Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1963, Qupperneq 16

Frjáls verslun - 01.04.1963, Qupperneq 16
Fiskideild Aatvinnudeildar háskólans fékk ágæt starfsskilyrði, er hún fluttist í þetta glæsilega hús að Skúlagötu 4. Þessi mynd er af líkani af húsinu. ur í starfi Iðnaðardeildar. Stefnt er að því að gera byggíngarefnarannsóknir að sérstakri deild, þar eð sú starfsemi er orðin svo umfangsmikil, en áfram yrðu þó tengsl við Iðnaðardeild, sem annaðist bergfrœði- og steinefnarannsóknir fyrir hina nýju deild. Skipuleg rannsóknastarfsemi fyrir iðnaðinn er ekki komin til framkvæmda nema að litlu leyti. Iðnfyrirtæki hafa lítið gert að því að koma með stærri verkefni til Iðnaðardeildar og einnig lít.il að- staða til að annast slíkt, einkum tæknilegar tilraun- ir. Þó eiga mörg iðnfyrirtæki við þau vandamál að glíma, er Iðnaðardeild gæti leyst, ef hún fengi þau í hendur og aðstaða batnaði. Landbúnaðarrannsóknir Með stofnun Landbúnaðardeildar Atvinnudeild- ar háskólans og lögunum um rannsóknir og til- raunir í þágu landbúnaðarins verða mikil tímamót á því sviði. Fyrsti sérfræðingur deildarinnar og for- stöðumaður var Þórir Guðmundsson, áður kenn- ari á Hvanneyri, en honum entist ekki það lengi líf, að deildin gæti orðið fullstarfandi til að njóta að ráði krafta hans. Er hann lézt, tók Steingrímur Steinþórsson við stjórn deildarinnar, fram til ársins 1942, er dr. Halldór Pálsson tók við og gegndi til ársins 1962, en síðan hefur Pétur Gunnarsson ver- ið deildarstjóri. Fyrst var aðeins einn sérfræðingur starfandi við deildina, en í árslok 1945 voru sérfræðingarnir orðn- ir sex, var það óbreytt í tíu ár, en fyrir sjö árum bættust fjórir við, enginn síðan, en einn horfið frá starfi. í Landbúnaðardeild hafa farið fram efnagrein- ingar jarðvegs í því skyni að finna áburðarþörf hans, svo að hægt væri að leiðbeina bændum í þeim efn- um, einnig til að flokka jarðveg og gera kort af honum. Þá hefur gras verið efnagreint og gerðar áburðartilraunir með það, hagnýting og meðferð beitilanda verið rannsökuð, t. d. beitarþol afréttar- landa og gerð af þeim gróðurkort. Gerður saman- burður á tegundum og afbrigðum nytjajurta og margar nýjar og afbrigði jurta verið flutt inn til reynslu. Þetta hefur færzt í aukana upp á síð- kastið, gerður samanburður á tegundum grass, korns, kartaflna, jarðarberja, káls og fleira. íslenzk- um fóðurgrösum verið safnað og úrval úr þeim aftur gróðursett síðar. Þá hafa verið reyndar kyn- bætur á korntegundum. Rannsóknir hafa verið gerðar á útbreiðslu og or- sökum gróðursjúkdóma, og gerðar tilraunir með ýms varnarlyf. Gerðar athuganir á lifnaðarháttum mcindýra á jurtagróðri og hamlað gegn því að hættuleg meindýr eða sjúkdómar flyttust inn í land- ið með innfluttum jurtum eða öðrum varningi, og veittar leiðbeiningar að þessu lútandi. Yfirgrips- miklar rannsóknir hafa farið fram á vaxtarlífeðlis- fræði, frjósemi, ullar gæðum og litarerfðum sauð- fjár. Tilraunir með fóðrun, haustbeit lamba á rækt- uðu landi og vorbeit á túnum. Gerður samanburður á sauðfjárstofnum, m. a. kynblendingum á skozk- um kynjum og íslenzku fé og rannsökuð afkvæmi af hrútum. Þá gerðar meltanleikarannsóknir og steinefna á innlendum fóðurtegundum. Gefnar hafa verið út um 30 tilraunaskýrslur, og að auki leiðbeiningarit og uppdrættir yfir gróður og jarðveg. Einnig hafa sérfræðingar deildarinnar ritað vísindalegar ritgerðir í erlend og innlend tíma- rit, skrifað fjölda leiðbeiningagreina í dagblöð og búnaðarblöð og flutt ótal erindi í útvarp. Rannsóknaráð ríkisins hét fyrst Rannsóknanefnd ríkisins, er það var stofnað 1939, en mcð lögum um náttúrurannsóknir 1940 var nafninu breytt. Er ráðið skipað þrem mönnum eftir tilnefningu þriggja stærstu stjórn- málaflokkanna. Hlutverk þess er að vinna að efl- ingu rannsókna á náttúru landsins, samræma slíkar rannsóknir og safna niðurstöðum þeirra. Að vera ríkisstjórninni til aðstoðar um yfirstjórn þeirrar rannsoknastarfsemi, sem ríkið heldur uppi og á annan hátt eftir því sem æskilegt þykir. Að ann- Framhald ó bls. 18 16 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.