 220 millj., miðað við núverandi gengi á sama tímabili fyrra árs. Bcr þó þess að gæta, að ýrniss konar mis- brestur varð á aflabrögðum. Karfaveiðar á fjarlæg- um miðum gáfu mjög lélegan árangur, og síldar- vertíð við Norðurland brást, að heita má. Þá varð stórfcllt verðfall á lýsi og mjöli, sem áætlað er að geti samsvarað allt að 7% af útflutningstekjum landsins. Gefur þetta tvennt oss tilefni til að festa oss vel í huga, að aflabrestur og verðfall afurða, er hluti af þeirri rás atburða, sem við fáum ekki við ráðið, og leggur þjóðinni þá skyldu á herðar, að stilla jafnan fjárfestingu og neyzlu svo í hóf, að hún fái komið sér upp varasjóð- um til þess að mæta slíkum skakkaföllum. Þjóð, sem ekki gerir sér þetta Ijóst, á jafnan á hættu, að hennar bíði beiningastafurinn, fyrr en varir. Mundi þá mörgum þykja lítið viðurværi í orðum ýmissa pólitískra seiðmanna. V axtahækkunin Einnig í peningamálum hefir hin nýja stefna þeg- ar borið árangur. Vaxtahækkun sú senr framkvæmd var á árinu og miðaði að því að draga úr verð- bólguverkandi eftirspurn eftir lánsfé, og hvetja til sparifjármyndunar, ásamt nýjum reglum um sam- skipti seðlabankans við viðskiptabanka og spari- sjóði, hafa haft þær verkanir, að útlánaaukning banka og sparisjóða til ágústloka í ár, er 143 millj. krónum minni í ár, en í fyrra, en hlutdeild spari- fjáraukningar í aukningu útlánanna er 44%, á rnóti 34%, á sama tímabili síðasta árs. Sparifjárinnlögin hafa aukizt um 182 millj. króna frá febrúarlokum, en skuldir peningastofnana við seðlabankann hafa í stað þess að aukast um 88 rnillj. kr. til ágústloka í fyrra minnkað um 14 milljónir á sama tímabili í ár. Þá hefir aðstaða ríkissjóðs gagnvart seðlabank- anurn aðeins versnað um 8 milljónir króna til ágúst- loka, á móti 98 milljónum í fyrra, svo góðar horfur eru á, að ríkisbúskapurinn verði hallalaus, og er þá mikilsverðum árangri náð í þá átt að fyrirbyggja þenslu í hagkerfi af hans völdum. Það liggur í augum uppi, að stefna sú sem hér hefir verið upp tekin, hefir ekki verið sársaukalaus fyrir nokkurn landsmanna, enda þótt ráðstafanir væru gerðar til þess að létta undir með þeim, sem sízt máttu við kjaraskerðingu, en eflaust mun að vanda hverri stétt finnast sem sinn hlutur sé fyrir borð borinn. Hins vegar fer það ekki á milli mála, að afturhvarf á þeirri braut sem stefndi að algjörri upplausn og var afleiðing margra ára ofeyðslu og fjárfestingar, sem ekki byggðist að nægu leyti á aukinni sparifjármyndun og jók ekki framleiðslu- afköstin nægilega, hlýtur að láta til sín finna, með- an verið er að fara fyrsta spölinn á hinni nýju braut. Er óþarfi að lýsa þeim margvíslegu vanda- málum, sem þessar róttæku aðgerðir hafa skapað, bæði einstaklingum og fyrirtækjum, en þau eru óumflýjanleg, og þeim verður hver og einn að mæta sem bczt getur, þó að hart þyki. Hver er nú hlutur verzlunar, iðnaðar og ýmis- legs atvinnurekstrar í þessum efnumP Þessar stéttir liafa jafnan lýst sig fúsar til þess að taka á sig, að sinu leyti, þær byrðar sem nauðsynlegar væru til þess að horfið yrði frá kcrfi uppbóta og hafta, og komið á heilbrigðu verðmyndunarkerfi og frjálsum verzlunarháttum. Hljóta þær að fagna þeim ráð- stöfunum sem gerðar hafa verið í þá átt. Munu fáir harma afnám innflutningsskrifstofunnar, sem um nærri þrjá áratugi hefir staðið sem íinynd spilltra verzlunarhátta og kaldrar loppu skriffinnsk- unnar, auk þess sem afnám hennar sparar 3 millj. árlega. Ilins vegar hafa þessar stéttir vissulega ekki farið varhluta af byrðunum sem axla varð til þess að komast mætti úr ófremdarástandinu, og verður því óhikað haldið frarn að gcngið hafi verið nær verzluninni en nokkrum öðrum aðilum í framkvæmd hinna nýju efnahagsmálalaga. FRJÁLS VERZLUN 9

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.