Frjáls verslun - 01.11.1960, Blaðsíða 20
Á myndinni sést miðbœr Akureyrar, hiuti af brekkunni íyrir ofan hann og efri hluti Eyrinnar
Ég mun nú, í stuttu máli, leitast við að gera
atvinnulífinu á Akureyri nokkur skil.
Viðskipti
Tvaupfélag Eyfirðinga var stofnað að Grund
í Eyjafirði árið 188(i og varð með tímanum um-
fangsmesta verzlun bæjarins. Það hefir átt dug-
andi forystumönnum á að skipa. A Akureyri
starírækir félagið margar deildir, sem of langt
yrði upp itð telja, og er aðaleigandinn í atvinnu-
fyrirtækjum, sem ýmist eru hlutafélög eða sam-
eignarfélög.
Bærinn hefir átt mikilhæfa kaupsýslumenn,
en á haftaárunum kreppti svo að mörgum, að
þeir gáfust upp og hættu atvinnurekstri. Síðari
árin hafa nýjar verzlanir tekið til starfa, og er
„Amaróbúðin“ þeirra stærst. Það fvrirtæki er
nú að reisa stórhýsi við Hafnarstræti.
Ekki er minnsti vafi á því, að verzlunin á
mikla framtíð fyrir sér á Akurevri. Bærinn er
samgöngumiðstöð fyrir allt Norðurland, blóm-
legar sveilir í næsta nágrenni, og vaxandi kaup-
tún við fjörðinn, sem að verulegu levti beina
viðskiptum sínum til Akurevrar. Milli kaup-
íelags og kaupmanna hefir verið hörð samkeppni
á Akureyri, og á tímabili leit svo út, að félags-
verzlunin yrði einráð. Nú er hins vegar sýnt,
að bæði verzlunarformin munu þróast hlið við
hlið, ef ríkisvaldið lætur þau njóta jafnréttis.
Allir bankarnir, nema Iðnaðarbankinn, hafa
útibú í bænum. Þar starfa og tveir sparisjóðir,
Sparisjóður Glæsibæjarhrepps, stofnaður árið
1908, og Sparisjóður Akureyrar, stofnaður árið
lúíl'S. Viðskipti við bankaútibúin eru mikil og
vaxandi. Segja má, að öll meiri háttar atvinnu-
fyrirtæki á Norðurlandi eigi þar athvarf, en
utan Akureyrar er Siglufjörður eini staðurinn í
fjórðungnum, sem hefir útibú frá banka.
Samgöngur
Aður fyrr fóru svo til allir vöruflutningar til
og frá bænum um höfnina. Að Torfunesbryggju
leggjast stærstu skip í flota okkar, og munu milli
4 og 5 hundruð stór og lítil skip fara um höfn-
ina árlega. A Tanganum hefir verið komið upp
hafnarmannvirkjum, sein mjög hafa orðið til
þess að bæta aðstöðuna fyrir togaraútgei’ðina.
Innan tíðar þarf að auka viðleguplássið í höfn-
inni og koma þyrfti upp vöruskemmum.
Vöruflutningar landleiðina til Reykjavíkur,
20
FRJÁLS VERZLUN