Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1963, Qupperneq 5

Frjáls verslun - 01.04.1963, Qupperneq 5
gerist sömu hlutir á sviði auglýsinga sem í háþró- uðum iðnaðarlöndum Evrópu og Ameríku. Þróun auglýsingagerðar er hér enn á byrjunarstigi. Allt tekur sinn tíma. Hér hefur þessi þróun þó tekið geysistökk á síðustu árum. Hver þjóð verður að eignast sinn eigin stíl, þar sem byggt er á hefð og miðað við þær aðstæður sem þjóðfélagið býr við. Við getum ekki byggt á niðurstöðum evrópskra og bandarískra fagmanna sem staðreyndum, sem gildir fyrir hinn íslenzka markað. Ahrifa beggja þessara markaða, Evrópu og Bandaríkjanna, gætir hér og blandast í mikinn hrærigraut. Framleiðendur og neytendur hér hafa ekki öðl- ast þann almenna skilning á gæðamati auglýsinga, sem ríkir í löndum þessum. Mikil nauðsyn er á því, að hér fari fram ýtarleg markaðskönnun, svo hægt sé að byggja auglýsingastarfsemi okkar á einhverj- um grunni, og væri það verðugt verkefni verzlunar- og iðnaðarsamtakanna að skipuleggja þá könnun. í flestum löndum Evrópu og Ameríku eru starf- andi stór auglýsingafyrirtæki, sem hver um sig hafa í sinni þjónustu fjölda sérhæfðra manna, t. d. hefur Unilever-auglýsingafyrirtækið LINTAS í Hamborg milli fjögur og fimm hundruð manns í þjónustu sinni. Sérhæfing á sviði auglýsinga er orðin mikil og stefnir til enn meiri sérhæfingar. Svo mikil er þessi sérhæfing orðin, að ástæða hefur þótt til að setja saman skýringarlista fyrir þá, sem ekki þekkja eins til, og eru þar taldir á milli þrjátíu og fjörutíu fagaðilar. Auglýsingafyrirtæki þessi standa á milli framleiðandans og kaupandans, þau hafa sína eigin markaðskönnun, þar sem óskir neytandans eru kannaðar og þær niðurstöður látnar framleiðend- um í té. Þau segja til um það útlit á auglýsingum og umbúðum, sem markaðnum hæfir og vinna síð- an eftir þeim niðurstöðum. Eitt atriði, sem svona fyrirtæki vinna að og er um leið mikið atriði í allri auglýsingagerð, er að kynna sér og bera saman söluaðferðir hinna ýmsu fyrirtækja, sem keppa um markaðinn. Yfirleitt er um fjölda fyrirtækja í hverri vörutegund að ræða, jafnvel tugi, svo mikilvægt er að vita hvað hefur selt vöruna, og er það margt sem máli skiptir. Tölur um fjölda framleiðslumerkja í V.-Þýzkalandi sýna m. a. þessa skiptingu: Sjónvarpstegundir 64 Hjólbarðar 24 ísskápar 37 Smjör 90 Hæsta prósenttala eins merkis af heildarsölu vörutegundar var í sölu hjólbarða; fyrsta fyrir- tækið er með 35,4% af sölu, annað 27,4% og þriðja 9%, svo að ekki verður mikið til skiptanna fyrir hin fyrirtækin 21 að tölu, eða tæp 30%. Sjá má af þessu, að margir eru um kálið, og nauðsynlegt hverju því fyrirtæki, sem auka vill hlutdeild sína, að halda vel á sínu. Hlutverk auglýsingafyrirtækis er ekki að sanna hvaða vörutegund sé bezt, heldur að halda fram beztu eiginleikum þeirrar vörutegundar, sem þeim er falið að vinna fyrir. En framleiðandinn fær samt allar niðurstöður, sem verða af almennum markaðskönnunum, og eiga þær að auðvelda honum að framleiða betri vöru. í þessum stóru auglýsinga- fyrirtækjum en teiknarinn í flestum tilfellum orðinn hjól í stórri vél, í stað þess að hér er það verk teiknarans og framleiðandans í sameiningu að leysa öll vandamál auglýsinganna. í Bandaríkjunum er það orðið svo, að teiknarar eiga erfitt með að halda velli sem sjálfstæðir aðilar. Meginhluti teiknara er fastráðinn hjá stórum aug- 2eit gewinnen Vereinfachen sparen durch eine Femsprech- Nebenstellen- anlage' der Deutschen Bundespost Wencíen Sie sich bitte an dén Beratungs- dienst Ihres zustándigen Fernmelde* amts FRJÁLS verzlun 5

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.