Frjáls verslun - 01.11.1960, Blaðsíða 4
væri að láta þau standa slík sem þau væru
nú, á landi. — En byrðingur var settur á
Magna og honum lokið til sinna nota. Fyrsta
verkefni íslenzkrar stálskipasmíði var leyst. —
Það er annars sannreynt, að dráttarbátar eru
meðal erfiðari verkefna í stálskipasmíði, og hefði
því raunverulega verið auðveldara að hefja smíði
ú stálskipum með því að smíða t. d. 500 brúttó-
lesta flutningaskip. — En þetta verkefni bauðst
og það var leyst sem prófraun á íslenzka iðn-
aðarmenn í smíði stálskipa.
Næsta verkefnið var björgunar- og varðskipið
Albert. Var bolur þess smíðaður af Stálsmiðjunni
hf., en Landssmiðjan lauk að öðru leyti smíði
skipsins. — Síðan smíði þessa skips lauk, og fram
til þess dags, hefir verið hlé á smíði stálskipa
hér á landi. Á sama tíma hefir hins vegar verið
byggður mikill fjöldi stálskipa erlendis fyrir ís-
lenzka kaupendur, einkanlega fiskiskip.
Fer hér á eftir tafla yfir smíði skipa erlendis
fyrir íslendinga árin 1958, 1959 og 1960:
Smíði stólskipa og tréskipa íyrir íslendinga
erlendis órin 1958, 1959 og 1960
1958 Samtals
Fjöldi rúml. hrútió
Farmskip 1 2339 rúml.
Togarar 2 1491 —
Onnur fiskiskip 8 stálskip 1824 —
9 trcskip 629 —
17 2453 rúml.
1959
Farmskip 4 3153 rúml.
Togarar 0
Onnur fiskiskip 15 stálskip 2500 —
15 trcskip 1092 —
30 3592 rúml.
Fram lil 1. sept. 1960
Farmskip 0
Togarar 4 3498 rúml.
Onnur fiskiskip 17 stálskip 2459 —
8 tréskip 673 —
25 3132 rúml.
Skip í smíðum erlendis 1. september 1960
Farmskip 3 4850 rúml.
Togarar 2 2000 —
Onnur fiskiskip 20 stálskip 2405 —
5 tréskip 390 —
25 2795 rúml.
llafnsögubátur 1 75 rúml.
Þetta er mikil aukning skþjastólsins, því að
miklu fleiri og stærri skip hafa verið byggð en
reikna mú með að hafi gengið úr sér á sama
tíma. Þó liafði verið nokkurt hlé á endurnýjun
togaraflotans á undanförnum árum, þannig að
á þeirri gerð skipa mun ekki vera um verulega
aukningu fram yfir endurnýjun að ræða. Sízt
ber að lasta aukningu skipastólsins, ef sú aukn-
ing hefir í för með sér aukna afkastagetu, enda
sé ekki samtímis lagt óeðlilegum fjölda af not-
hæfum og jafnvel góðum eldri skipum, vegna
vöntunar ú sjómönnum.
Það hefir oftsinnis borið við í okkar þjóðfé-
lagi, að endurnýjun skipastólsins hefir verið
nokkuð tilviljanakennd, og oft lieíir mikill fjöldi
skipa verið byggður á fáum árum, en síðan langt
hlé á milli. Þessi tilhögun er að mínum dómi
alröng, og þarf nauðsynlega að breytast. Eðlileg
þróun þessara mála er, að byggð séu að stað-
aldri á hverju ári hæfilega mörg skip af hverri
gerð og stærð, að nægi til endurnýjunar flotans
og aukningar eftir því sem telja verður heppi-
legt og eðlilegt hverju sinni. Þegar ákveðið er
skyndilega að byggja t. d. 80 eða 100 fiskiskip
á einu ári, þá er þess ekki að vænta að íslenzkar
skipasmíðastöðvar geti nokkurn tírna annað
þeirri skyndilegu eftirspurn, enda geta þær þá
átt á hættu að vera verkefnalausar eða verk-
efnalitlar næstu ár á eftir. Enginn iðnaður getur
þróazt eðlilega, nema hann liafi nokkurn veginn
jafnan verkefnafjölda, þannig að fastir starfs-
menn séu að staðaldri öruggir inn vinnu allt
árið.
Þessi skyndilega skipasmíðaalda okkar hjá
erlendum skipasmíðastöðvum hefir þegar valdið
okkur verulegum óhag. Til að geta fengið öll
þessi skip smíðuð á stuttum tíma, leituðu menn
til skipasmíðastöðva erlendis, sem ekki höfðu
neina verulega reynslu í smíði stálskipa, þar eð
aðeins var hægt að koma nokkrum hluta þessara
4
FRJÁLS VERZLUN