Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1960, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.11.1960, Blaðsíða 13
Dr. Magnús Z. Sigurðsson: Ný viðhorf í viðskiptamálum Yestur-Evrópu Dr. Magnús Z. Sigurðsson flutti hinn 20. og 27. júlí sl. mjög fróðleg útvarpserindi um hin nýju viðhorf, sem eru að skapast í viðskiptamálum Vestur-Evrópu. Þar sem um mikilvægt mál- efni er að ræða, sem menn þurfa að kynna sér vel, fór Frjáls Verzlun þess á leit við höfundinn að fá að birta erindin. Fyrra erindið birtist í síðasta hefti, en síðara erindið fer hér á eftir. 12. Ráðstafanir á sviði félagsmála Hvað snertir ráðstafanir á sviði félagsmála, er að finna ýmis ákvæði í sexveldasamningnum. Yfir- leitt miða þau að náinni samvinnu aðildarríkjanna í félagsmálum. Tilgangur þeirra ráðstafana er að bæta lífskjör og vinnuskilyrði alls almennings, auka félagslegt öryggi og samræma ýmsar reglur, laga- ákvæði og vinnuskilyrði í hinum einstöku ríkjum. M. a. má nefna, að tryggja skal jafnt kaup fyrir konur og kai-la fyx-ir sams konar störf. Samræming á sviði félagsmála er að sjálfsögðu nauðsynleg, þegar með tilliti til þess að frjálst vei’ð- ur að flytja vinnuafl og önnur fi’amleiðsluöfl rnilli þátttökuríkjanna. 13. Evrópskur félagsmálasjóður Til að auðvelda flutning á vinnuafli milli fram- leiðslugi’eina og milli staða innan Sameiginlega markaðsins, stofnuðu sexveldin sérstakan sjóð und- ir nafninu Evrópskur félagsmiilasjóður. Úr þessum sjóði verða veittir styrkir, er nema .50% af kostnaði við að búa vinnuafli atvinnuskilyrði í nýjum greinum og við flutning á milli staða og stofnun nýrra heimila, eða vegna vinnutaps, sem verk- takar verða fyrir, vegna bráðabirgða eða endan- legra breytinga á framleiðslu fyrirtækja, er þeir vinna við, sé þessi breyting afleiðing af stofnun Sameiginlega markaðsins. Slík aðstoð sjóðsins er að sjálfsögðu bundin ýmsurn skilyrðum. Uj. Evrópskur fjárfestingarbanki Þá stofnuðu sexveldin með sér sérstakan banka, til þess að stuðla að eðlilegri þróun Sameiginlega markaðsins. Banki þessi heitir Evrópski fjárfest- ingarbankinn. Hlutvei’k þessa banka er fyrst og fremst að styrkja með lánum og ábyrgðum, í hvaða atvinnugi’ein sem er, ýmsar framkvæindir á mark- aðssvæðinu. Evrópski fjárfestingai’bankinn hefur þegar veitt nokkur lán, er nema tugum milljóna dollara, nx. a. til framkvæmda í Suður-Ítalíu. Bankinn hefur mik- ið fjármagn til umráða. Þegar allt stofnfé hans hefur verið innborgað, mun þessi banki verða ein af fiársterkustu lánastofnunum heimsins, enda eru verkefnin rnörg og fjárþörf til ýmissa nauðsynlegra framkvæmda mikil. IV. Skipulag Stofnanir þær, sem hafa með höndum fram- kvæmd sexveldasamningsins og stjórn Sameiginlega markaðsins, eru fjórar: þingið ráðið fi-amkvæmdanefndin og dómstóllinn. Auk þess eru að sjálfsögðu ýmsar stofnanir til ráðu- neytis, svo sem Efnahags- og félagsmálanefndin, sem sexveldasamningurinn mælir sérstaklega fyrir urn. Aðsetur þessai-a stofnana er Brússel í Belgíu. — Alls munu vinna þar hjá þessum stofnunum um 1500 fastir starfsmenn. 7. Þingið Til jnngsins kjósa löggjafai’þing aðildax’ríkjanna fulltrúa úr sínum hópi. Heildartala þingmanna er 142. — Þingið kemur saman í’eglulega í október ár hvert. Það fjallar m. a. uni ársskýrslu franx- kvæmdanefndarinnar, um fjárlagafrumvarp sam- takanna, sem ráðið leggur fram, svo og um þær tillögur til laga og ályktana, sem fiamkvæmda- nefndin eða ráðið bera fram. 2. Ráðið Ráðið er þannig skipað, að hver ríkisstjórn sex- veldanna útnefnir einn af ráðherrum sínum. Hér er því um ráðherra-ráð að ræða. Þetta ráð er valda- mesta stofnun Sameiginlega markaðsins. Það á m. FHJÁLS VERZLTJN 13

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.