Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1970, Síða 6

Frjáls verslun - 01.01.1970, Síða 6
6 FRJÁLS VERZLUN STEYPUM ÁVALLT l)R BEZTU VIDUR- KENNDU SJAVAR- EFNUM B.M .VALLÁ STEVPUSTÖD Laugavegi 176 Símar 35756-32563- 38374 LÖGMENN EYJOLFUR KONRÁÐ JONSSON JÖN MAGNÚSSON HJÖRTUR TORFASON SIGURÐUR SIGURÐSSON SIGURÐUR HAFSTEIN MÁLFLUTNENGUR INNHEIMTA SAMNINGSGERÐIR LÖGFRÆÐILEG AÐSTOÐ Tryggvagötu 8 — Símar: 1-1164, 2-2801 og 1-3205 Símnefni: JUS FLJÚGIÐ - 0G TAKIÐ BÍLINN MEÐ Flugfélag í Bandaríkjunum, Universal Airlines, hefur sótt um leyfi flugmálastjórnarinnar til að taka upp flug innan Bandaríkj- anna, þar sem fluttar yrðu fjöl- skyldur, sem hefðu bílinn með. Áætlar flugfélagið að geta flutt fjórar manneskjur og bíl þeirra þvert yfir Bandaríkin fyrir um 400 dollara, sem er um það bil jafnvirði tveggja og hálfs far- gjalds í flugvél á sömu leið. Byggist áætlun þessi á að kaupa útgáfu af risaflugvélinni Lock- heed C5A. Myndi vélin geta flutt 46 venjulega ameríska bíla og fólkið á efri hæð. Hefur félagið pantað fimm vélar frá Lockheed og kveðst fá þær 1973 og 1974. Flug með bíla er þó stundað þegar á nokkrum stöðum. Mest mun vera um það í Englandi, þar sem mikið er um, að bílar séu fluttir flugleiðis yfir Ermar- sund til Frakklands. MOBIL EC0N0MY RUN HÆTTIR Sparaksturskeppni Mobil olíu- félagsins hefur nú verið lögð nið- ur, í Bandaríkjunum að minnsta kosti. Ástæðan fyrir því er ein- faldlega sú, að í þeirri velsæld, sem fólk lifir við í Bandaríkjun- um, hefur það tiltölulega lítinn áhuga á, hvort bíll eyðir litlu eða ekki. Sézt þetta meðal annars á því, að sparneytnustu módelin með minnstu vélarnar seljast lítið. Fréttum þessum var tekið mis- jafnlega í Detroit. Kostnaður við þátttöku var gífurlegur, en aug- lýsingagildi þess að sigra var svo mikið, að allir töldu sig verða að vera með. Sagt er, að einn fram- leiðandi hafi meira að segja byggt módel, er var sérstaklega gert með það í huga að taka þátt í keppninni, sem hefði farið fram í apríl í ár. Keppni þessi hefur einnig verið haldin árlega í Bretlandi, en ekki er kunnugt um, hvort hún fer fram eða ekki.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.