Frjáls verslun - 01.04.1963, Qupperneq 2
Gísli B. Björnsson, teiknari:
AUGLÝSINGAR
HÉR OG ERLENDIS
Auglýsingin er eitt af fyrirbærum þessarar ald-
ar. Vaxandi vald hennar og svið verkar á allt líf
okkar og mótar líf heilla þjóða. Framhjá krafti
auglýsingarinnar verður ekki lengur komizt. Styrk-
ur hennar vex ekki aðeins vegna aukins fjármagns,
sem til auglýsingastarfsemi er varið, heldur vegna
þess að hún hefur lært mál síns tíma, lært að not-
færa tæknina sér til framdráttar.
Auglýsingar eru ævafornar: þær tíðkuðust löngu
fyrir Kristsburð og þeirra sér víða stað hjá Róm-
verjum — kaupmenn allra tíma hafa jafnan beitt
auglýsingum til að vekja eftirtekt á vörum sínum,
en er prentlistin kom til sögunnar, fer þýðing þeirra
að aukast. Illutir, skreyttir til fræðslu og upplýs-
inga í fjöldaupplögum, eiga sér jafnlanga sögu og
prentlistin. Prentuð firma- og bókamerki eru til
síðan á 16. öld. Þegar á 18. öld var farið að búa
ýmsar vörur, svo sem tóbak og te, í sérstakar um-
búðir, skreyttar með skrift og formum. Ekki verð-
ur þó talað um auglýsingagerð sem sjálfstæða list-
grein fyrr en seint á 19. öld, og það er hið stein-
prentaða auglýsingaspjald (plakat) sem verður þar
brautryðjandi. Listamenn eins og Jules Chéret
(1836—1932) og Toulouse Lautrec (1864—1901)
teljast upphafsmenn þess með stórum litglöðum
plakötum sínum fyrir þekkt.a skemmtistaði í París.
Það var Henry van de Velde, einn áhrifamesti lista-
maður um aldamótin, sem fékk fyrstur árið 1898
það verkefni frá iðnfyrirtæki einu, að sjá um graf-
ískan frágang allra auglýsinga á matvörutegund
einni. Arið 1899 gerði arkitektinn og teiknarinn
Peter Behrens hið fræga merki Insel bókaútgáf-
unnar, sem enn er notað, og 1907 fékk hann það
verkefni frá A.E.G. í Berlín að sjá um formgjöf og
auglýsingar fyrirtækisins. Það sem Van de Velde
og Behrens gerðu, var undanfari þess, að brátt
varð til sjálfstæð stétt listamanna, „hagnýtra teikn-
ara“, og þar með má segja að hin eiginlega auglýs-
ingagerð hefjist. List- og vörusýningar veittu aug-
lýsingateiknurum strax mikil verkefni — ekki að-
eins í því að koma sýningum fyrir, heldur og að
auglýsa þær. Það eru fá listasöfnin í hciminum, sem
ekki leggja á það mikla áherzlu, að eignast þessi
plaköt og aðrar auglýsingar síðari tíma. Listiðn-
aðarsafnið í Ziirich mun eiga eitt stærsta safnið,
með um 50 þúsund plakötum.
Það á ekki að skipta listamanninn neinu máli
hvert eðli verkefnisins er, sem hann vinnur að —
hvort hann á að auglýsa grænsápu eða listsýningu.
Hlutverk hans er að gera öllu sem bezt skil, og hafa
slíkar Iausnir öðlazt söfnunargildi og komizt í hátt
verð.
Illutverk auglýsingafagmannsins í nútímaþjóð-
félagi er ekki aðeins að fylgjast með tízku og fram-
förum, heldur á hann að taka þátt í mótun tíðar-
andans alveg eins og arkitektinn og formteiknarinn.
Hann má aldrei hætta tilraunastarfseminni, því það
er erfitt að gera góða auglýsingu, en góð auglýsing
er sú, sem felur í sér eitthvað nýtt, eitthvað sem
ekki hefur verið gert áður.
Áður en byrjað er á framleiðslu og auglýsingu á
vörutegund ,verður að gera sér grein fyrir ýmsum
atriðum: hvers þarfnast neytandinn raunverulega,
hvernig á sú vara, er hann þarfnast, að vera gcrð,
livert er bezta útlit hennar, hvað á að gera til þess
að neytandinn fái sem fljótast vitneskju um til-
Merki Insel bókaútgáfunnar
FKJÁLS VERZLUN