Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1960, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.11.1960, Blaðsíða 29
raun. Ríkisstjórnin í heild mun síðan endanlega staðfesta þessar reglur. Ég liefi hugsað mér, að öll- um samtökum innflytjenda verði gert kunnugt, hverjar þær séu. Það er ennfremur skoðun mín, að sjálf úthlutunin eigi ekki að vera neitt trún- aðarmál eða leyndarmál, heldur eigi hver, sem vill, að geta fengið upplýsingar um það, hvernig leyfum hafi verið skipt hverju sinni, eða a. m. k., að öll samtök innflytjenda eigi að fá upplýsingar um það. Enn er of snemmt að segja til um það í ein- stökum atriðum, hvaða háttur verði á þessu hafður, og mun viðskiptamálaráðuneytið ræða nánar við sarntök innflytjenda, áður en endanlegar ákvarð- anir um tilhögun í þessum efnum verða teknar. Æskilegast hefði verið, að liægt hefði verið að auglýsa glóbalkvóta fyrir síðari 7 mánuði þessa árs þegar 1. júní eða um leið og hinn nýi frílisti tók gildi. Undirbúningur sjálfs frílistans reyndist þó svo vandasamur og tímafrekur, að ekki reyndist unnt að auglýsa glóbal-kvótana samtímis frílist- anum. Þess vegna var ákveðið, þegar hin nýja skipan tók gildi, að gjaldeyrisdeild bankanna skyldi veita leyfi fyrir þeim vörum, sem gefa ætti út glóbal-kvóta um, cins og hún teldi þörf á, þangað til unnt yrði að auglýsa glóbal-kvótana. Þeir voru síðan auglýstir hinn 10. september. Frá þeirri upp- hæð, sem ráð var fyrir gert fyrir tímabilið júní— desember þessa árs, var dregin sú upphæð, sem búið var að veita leyfi fyrir, þegar glóbal-kvótarnir voru auglýstir, og tilkynnt, fyrir hvaða upphæð leyfi mundu verða veitt, það sem eftir er af árinu. Er cinmitt nú verið að vinna að úthlutun þessara leyfa. Því miður hefur ekki enn unnizt tími til þess að setja fastar reglur um þessa leyfisúthlutun. Þeir trúnaðarmenn, sem hana framkvæma, verða að gera það eftir beztu samvizku og á grundvelli þeirrar reynslu, sein þeir hafa þegar öðlazt í starfi sínu, og þeirra gagna, sem fyrir liggja um leyfisúthlutanir á fyrri árum. En það cr ætlunin, eins og ég drap á áðan, að fyrir áramót verði í samráði við samtök innflytjenda samdar reglur, sem farið verður eftir við hinar reglulegu úthlutanir á glóbal-kvótavörum á næsta ári og framvegis. Ég er í engum vafa um, að bæði innflytjendur og allur almenningur muni dæma þetta nýja skipu- lag innflutningsmálanna miklu hagkvæmara en það sem áður var. Það hlýtur að vera að því mikið hagræði, að geta treyst því, að frílistinn sé raun- hæfur, og hægt sé hvenær sem er að fá gjaldeyri fyrir þeim vörum, sem á honum eru. Ilið sazna á við um þær vörur, sem eru á bundna listanum. Og að því hlýtur einnig að vera mikið hagræði og aukið öryggi að vita fyrir fram hversu mikið á að flytja inn árlega af þeim vörum, sem innflutningur er takmarkaður á, hvenær slík innflutningsleyfi verða veitt, og eftir hvaða reglurn þeim verður út- hlutað. Þeir voru býsna margir, sem höfðu litla trú á því, að liægt yrði að komast af án Innflutn- ingsskrifstofunnar eða annarrar hliðstæðrar stofn- unar. Reynslan hefur þó sýnt ótvírætt, að þau störf, sem hún vann, má vinna með miklu ein- faldari og ódýrari hætti með samstarfi embættis- manna bankanna og viðskiptamálaráðuneytisins. Sú fjögurra mánaða reynsla, sem fengin er, sýnir ótví- rætt, hversu mikið það hefur kostað þjóðarbúið undanfarinn áratug að halda við dýru og lamandi haftakerfi, eftir að kringumstæður þær, sem á sín- um tíma gerðu það nauðsynlegt, liöfðu breytzt og voru búnar að gera það ekki aðeins óþarft, heldur jafnvel beinlínis skaðlegt. Austurviðskiptin í þessu sambandi langar mig til að fara fáeinum orðum um viðskiptin við jafnkeypislöndin. Þegar stefnubreytingin í efnahagsmálunum var ákveðin, létu ýmsir í Ijós nokkrar áhyggjur um, að hún myndi verða þess valdandi, að mjög drægi úr inn- flutningi okkar frá jafnkeypislöndum, en þá um leið mundi útflutningsmarkaður okkar þar spillast. Reynslan hefur orðið sú undanfarna mánuði að sjálf stefnubreytingin hefur engin teljandi áhrif haft á viðskiptin við Sovétríkin og Pólland. Hins vegar hefur orðið nokkur samdráttur á viðskiptunum við Austur-Þýzkaland og Tékkóslóvakíu. Við þessu mátti búast, en hins vcgar er hér ekki um að ræða neina gerbreytingu frá því, sem áður var, því að undanfarin ár hefur verið um stöðuga tilhneigingu að ræða í þá átt, að innflutningur frá þessum lönd- um yrði minni en útflutningur þangað, og hafa því viljað safnazt innstæður í þessum löndum. Astæðan fyrir þessu er fyrst og fremst sú, að íslendingar hafa ekki getað fengið frá þessum löndum ýmsar þær vörur, sem þeir hafa vijjað kaupa þaðan, svo FRJÁLS VERZLUN 29

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.