Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1963, Qupperneq 25

Frjáls verslun - 01.04.1963, Qupperneq 25
nær, og sást það síðast til þeirra úr byggð að þau náðu lestinni nokkru fyrir ofan Fjöll. Heimilisfólk- inu á Fjöllum fannst þetta vera feigðarflan hið mesta og ekki fyrirsjáanlegt annað en bresta myndi að óhapp eða slys hefði skeð og var mönnum safnað saman strax og dró úr veðurofsanum og leit hafin. Klyfjarnar af lestarhestunum munu fyrst hafa fundizt, nálægt miðri heiði þar sem Sæluhússtóttir nefnast. Stóð þar áður uppi kofi eða afdrep fyrir ferðamenn, en er komið í rústir fyrir nokkru og á þeim stað því einskis skjóls að leita. Sýnilegt var á öllu að klyfjarnar höfðu verið teknar ofan af hest- unum, en hestunum síðan sleppt og fundust þeir í svokölluðum Mælifellshögum og víðar. Ver gekk að finna fólkið og það var ekki fyrr en um vorið að snjóa leysti að líkin af þeim fundust. Lík Guðrúnar og telpunnar fundust i urðargjótu eða gildragi nokkru á aðalleiðinni um Höfuðreiðar. Sátu þær í söðlunum með áklæði breitt yfir sig og þótti líklegt að það myndi Þorsteinn hafa gert. Sjálfur fannst Þorsteinn standandi í snjóskafli við gilbrúnina vestanverða og þar gizkað á að hann muni hafa kafnað í hríðarofsanum þegar hann hafi ætlað sér að komast upp á gilbrúnina. Lestarmenn- irnir báðir höfðu haldið lengra vestur á heiðina og fundust lík þeirra í svokölluðum Víðirhrauni, skammt fyrir ofan Heiðarból. Höfðu hestar þeirra fest sig í djúpum skafli og mennirnir vafalaust ekki treyst sér að halda áfram, enda sennilega verið aðframkomnir og ógjörla vitað hvort þeir voru á réttri leið eða ekki. Gemingaveður Um aldamótin 1800 varð enn slys á Reykjaheiði, norðan í Lambafjöllum, og urðu þá tveir menn úti. Voru þeir að sækja fé norður í Kelduhverfi og ætluðu að reka vestur Reykjaheiði. Á heiðinni hrepptu þeir aftakaveður, blindhríð með miklu frosti. Fórust þar báðir mennirnir og megnið af fénu sem þeir voru að sækja. Lík beggja mann- anna fundust seinna, annað undir svokallaðri Jóns- gnípu, en hitt í svonefndum Árnahvammi, bæði þessi örnefni kennd við hina látnu. Var þetta talið gjörningaveður og kennt séra Vigfúsi Björnssyni í Garði. Um Jónsgnípunafnið fer þó tvennum sög- um. Önnur segir að það sé dregið af Jóni þeim sem varð úti undir henni i hríðarveðrinu um aldamótin 1800, en hin hermir að Jónsgnípa sé kennd við Jón nokkurn, sem átti að hafa verið prestur í Garði, en komst í óvináttu við Grímseyjarklerk, fjölkunn- ugan og sá hafi gert að honum gerningahríð á Reykjaheiði, þannig að séra Jón varð úti undir Jónsgnípu. Át kjötið hrótt Um svipað leyti og þeir Jón og Árni urðu úti um aldamótin 1800, lenti maður í hrakningum á Reykja- heiði. Sá hét Pétur og almennt Holu-Pétur nefnd- ur. Var hann búsettur norður á Melrakkasléttu, en var í þetta skipti sendur ákveðinna erinda á fund amtmannsins á Möðruvöllum. Pétur hafði rekið erindi sín í Eyjafirði, en þegar hann lagði á Reykjaheiði í heimleið lenti hann í glórulausum byl. Hafði þó verið bjart veður og gott þegar hann lagði upp á heiðina um morguninn, en hins vegar lausamjöll og þegar tók að hvessa síðar um daginn þurfti ekki að sökum að spyrja. Þegar hríðin brast á var Pétur kominn að Höfuð- reiðarmúla. Hélt hann ferð sinni ótrauður áfram, enda þótt veðrið harðnaði stöðugt. En í þessari blindhríð, þar sem naumast sá handa sinna skil rakst Holu-Pétur á tvö lömb þar sem þau himdu í vari undir kletti. Honum fannst þá skylda sín að reyna að koma lömbunum til byggða þótt ástæður væru erfiðar, enda sóttist ferðin seint og lömbin illræk mót veðrinu. Undir kvöld leitaði Pétur skjóls undir kletti og lá þar af nóttina. Strax og birta tók um morguninn lagði hann af stað að nýju, kaldur og soltinn, því nestislaus var hann með öllu, og hafði ekki neytt matar um morguninn þegar hann lagði upp á heiðina. Ekki vildi Pétur yfirgefa lömbin, heldur rak þau á undan sér, hélzt þó veðurofsinn og hríðin enn sem áður og beint í fangið að sækja. Gekk hann þann dag allan til kvölds, en var máttlaus orðinn af þreytu og þó enn meir af hungri. Um kvöldið lagð- ist hann fyrir sem áður, en var þá svo soltinn orðinn, að hann réðist á annað lambið, skar það og át hrátt kjötið. Gæruna notaði hann til að skýla sér um nóttina, en morguninn næstan á eftir tók loks að rofa til. Hélt Pétur þá enn af stað, rak lamb- ið á undan sér en bar það dauða á bakinu. Komst hann niður í Kelduhverfi undir kvöld og hafði þá verið yfir 50 klukkustundir á leiðinni. Ekki varð Holu-Pétri meint af volkinu og ekki var hann held- ur sóttur til saka út af lambsdrápinu. Rófuðu um auðnina Enn varð slys á Reykjaheiði þann 6. nóvember árið 1852. Að morgni þess dags lögðu þrír menn FRJÁLSVERZLDN 25

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.