Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1970, Síða 11

Frjáls verslun - 01.02.1970, Síða 11
FRJÁLE VERZLUN 11 Viðtal við Örn 0. Johnson forstjóra Flugfélags íslands • • Höfundur: Markús Orn Antonsson fréttamaður Fyrsta ínillilandaflugferðin frá íslandi var farin sumarið 1945 með Katalína-flugbáti. □ Þótt flugsaga okkar ís^ lendinga telji orðið rúm 50 ár, eins og minnzt var í fyrra, heÞ ur óslitin þróun íslenzkrar fluggtarfsemi staðið í aðeins rúm 30 ár. En þessi síðustu 30 ár eru hins vegar mesta fram- faraskeið þjóðarinnar. Fram- farirnar og flugið, flugið og framfarirnar hafa haldizt í hendur, og er það sem betur fer ekki einstæð saga um ný- mæli í þjóðarbúskapnum. Engu að síður hefur flugið reynzt einn af mikilvægustu hlekkj- um framfaranna, tryggt og treyst samskipti okkar við aðrar þjóðir og lagt ört vax- andi grundvöll að því að gera Island að ferðamannalandi og skapa með því mikilvægan og arðbæran atvinnuveg. f rauninni er flugið forsenda þess, að ferðamannalandið ís- land sé og verði það í raun og veru. Og um leið skiptir það höfuðmáli, að flugið til og frá landinu og milli staða innan- lands verði áfram snar þáttur í íslenzkum þjóðarbúskap með einum eða öðrum hætti. Það lætur að líkum, að braut- ryðjendur reglulegrar flug- starfsemi okkar íslendinga eru enn margir ofan moldar. Við njótum þeirra enn, sumir eru ennþá í fararbroddi og láta hvergi deigan síga, enda á bezta aldri. Má þar nefna forstjóra beggja stóru flugfélaganna ís- lenzku. Hér á eftir fer viðtal við annan þeirra, Örn O. Johnson, forstjóra Flugfélags íslands, í senn um hann sjálfan og fyrir- tækið, sem hann veitir for- stöðu, og íslenzka flugstarf- semi, enda þótt ætlunin væri í upphafi að viðtalið snérist fyrst og fremst um Örn. Þegar á hans fund kom, réði hann ferð- inni á þá lund, sem raun ber vitni, og verður ekki við gest hans sakazt, þótt gestgjafinn viki sjálfum sér í skuggann, nema að svo miklu leyti, sem hvort tveggja fer saman. □ Fyrstu flugferðina fór ég árið 1929, hringflug yfirReykja- vík með Símon, flugmanni. Ég var vitanlega aðeins farþegi, og þegar ég hóf flugnám sjálfur, hafði ég litla sem enga reynslu

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.