Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1960, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.11.1960, Blaðsíða 18
meiri verzlun við Sameiginlega markaðinn heldur en nemur utanríkisverzlun aðildarríkja Fríverzl- unarsvæðisins sín á milli.l) Formælendur beggja markaðssvæðanna hafa oft- sinnis lýst nauðsyn þess að tryggja náin efnahags- leg samskipti milli Sameiginlega markaðsins og Frí- verzlunarsvæðisins og að koma þannig í veg fyrir að Vestur-Evrópa klofni í tvær viðskiptaheildir. Æskilegasta lausnin, viðskiptalega og stjórnmála- lega, væri að sjálfsögðu sú, að Vestur-Evrópulöndin mynduðu eina viðskiptaheild og yrðu þannig öll aðilar að eimim sameiginlegum marlcaði. En áður en því marki er náð, verður að yfirvinna margs konar erfiðleika og samræma mörg ólík sjónarmið hinna ýmsu landa. Vonir margra standa til þess, að Efnahagssam- vinnustofnun Evrópu í breyttu formi, og með að- stoð Bandaríkjanna og Kanada, muni takast að finna leiðir til að tryggja náin samskipti Sameigin- lega markaðsins og Fríverzlunarsvæðisins og jafn- framt að tcngja þau Vestur-Evrópulönd, sem standa 1) EFTA Europaische Freiliandels Assoziation, bls. 6. utan við bæði svæðin, á viðunandi hátt við þessar markaðsheildir. Sérstök nefnd starfar nú að þessum málurn innan Efnahagsssamvinnustofnunarinnard) A hvorugt þessara markaðssvæða ber að líta sem tilraun til að mynda einangraðar viðskiptaheildir, sem ætli sér að leitast við að verða sjálfum sér nógar og útiloka viðskipti við umheiminn. Slikt væri í fullkominni andstöðu við heildarstefnu þcss- ara ríkja í efnahagsmálum og stjórnmálum. Hér er um það að ræða að skapa stœrri markaði og sprengja af sér tolla og önnur höft, sem koma í veg fyrir eðlilega framþróun efnahagslífsins. Hin nýju viðhorf, sem eru að skapast í við- skiptamálum Vestur-Evrópu með stofnun Sameig- inlega markaðsins og Fríverzlunarsvæðisins, hafa undanfarið verið efst á baugi í efnahagsmálum hlut- aðeigandi landa, og svo mun einnig verða á næst- unni. Hér er um að ræða ráðstafanir, sem snerta ekki aðeins aðildarríkin sjálf, heldur haja djúp- tœka þýðingu fyrir heimsviðskiptin yfirleitt. 1) Europiiische Wirtschaft, 11, 15. C. 1860, bls. 235. Verzlun Geirs Zoega varð 80 dra 25. sept. sl. Geir Zoega var meðal helztu athafnamanna í Reykjavík á seinni áratugum 19. aldar og einkum kunnur fyrir kútteraútgerð sína. Þegar hann átti þá flesta, töldust í flota hans 10 skip. Það var þó ekki fyrr en nokkru eftir að hann gerðist útgerðar- maður, sem hann stofnaði verzlun sína á Vestur- götunni. Þá voru það enn danskir kaupmenn, sem höfðu verzlunina hér í bænum í sínum höndum. Geir Zoega fékk verzlunarleyfi, sem dagsett er 25. sept. 1880. Hann hafði áður hafið verzlun, en af- mælið er miðað við útgáfudag verzlunarlejdisins. Geir Zoega rak verzlun með alls konar nýlendu- vörur, álnavöru og útgerðarvörur. Gömlu húsin við Vesturgötu, t. d. veitingahúsið Naust, var vöru- skemma og fiskhús. Sjómannskonur í Vesturbæn- um önnuðust sjálfar þvott á fiski bænda sinna, þurrkuðu hann heima við og komu svo með hann til Geirs, sem á haustin átti full hús af hinum bezta saltfiski, sem völ var á. Geir átti einnig skipti við bændur í nærsveitum austanfjalls. Fulltíða bæjarbúar, einkum Vesturbæingar, munu enn minnast hinnar gömlu innréttingar í Geirsbúð. Hún var tekin niður fyrir þremur árum, er búðin var færð í nýtízkulegt horf. Sigurjón Jónsson, sem látinn er fyrir nokkrum árum, var verzlunarstjóri Geirsbúðar frá því að Geir Zoega útgerðarmaður hætti árið 1906 og til dánardægurs. Gísli Gíslason verzlunarmaður var í búðinni í yfir 50 ár. Hann er enn á lífi. Fyrsta bárujárnið, sem flutt var til landsins keypti Geir Zoega. Var Sjóbúð, sem nú er komin upp að Arbæ, fyrsta húsið, sem klætt var báru- járni hér á landi. En síðan varð það mjög út- breitt eins og kunnugt er. í þá daga stóð verzlun Geirs Zoega alveg frammi á malarkambi og við núverandi austurgafl verzlun- arinnar lá Geirsbryggja í sjó fram. t miklu ofviðri 1906 brotnuðu rúður í kjallara Geirsbúðar vegna sjógangs. Eigendur Geirsbúðar eru nú fjögur börn Geirs, en verzlunarstjóri er Arni Guðjónsson. Hann lét fyrir nokkrum árum gerbreyta innréttingu búðar- innar, eins og áður er sagt, en þar eru nú á boð- stólum alls konar matvara og búsáhöld. 18 FRJÁLS VERZLTJN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.