Frjáls verslun - 01.04.1963, Qupperneq 24
Fjöll í Kelduhverii. Það er síðasti bær að norðan áður en lagt er upp á Reykjaheiði.
Banabylur norðan úr hafi
Af Hólsfjöllum lá leiðin niður að Skinnastað í
Axarfirði og þar bættist teljtukorn það í hópinn scm
að framan getur. Var það systurdóttir Guðrúnar,
tíu ára gömul.
Nóttina áður en ltaldið var á Reykjaheiði gistu
leiðangursfarar á Garði í Kelduhverfi. Um morgun-
inn þcgar Þorsteinn sýsluskrifari kom á fætur fór
hann út og gáði til veðurs. Þegar hann kom í bæ-
inn aftur sagði hann að nú væri banabylur sinn
að nálgast langt norðan úr hafi, en ekki var frekar
um það rætt.
Lestarmennirnir iiöfðu lagt af stað löngu á und-
an þeim Guðrúnu, Þorsteini og telpunni, sem komu
lausríðandi á eftir. Höfðu þau ætlað sér að fara
ekki lengra en í Fjöll um kvöldið og gista þar,
en þegar þangað kom fréttu þau að lestarmennirnir
hefðu haldið áfram upp á heiði. Vildi Guðrún ekki
að þau yrðu viðskila og ákvað að halda ferðinni
áfram þótt áliðið dags væri. Þorsteini var þessi
ákvörðun mjög á móti skapi, það var í honum
uggur, enda loft þungbúið og ekki að sjá annað
þá og þegar á stórhríð. Það vissi jafnframt að uppi
á heiðinni var óveðrasamt með afbrigðum og villu-
gjarnt að sama skapi.
Líkin fundust þegar snjóa leysti
Og óveðrið lét heldur ekki á sér standa. Innan
stundar brast á iðulaus stórhríð, sem stóð alla nótt-
ina og næsta dag allan með feikilegu fannkyngi
samfara ofsaroki og allmiklu frosti. Þótti strax sýnt
að illa myndi fara fyrir ferðafólkinu og vafasamt í
alla staði að það kæmist lífs af. Illur boði var það
ekki sízt, að strax um nóttina kom einn hestanna
niður að bæjum í Kelduhverfi. Var hann með
beizlið bundið um hálsinn og reyndist það vera
hestur Þorsteins. Töldu menn ekki vafa undirorpið
en ganga myndi í byl. Loks var þæfingsófærð af
snjó, einkum er nær dró heiðinni og hestarnir óðu
snjóinn víða í hné. En Guðrún réði þá sem endra-
24
FRJÁLS VERZLUN