Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1963, Síða 31

Frjáls verslun - 01.04.1963, Síða 31
Stjórn Verzlunarbankans, talið frá vinstri: Höskuldur Ólafsson bankastjóri, Þorvaldur Guðmundsson stjómarformaður, Magnús Brynjólfsson og Egill Guttormsson Sfofnlánadeild í afhugun Aðalfundur Verzlunarbanka íslands hf. var hald- inn í veitingahúsinu Lidó laugardaginn 6. apríl Fundarstjóri var kjörinn Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, en fundarritarar Sveinn Snorrason, hæstaréttarlögmaður og Gunnlaugur J. Briem verzl- unarmaður. Formaður bankaráðs Þorvaldur Guðmundsson, forstjóri, flutti skýrslu um starfsemi bankans á síð- astliðnu ári. 1 henni kom fram að öll starfsemi bankans hafði mjög aukizt á árinu. Innstæðu aukn- ing nam samtals 81,4 millj. kr., þar af varð 77,1 millj. kr. aukning á innstæðum í sparisjóði. Ileild- arinnstæður í bankanum voru í lok síðasta árs 319,3 millj. kr. Útlánaaukning bankans varð 58,4 millj. á árinu. Bankinn rekur nii útibú að Lauga- vegi 172 í Reykjavík og að Hafnargötu 31 í Kefla- vík. Unnið er nú að athugun á stofnun sérstakrar stofnlánadeildar við bankann og kom mikill áhugi fram í umræðum á fundinum á því máli, svo og nauðsyn þess að Verzlunarbankinn öðlist heimild til erlendra viðskipta. Höskuldur Ólafsson, bankastjóri, lagði fram og skýrði endurskoðaða reikninga bankans fyrir sl. starfsár. Voru þeir samþykktir einróma. í umræðum um skýrslu bankaráðs og reikninga bankans tóku til máls Sigurður Magnússon, Hann- es Þorsteinsson og Björn Snæbjörnsson. Fögnuðu ræðumenn viðgangi bankans og lögðu ríka áherzlu á nauðsyn þess að bankinn hefði jafnvígisaðstöðu við aðra banka um alhliða viðskiptaþjónustu. í bankaráð voru endurkjörnir þeir Egill Gutt- ormsson, stórkaupmaður, Magnús J. Brynjólfsson, kaupmaður og Þorvaldur Guðmundsson, forstjóri. Varamenn í bankaráð voru kjörnir Björn Guð- mundsson, kaupmaður, Vilhjálmur II. Vilhjálms- son, stórkaupmaður og Haraldur Sveinsson, for- stjóri. Endurskoðendur voru kjörnir Jón Helgason, kaupmaður og Sveinn Björnsson, stórkaupmaður. Fundurinn var fjölsóttur og sátu liann rúmlega 300 manns. FRJÁLS VERZLUN 31

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.