Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1970, Side 36

Frjáls verslun - 01.02.1970, Side 36
36 FRJÁLS VERZLUN VEITINGASTAÐIR! VEITINGAMENN! HÓTEL! Höfum fyrirliggjandi í stórum umbúðum eftirtaldar vörutegundir: • LIBBYS Niðursoðnir ávextir í 1/1 og 7 lbs. dósum. Blandaðir ávextir — Ferskjur — Ananas — Perur. • LIBBYS Ávaxtasafar í 46 oz. dósum. Appelsínusafi — Ananassafi — Tómatsafi. • ETO Súpur í 3 kg. pokum: Blómkáls-, asparagus-, sveppa-, grænmetis-. • ETO Súpur í 3 kg. pokum. • BÁHNCKES Iíauðrófur — Agúrkur — Asíur í 10 lítra dósum. • BÁHNCKES Agúrkusalat — Rauðkál — Blandaður Pickles í 5 1. dósum. • BÁHNCKES Itemolaði Pickles — Tómatpurré — Capers í 5 kg. dósum. • BÁHNCKES Kirsuber, rauð, græn og gul í 5 kg. dósum. • BÁHNCKES Aróma sinnep í 5 og 20 kg. dósum. • BÁHNCKES Taffel sinnep í 5 kg. dósum. • BÁHNCKES Sandw. sinnep í 10 kg. dósum. • BÁHNCKES Ensk sósa í 1/1 flöskuni. NATHAN & OLSEN HF. Ármúla 8, Reykjavík. Sími 81234 mesta rækt við utanlandsferð- ir, og tvær starfi nokkuð jöfn- um höndum að hvoru tveggja. Rétt er að geta þess, að að baki þessara fullyrðinga liggur að- eins persónuleg skoðun höfund- ar, en ekki tölfræðilegar skýrsl- ur, enda engar slíkar til. Verð- ur hér ekkert vikið að sam- keppni þessara aðila, starfs- háttum hvers um sig eða þess háttar, heldur aðeins drepið á nokkur atriði almenns eðlis, sem varða ferðaskrifstofustarf- semina almennt séð frá bæjar- dyrum höfundar. • UTANLANDSFERÐIR ÍSLENDINGA Meirihluti þeirra ferðaskrif- stofa, sem nú starfa, voru upp- haflega settar á stofn til að annast fyrirgreiðslu við ís- lenzka ferðamenn, sem hugðu á utanlandsferðir. Leiddi þetta nokkuð af sjálfu sér vegna þeirrar löggjafar, sem gilti um ferðamál, og vikið var að hér að framan. Eðli ferðaskrifstofu- starfsins kemur að nokkru leyti fram í skilgreiningu laga um ferðamál, sem vikið var að að framan. En til að geta rækt þetta hlutverk skilvíslega og heiðarlega þarf ferðaskrifstofa að hafa aðgang að erlendum gjaldeyri til greiðslu erlendrar þjónustu, sem endurseld er ís- lenzkum viðskiptavinum. Nú- verandi reglugerð gjaldeyris- bankanna um ferðagjaldeyri er heilbrigðri ferðaþjónustu mik- ill fjötur um fót. Upphæð ferða- gjaldeyris, sem íslenzkur ferða- maður á kost á einu sinni á ári til ferðalaga erlendis nemur jafnvirði 17.600,00 ísl. kr. Vita allir, sem reynt hafa, fyrir hverju sú upphæð hrekkur. Efl- ing ferðaskrifstofustarfsemi í landinu leiðir tvímælalaust af sér gjaldeyrissparnað fyrir þjóðarbúið á hvern ferðamann. Þetta vil ég aðeins rökstyðja. Tekjur ferðaskrifstofa eru að nokkru leyti umboðslaun er- lendra þjónustufyrirtækja. Þeg- ar erlendir reikningar eru lagð- ir í gjaldeyrisbankana til af- greiðslu er þar sótt um nettó- upphæð að frádregnum um- boðslaunum, sem reikna má með að nemi að meðaltali 10%.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.