Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1960, Blaðsíða 7

Frjáls verslun - 01.11.1960, Blaðsíða 7
viðgerða á skipum. — Ég vil því ræða lítið eitt nánar um smíði bolsins. Fyrst skal það tekið fram, að til að smíða stálskip upp að 250 brúttórúmlestum þarf mun veigaminni tæki, en til smíði stærri skipa. Bönd- in má beygja köld, og með tilkomu rafsuðunnar er hægt að haga þannig plötum, að tiltölulega fáar plötur þurfi að vera tvíbognar. Til smíði bolsins myndi á mörgum stöðum hér á landi henta bezt samvinna tréskipasmíðastöðvar og vélsmiðju staðarins. — Línuteikning og uppmæl- ing fyrir bandaloft fylgir teikningum skipsins. Tréskipasmiðirnir eru vanir að teikna böndin í fullri stærð á gólfi. Böndin, sem eru stálvinklar, má beygja köld með tiltölulega einfaldri beygivél, sem vélsmiðjurnar geta smíðað sjálfar, eða eiga jafnvel sumar þegar til. Böndin eru borin jafn- óðum við bandateikninguna á gólfinu. Aftur- steí'ni og framstefni eru rafsoðin saman, og síð- an sett á kjölinn, bönd reist, og efsta plöturöð sett upp. Að þessu loknu taka tréskipasmiðir mót af plöturöðunum á staðnum, eins og gert er þegar stunginn er út planki á tréskipi, og þeir smíða úr tré mót af plöturöndunum. Eftir þessu móti brenna járnsmiðirnir til plötu fyrir plötu og rafsjóða við böndin, eftir að platan hefir verið völsuð til. — Þetta kann að þykja flókið, þeim sem ekki þekkja til, en ég veit að iðnaðarmönn- um, sem fengizt hafa við viðgerðir stálskipa, svo og tréskipasmiðum skilst, að þetta — hér á landi lítt þekkta — þrep yfir í smíði stál- skipa, er ekki eins erfitt að stíga og virzt hefir til þessa. T’að er að sjálfsögðu rétt, að enn höfum við ekki nægan fjölda þeirra iðnaðarmanna, sem þarf til að smíða verulegan fjölda stálfiskiskipa, en hins vegar er ekki vafi á því, að með því að hefja smíði slíkra skipa í smáum stíl fyrst, þá mun þessi grein iðnaðar, sem er brýn nauðsyn fyrir siglinga- og fiskveiðiþjóð, þróast fyrr en varir. Undanfarið hefir oft verið rætt um nauðsyn á uppbyggingu stóriðnaðar í landinu. Ekki ber að efa, að slík stóriðja gæti treyst mjög fjár- hagsgrundvöll íslenzku þjóðarinnar. En á sama tíma streyma til landsins mörg gla^sileg fiski- skip, keypt hingað af erlendum iðnaði, sem við með tiltölulega litlum tilkostnaði gætum flutt inn í landið að nokkru leyti. Sparaður erlendur gjaldeyrir vegna innlends iðnaðar hlýt.ur að vera jafngóður og aflaður gjaldeyrir. Sagt er að við þurfum ný atvinnufyrirtæki, sem skapað geta vinnu og gjaldeyri. Stálskipasmíðin getur þann- ig skapað bæði vinnu og gjaldeyri, og hægt er að hafa þann iðnað staðsettan víða um land, til atvinnuöryggis í hafnarbæjum, ekkert síður ut- an Reykjavíkur og nágrennis. Eg tel hins vegar að vinna beri að þróun þesSarar iðngreinar markvisst, en án stórra stökkbreytinga. Við höf- um þegar í landinu kunnáttumenn í öllum þeim greinum, sem þörf er á til að byggja upp stál- skipasmíðaiðnað (fiskiskijja), allt frá því fyrstu teikningar eru gerðar, þar til skipið er tilbúið til veiða. Okkur er því ekki þörf erlendrar tækni- aðstoðar á þessum vettvangi, ef aðeins stuðlað er skipulega að framþróun málanna. Þótt sjálf- sagt sé að taka vel hverjum þeim erlendum stálskipaiðnaðannanni, sem hér vill setjast að, þá tel ég þannig rétt að byggja stálskipaiðnað hér á íslenzkri reynslu, þannig að um eðlilegan vöxt og þróun verði að ræða út frá þeim grund- velli, sem annar íslenzkur iðnaður hefir þegar lagt og nú stendur hér föstum fótum. Eftirlit með smíði slíkra stálskipa myndi hérlendis verða í höndum Skipaskoðunar ríkisins, eins og nú er um smíði tréskipa. Hefir skipaskoðunin þegar eignazt röntgenrannsóknartæki, sem fær eru um að taka myndir gegnum stál, svo að rannsaka má gæði rafsuðu í skipum og gufukötlum. Tæki þessi voru fyrst notuð við varðskipið Albert. en síðan hafa verið lítil verkefni fyrir þau, nema helzt við brúasmíði. Stálskipasmíðaiðnaður á Islandi verður að teljast á frumstigi enn þann dag í dag. Eg hefi hér að framan reynt að benda á, hversu mjög þessi iðngrein hefir dregizt aftur úr öðrum iðn- greinum lijá okkur, einhverra orsaka vegna. Við höfum færa iðnaðarmenn, vana vélvæðingu. Við höfum reyndar ekki stálið í landinu, en við höf- um vatnsaflsraforkuna, sem er eitt frumskilyrði alls iðnaðar, ekki sízt stáliðnaðar nú með auk- inni rafsuðu. Takist okkur að ná fjárhagslegu jafnvægi í framtíðinni með raunhæfri gengis- skráningu, og hakla því jafnvægi, þá sé ég ekki betur en okkur sé fært að smíða hér á landi stálfiskiskip til eigin nota, á samkeppnisfæru verði og að gæðum ekki í neinu síðri þeim, sem nú eru keypt erlendis fyrir dýran erlendan gjald- eyri; mynda þannig fjármuni með eigin höndum með aukinni iðnvæðingu, í stað þess að standa FR.7ÁLS VERZLTJN 7

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.