Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1960, Blaðsíða 33

Frjáls verslun - 01.11.1960, Blaðsíða 33
Verðlagsmól Aðalfundur V. í. 1960 skorar á ríkisstjórnina að hlutast til um, að verðlagsákvæði verði afnumin, enda liefur reynslan sýnt, að frjáls samkeppni og nægilegt vöruframboð tryggir almenningi hagstæð- ust verzlunarkjör. Utanríkisviðskipti Aðalfundur V. í. 1960 fagnar auknu frjálsræði í innflutningsverzluninni og beinir því til ríkis- stjórnarinnar, að hún lialdi þeirri stefnu áfram, þar til allur inn- og útflutningur er orðinn frjáls, m. a. með því að beita sér fyrir samræmingu á vöruverði í viðskiptum við jafnkeypislöndin við það, sem ríkir á frjálsum heimsmarkaði. Seðlabanki Aðalfundur V. í. 1960 beinir þeim tilmælum til ríkisstjórnarinnar, að hún beiti sér fyrir setningu nýrra laga á þessu þingi um seðlabanka, sem marki skýrt verkefni hans og verksvið og tryggi, að hann verði sem sjálfstæðastur. Markmið seðlabankans verði að vernda verð- gildi íslenzku krónunnar, stuðla að jafnvægi á láns- fjármarkaðinum, frjálsum gjaldeyrisviðskiptum við útlönd og nægilegri atvinnu í landinu. í verkahring seðlabankans falli eingöngu við- skipti við peningastofnanir og ríkissjóð. Hann ann- ist seðlaútgáfu, yfirstjórn og eftirlit gjaldeyrismála, skráningu á gengi erlends gjaldeyris og ákveði for- vexti á endurkeyptum víxlum og reglur um hand- bært fé viðskiptabankanna. Kaupþing Aðalfundur V. í. 1960 ítrekar áskorun sína til ríkisstjórnarinnar um, að hún hlutist til urn að stofnað verði með lögum verðbréfakaup])ing, þar sem frjáls viðskipti með vaxtabréf og hlutabréf fari fram á uppboði. Fundurinn álítur, að á þann hátt muni skapast möguleikar á aukinni lánsfjármyndun til langs tíma og meiri eignaraðild almennings í atvinnufyrirtækj- um þjóðarinnar. Opinber fyrirtæki Aðalfundur V. í. 1960 skorar á ríkisstjórnina og bæjar- og sveitarstjórnir landsins að leggja niður eða breyta í almenningshlutafélög þeim fyrirtækj- um, scm nú eru rekin í beinni samkeppni við einka- reksturinn í landinu, enda aðeins á þann hátt liægt að skapa slíkum atvinnurekstri samkeppnisaðstöðu á jafnréttisgrundvelli. í þessu sambandi má benda á, að nú þrífast slík fyrirtæki í skjóli forréttinda um skatt- og útsvarsgreiðslur, lántökur o. fl. —■ Það sem hér er lagt til, er í samræmi við þá þróun, sem nú á sér stað í nágrannalöndunum. Einkasölur ríkisins Aðalfundur V. í. 1960 skorar á ríkisstjórnina að nema úr gildi lög um ríkiseinkasölur, sem ekki starfa lengur, og að leggja niður starfandi ríkis- einkasölur, sem verzla með vörur svo sem viðtæki, tóbaksvörur, eldspýtur, bökunardropa, hárvötn, ilmvötn o. fl., enda er ríkinu auðvelt að tryggja sér jafnháar tekjur af þessum vörum, þótt ekki sé um einkasölur að ræða. Slíkt frelsi í viðskiptum mvndi leiða til meira vöruvals og lægra vöruverðs, því reynslan hefur sýnt á ótvíræðan hátt, að rekstur einkafyrirtækja í frjálsri samkeppni er almenningi hagstæðari en opinber rekstur. Einokun Aðalfundur Verzlunarráðs íslands 1960 felur stjórn ráðsins að láta rannsaka fyrir næsta aðal- fund einokunarlöggjöf annarra vestrænna landa með það fyrir augum, að slík löggjöf, sem samrýmist íslenzkum aðstæðum, verði lögfest af Alþingi ís- lendinga til að tryggja frjálst framtak og sporna gegn hringamyndun og einokun. V erzlunarbanki Aðalfundur Verzlunarráðs íslands 1960 fagnar setningu laga um Verzlunarbanka íslands h. f. og þakkar Alþingi og ríkisstjórn skilning þann, sem fram kom á hagsmunamálum verzlunarstéttarinnar með samþykkt laganna. Jafnframt skorar fundurinn á kaupsýslumenn og stuðningsmenn frjálsrar verzlunar að vinna ötul- lega að eflingu bankans, þegar hann tekur til starfa, svo hann megi sem bezt þjóna hlutverki sínu. T ollvörugeymslur Aðalfundur V. í. fagnar því, að sett liafa verið lög um tollvörugeymslur, og skorar á stjórn ráðsins að vinna að þvi, að tollvörugeymslum verði komið upp eins fljótt og unnt er. Skattamól Aðalfundur V. í. 1960, telur brýna nauðsyn bera til, að eftirtaldar brcytingar verði gerðar á lögum og reglum urn skatt- og útsvaisgreiðslur fyrirtækja, svo að fjármagnsmyndun geti átt sér stað til efl- ingar atvinnulífsins í landinu: 1. Að öllum atvinnufyrirtækjum, sem hliðstæðan rekstur hafa með höndum, einkafyrirtækjum, sam- vinnufyrirtækjum og fyrirtækjum ríkis og bæjar- félaga, sé gert að greiða skatta og útsvör eftir sömu reglum, þannig að þau starfi við jöfn skilyrði. 2. Að útsvör á veltu verði afnumin, svo og að tekjuskattur og tekjuútsvar, samanlagt, fari aldrei fram úr helmingi skattskyldra tekna. 3. Að heimild félaga til frádráttar á arði af inn- borguðu hlutafé eða stofnfé verði hækkuð. FUJÁLS VBRZLUN 33

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.