Frjáls verslun - 01.04.1963, Page 32
„Við verðum að fara í matarkúr aftur, Hinrik."
★
Heppnin er kvenkyns og að fleiru leyti eins og
kona: Krjúpirðu fyrir henni, fyrirlítur hún þig.
Þú ættir að steyta linefann framan í hana. Þá
verður það máske hún, sem krýpur.
— William Faulkner.
★
Ég er á þeirri skoðun, að sem fann upp brúðu-
leikhúsið, hafi gert mannkyninu meiri greiða en
sá, sem fann upp óperuna.
— William Itazlitl.
★
Svefntöflur gera alla jafna. Ef allir Ameríkumenn
tækju fjórar Nembutal-töflur tvö þúsund kvöld í
röð, myndi það nægja til að gera okkur alla jafna.
Við yrðum allir að fábjánum.
— Norman Mailer.
★
í new York hefur Indíáninn Ilvíta skýið verið
ráðinn til að annast barnagarðinn í hóteli einu.
Þetta hefur gefizt svo prýðilega vel, að mestu óláta-
belgirnir verða alveg eins og lömb, ef Indíánahöfð-
ingi er nærri.
Litil telpa var að lesa í bók, og þá greip móðir
hennar fram í og spurði: „Hvað ertu að lesa, væna
mín?“
„Ég veit það ekki, mamma,“ anzaði sú litla.
„En þú last samt upphátt.“
„Já. En ég hlustaði ekki á það.“
★
ítalirnir vilja endilega telja okkur trú um, að
allar nýjungar í karlmannafötum upp á síðkastið
séu þeim að þakka. Þetta er tóm tjara. Þröngar
buxur, lítill kragi og hátt upphnepptur jakki er
ekkert annað en endurnýjaður stíll, sem kom upp
í Englandi snemma á öldinni.
— Bernard Weatlierill klæðskeri íLondon.
★
Sérhvert heilbrigt þjóðfélag verður að gefa svig-
rúm fyrir nýjar og óvenjulegar hugmyndir, fyrir
frumlega einstaklinga, handa öllum þeim manneskj-
um, sem að einu eða öðru leyti eru „öðruvísi".
— ,,Facts“, ástralskur bæklingur.
„Mér þykir mikið fyrir því að tilkynna yður, að hin þrótt-
mikla ræða yðar til vamar ritskoðun i sjónvarpinu verður að
ganga í gegnum ritskoðun nú þegar."
32