Frjáls verslun - 01.04.1963, Qupperneq 11
nú hefir verið byggt. Þau mynda stórt U og af-
marka á þrjá vegu útisvæðið, en á fjórða veginn
meðfram Héðinsgötu verður steypt girðing. Á hverri
lengju verða þrennar dyr eða samtals níu, sem allar
vita inn að útisvæðinu. Bílarnir munu svo aka sól-
arsinnis meðfram húsinu og verða fermdir og af-
fermdir með forklyfturum, sem flytja vörurnar úr
húsinu og í.
rétt þegar verkið var hafið gerðu trésmiðir verk-
fall, 27. júlí til 20. ágúst, sem eðlilega gerði strik
í reikninginn, og hefði trúlega framlengt skilafrest-
inn til 30. nóvember, samkvæmt ákvörðun um
„force-majeuri“ tilvik í verksamningi. í byrjun okt.
var að fullu búið að reisa húsið, en eftir að steypa
í það gólfið, en það varð að gera síðast vegna hinna
ofboðslega þungu tækja, sem notuð voru við að
Sé3 inn í iyrsta áianga Tollvöru-
geymslunnar við Héðinsgölu,
stórvirkir kranar og vélar að
verki.
Á grundvelli þessa fyrirkomulags hefi ég gert
svokallaða „trafik“ og „kapasitets-analysu" og leiðir
hún í ljós að fyrirtækið á að geta annað gífurleg-
um fjölda afgreiðslna á dag með tiltölulega fámennu
afgreiðsluliði, þannig að ég tel mér óhætt að full-
yrða að umferðar- og afgreiðslulega séð kemur
fyrirtækið til með að uppfylla ströngustu kröfur.
Þegar hér var komið sögu var komið fram í júlí-
mánuð og því skammt eftir sumars. Stjórn Toll-
vörugeymslunnar lagði á það mikla áherzlu að hús-
yrði komið upp eftir 3^ mánuð, enda hafði svo
verið ráð fyrir gert í útboði. Var mér falið að rann-
saka möguleika bjóðenda á að standa við þann
hluta tilboðsins. Til þess að gera langt mál stutt,
skal hér einungis tekið fram, að ég taldi, að eins
og málum var þá háttað, hefði Byggingariðjan hf.
meiri möguleika en Steinstólpar hf. til að ljúka verk-
inu á tilsettum tíma, og var því hærra tilboðinu
tekið. Verksamningur var svo undirritaður 18. júlí
sl. og skyldi verkinu lokið samkvæmt útboði ö.
nóvember 1962.
Framkvæmdir gengu mjög vel í fyrstu og al-
gjörlega samkvæmt áætlun, nema að því leyti, að
setja upp þakbitana. Fyrri hluta nóvember var
byrjað að steypa gólfið, og þegar búið var að steypa
ca. Ys hluta af því komu frosthörkur miklar og
varð því að hætta steypuvinnu. Gekk mjög erfið-
lega að ljúka gólfinu, því eftir hvern frostakafla
varð að bíða eftir því að undirlagið þiðnaði. Gekk
svo allan desember- og janúarmánuð, og var verk-
inu ekki að fullu lokið fyrr en 13. febrúar sl. Er
nú eftir að setja endanlegt þéttilag á þak hússins,
sem er úr forspenntri steypu, eins og raunar allt
húsið að gólfi og sökklum undanskyldum. Þakið er
þó búið að þétta til bráðabirgða, þannig að taka
mætti það í notkun þeirra hluta vegna. Endanlegt
þéttilag, sem er úr efni er „mighty-plati“ heitir,
verður að setja á í þurru veðri og frostlausu, og
er öllum fyrir beztu að til þess sé vandað sem mest
má vera.
Kem ég þá að kostnaðarhliðinni. í októbermán-
uði sl. gerði ég kostnaðar- og rekstraráætlun fyrir
fyrsta áfanga tollvörugeymslunnar.
Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að húsið kosti
tilbúið til reksturs 7.030.000,00 kr. Er þá gert ráð
Framhald ó bls. 13
FRJÁLS VERZLUN
11