Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1960, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.11.1960, Blaðsíða 19
Jónas G. Rafnar, alþm.: Akureyri Eyjafjörður skerst inn í mitt Norðurland og er einhver lengsti fjörður landsins. Beggja vegna eru há fjöll, en undirlendi gott inn af Dalvík- inni, Hörgárósum og fjarðarbotninum. Innsti hlnti fjarðarins, krikinn, sem Oddeyrin myndar, nefnist „Pollurinn“, og við hann stendur Akur- eyri, höfuðstaður Norðurlands. Akureyrar mun fyrst vera getið sem verzl- unarstaðar seint á 16. öld, en fram að þeirn tíma höfðu Eyfirðingar sótt verzlun að Gásum, skammt sunnan ósa Hörgárinnar. Enn í dag sjást þar greinilegar búðatóftir. Margir staðir, sem nú eru smákauptún, koinu fyrr á tímum meir við verzlunarsöguna en Akureyri. Frá Ak- ureyri var fremur lítill útflutningur sjávaraf- urða, lýsis og skreiðar, en sú vara var mest eftir- sótt af kaupmönnum. Gæti það verið skýringin á því, hversu hljótt er um Akureyri, þar til kemur fram á lí). öldina. Með vexti íslenzkrar verzlunar og athafnalífs, í byrjun yfirstandandi aldar, hefst gengi Akur- eyrar. Þá kom í ljós, að bærinn hafði margt umfram önnur sjávarpláss. Höfnin ein sú bezta á öllu landinu og samgöngur sæmilega greiðar við fjölmennustu byggðir norðanlands. Frá Ak- ureyri er langt að sækja á aflasæl fiskimið, en á árunum fyrir og eftir aldamótin óð síldin um allan Eyjafjörð. Um síldargengdina má nefna sem dæmi, að árið 1901 öfluðust á einni viku, innst á Eyjafirði og Akureyrarpolli, 13 þúsund tunnur síldar. Fyrstu tíu mánuði næsta árs voru fluttar út frá Akureyri liðugar 37 þúsund tunnur saltsíldar. Þegar þetta gerðist var öll veiðitækni skammt á veg komin. Að sjálfsögðu hleyptu síldveiðarnar miklu fjöri í bæjarlífið, og Norð- menn komu upp síldarbræðslu í Krossanesi, rétt utan við Akureyri. Skönnnu eftir aldamótin voru verzlanir í bænum orðnar yfir tuttugu, og lang- flestar þeirra innlendar. Dugandi iðnaðarmenn tóku til starfa, og hefir sú stétt síðan látið mikið að sér kveða í bænum. Arið 1902 var skólahaldi hætt að Möðruvöllum í Hörgárdal, er skólahúsið þar brann til kaldra kola, og kennsla tekin upp á Akureyri. Undir leiðsögn Stefáns Stefánssonar og Sigurðar Guðmunds- sonar, skólameistara, hefir Akureyri komizt næst því allra íslenzkra kaupstaða að geta nefnzt „skólabær“. Meiri trjágróöur er á Akureyri en víóast hvar annars staðar á landinu. Myndin er tekin í Gróðrarstöðinni FRJÁLS VERZLUN 19

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.