Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1970, Side 12

Frjáls verslun - 01.02.1970, Side 12
1Z FRJALS VERZLUN REIKNIVÉLAR ar, leggur saman og dregur frá. Hefur tvö reikniverk auk prent- minnis og geymsluverks. ADDO-X 4383 deilir, margfald- ar, leggur saman og dregur frá. Hefur eitt reikniverk auk prent- minnis og geymsluverks. EINFALT LETURBORÐ MAGNUS KJAF^AN -HAFNARSTRÆTI 5 SÍHI24140- við stjórnvölinn. Þó fór ég á loft í svifflugu í Þýzkalandi ár- ið 1934. Þannig hófst spjall mitt við einn af fyrstu flugmönnum á íslandi, Örn O. Johnson for- stjóra, á skrifstofu Flugfélags íslands á dögunum. Hefur Örn nú um 32 ára skeið veitt rekstri þess félags forstöðu, verið þátt- takandi í eflingu flugs á íslandi cg hlotið fyrir það þakkir og skammir vandlátra íslendinga. sem þó hafa flestir metið gildi sívaxandi og öruggari sam- gangna í lofti að verðleikum. — Hvort var flugmennskan sjálf, sem réði því, að þú lagðir inn á þessa braut, Örn, eða áhugi á hinni rekstrarlegu hlið flugfélaga? — Fluglistin hafði heillað mig á unglingsárunum. Þegar ég lauk prófi frá Verzlunar- skólanum vorið 1932 hélt ég til framhaldsnáms í verzlunar- fræðum, meðal annars í Eng- landi. Svo starfaði ég í nokkur ár hjá fyrirtæki, sem faðir minn átti að hluta, það er að segja O. Johnson & Kaaber. Ár- ið 1937 fór ég vestur til Banda- ríkjanna og gekk í flugskóla Boeing í Oakland í Kaliforníu. Það var hinn frægi brautryðj- andi í flugvélasmíði, iWilliam. Boeing, sem stofnsetti skólann, en er ég kom vestur, sá United Airlines flugfélagið um rekst- ur hans. — Hvernig var ástandið í flugmálunum á íslandi á þess- um árum? — Flugið heima hafði iegið niðri um árabil. Tilraunir með Flugfélag íslands hið fyrsta, 1919 og 1920, og svo Flugfélag fslands hið annað, á árunum 1929 til 1932, höfðu mistekizt. En þegar ég kom heim aftur í febrúar 1939, var þriðja félag- ið, Flugfélag Akureyrar, tæpra tveggja ára og átti eina sjóflug- vél, TF-Örn, sem Agnar Kofoed Hansen stjómaði. Auk hennar voru tvær aðrar litlar flugvél- ar til á landinu, önnur í eigu Flugmálafélagsins og hin í einkaeign. Þetta sumar tók Agnar svo við embætti lög- reglustjóra í Reykjavík og ég settist í flugmannssætið á Ern- inum. — Voru verkefni það mikil að sæmileg útkoma yrði á rekstrinum? — Það sem einkanlega renndi stoðum undir félagið var síld- arleit úr lofti. Hún hafði þegar verið reynd á tímum Flugfélags íslands hins annars, og gefið góða raun. Að vísu var tæknin mjög frumstæð þá miðað við nýjungar síðustu tíma. Þurfti til dæmis að koma boðum um nýjar síldartorfur til flotans með því að varpa niður orð- sendingum í flothylkjum hjá skipunum. En þetta sumar flugum við 120 tíma á mánuði samkvæmt samningi og þar að auki fengum við allmikla flutn- inga milli Akureyrar og Siglu- fjarðar, sem var ört vaxandi síldarbær. — Var Flugfélag Akureyrar arðvænlegt fyrirtæki? — Nei, ekki beinlínis. Þetta stóð í járnum. Árið 1940 var heimili félagsins flutt til Reykjavíkur og nafni þess breytt í Flugfélag íslands. Var þá ákveðið, að hluthafar gamla félagsins fengju 50% hluta- fjáraukningu í því nýja. — Hafði hernámið ekki mjög neikvæð áhrif á flug íslend- inga? — Þegar ísland var hernum- ið í maí 1940, lá allt flug inn- lendra aðila niðri. Flugvélin var biluð. Ákveðið hafði þó verið að afla nýrrar vélar, og um vorið 1940 fór ég til New York að sækja hana. Var hún flutt til landsins með Dettifossi og kom til Reykjavíkur 10 dög- um eftir að brezka setuliðið gekk á land. Þegar var hafizt handa um að setja vélina sam- an, en Bretarnir lögðu blátt bann við að henni yrði flogið, — sögðu, að hér ríkti styrjald- arástand og að þeir gætu ekki borið ábyrgð á lífi og limum þeirra, sem þræddu loftsins vegu á þeim tíma. En svo vildi það okkur til láns, að tannhjól í síldarverksmiðjunni á Raufar- höfn brotnaði síðar um sumar- ið og hernámsstjórnin veitti samþykki sitt fyrir því, að ís- lenzka flugvélin færi með vara- stykki austur. Þetta tannhjól reyndist því hinn mikilvægasti

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.