Frjáls verslun - 01.04.1963, Síða 26
upp á heiðina frá Húsavík og teymdu tvo reiðings-
hesta. Voru þetta allt Oxfirðingar, Jón nokkur Sig-
urðsson timburmaður til heimilis að Skinnastað,
Árni húsmaður á sama bæ og Hallgrímur Hall-
grímsson frá Akri. Voru þeir á heimleið.
Þegar þeir komu nokkuð upp á heiðina brast á
þá ofsaveður af landnorðri með slydduhríð. Er þeir
komu að Sæluhússtóttum var mjög tekið að draga
af þeim sökum þreytu, kulda og vosbúðar. Tóku
þeir sér þar hvíld um stund, lögðust fyrir og sofn-
uðu. Skjótlega munu þeir þó hafa vaknað aftur,
enda veður á þeim tíma hert til muna, komið frost
nokkurt og blaut fötin tekin að frjósa að þeim.
Jón timburmaður var verst klæddur þeirra
þriggja, var í klæðistreyju og léreftsskyrtu einni
innanundir, en engri yfirhöfn. Þar við bættist að
hann hafði týnt öðrum skónum sínum. Annar fé-
laga hans ætlaði þó að bæta úr því með því að lána
honum skó af sér, hvað hann gerði. En Jón þraut
gönguna fljótlega, og var þá aðframkominn bæði af
þreytu og kulda. Var það þá til bragðs tekið að láta
Jón á annan klárinn, en hinir tveir héldu áfram
gangandi. Ekki hélt Jón samt lengi út, heldur gaf
allt frá sér og kvaðst með engu móti geta haldið
sér uppi lengur. Bjuggu félagar hans þá um hann
í gjá einni á heiðinni, sprettu reiðingnum af öðrum
hestinum og breiddu yfir Jón. Hestinn skildu þeir
HöíuSreiðar. — Á Reykjaheið'i varð þeim litið lil höfuðsins og
sáu það gapa og geispa afskaplega. Heita það síðan Höfuð-
reiðar.
og eftir hjá honum. Sjálfir héldu þeir áfram út í
hríðarsortann, gengu þannig eða ráfuðu um auðn-
ina allan daginn til kvölds, lögðust þá fyrir, og
sofnaðist eitthvað um nóttina. Sama sagan endur-
tók sig daginn eftir, en morguninn þar á eftir var
Hallgrímur orðinn svo örmagna að hann treystist
ekki til að rísa á fætur.
Var Árni nú einn orðinn og úr vöndu að ráða
fyrir hann. Hann var villtur, vissi ekkert hvert
halda skyldi og hríðin jafn dimm sem áður. Áður
en hann skildi við Hallgrím bjó hann um hann
eftir föngum og skildi eftir hjá honum hestinn. Að
svo búnu hélt hann einn síns liðs út í hríðina. Eftir
að hafa gengið lengi dags hitti hann menn úr
Kelduhverfi, sem lagt höfðu upp á Tteykjaheiði til
að huga að kindum. Árni sagði þeim sinar farir
ekki sléttar, hafi hann skilið við tvo menn sitt í
hvoru lagi og báða að bana komna. Varð að ráði
milli þeirra að Árni sneri aftur með smalamönnum
til að freista þess að finna Hallgrím. Fundu þeir
hann, en hann var þá örendur.
Þegar Árni komst loks með smalamönnum til
bæja um kvöldið voru liðnir nær fjórir sólarhring-
ar frá því liann lagði upp á heiðina. Var hann nær
berfættur orðinn, en þó furðu Htið skemmdur. Leit
var hafin að Jóni strax daginn eftir og fannst
hann látinn á þeim stað þar sem þeir Árni og Hall-
grímur höfðu við hann skilið.
Gengu dauðir til baðstofu
Öll þessu válegu slys hafa komið meira eða minna
róti á hugi fólks og vakið þjóðtrú og þjóðsagna-
kennd þess í ríkum mæli, enda hafa spunnizt ýms-
ar sagnir um vofur og kynleg fyrirbæri á Reykja-
heiði. Ein meðal margra sagna er sú að þar hafi
löngum átt að sjást mórauður örn á sveimi, einkum
á þeim slóðum þar sem Guðrún á Rauðuskriðu og
fylgdarfólk hennar varð úti. Draugsending þessi
átti að vera frá þeim austlenzka karli sem hafði
í heitingum við Guðrúnu þó nokkru áður. í sam-
bandi við þetta sama slys hermdi ein sagan að
kvöldið eða nóttina sem slysið varð, hafi maður
vestur í Skagafirði þótzt sjá fólk vera að deyja
norður á Reykjaheiði. Enn ein saga segir frá því
að halda hafi átt í lengstu lög slysinu leyndu fyrir
húsfreyjunni á Fjöllum, en hún var systir Þorsteins
sýsluskrifara sem varð úti á heiðinni í þessum voða-
byl. En það var þýðingarlaust, því fólkið — fimm
að tölu — kom á hverju kvöldi fannbarið inn í
baðstofu til hennar, og þá vissi hún hvernig komið
var.
Sú sögn er skráð í Huld að eitt sinn hafi maður,
Bjarni að nafni, lagt upp á Reykjaheiði, en þá var
sæluhús þar enn uppistandandi.
26
FRJALS VERZLUN