Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1970, Page 37

Frjáls verslun - 01.02.1970, Page 37
FRJÁLS VERZLUN Fyrir t. d. ferðaþjónustu að andvirði kr. 100,00 er aðeins sótt um gjaldeyri fyrir kr. 90,00. Skipti ferðamaður ekki við ferðaskrifstofu, heldur greiði reikninga sína beint er- lendis, mundi hann þar þurfa að greiða andvirði kr. 100,00. Af þessu leiðir, að kaupi ferða- maður t. d. þjónustu 'fyrir £ 50, fara aðeins £45 úr landi. Rétt er þó að álykta, eins og málum er nú háttað, að ferðamaður- inn vildi þá njóta þessara £5 í auknum vasapeningum, og fellur þá um sjálfa sig hug- myndin um gjaldeyrissparnað fyrir þjóðarbúið. Hitt er aftur á móti sannfæring mín, að mun frjálsari gjaldeyrisveiting til ferðalaga mundi hafa í för með sér aukin skil vanskilagjald- eyris í bankana, og þannig stuðla að heilbrigðari þróun ferðamála. Nú er svo komið, að gjaldeyristekjur okkar af er- lendum ferðamönnum eru hærri en útgjöld okkar til ferðalaga erlendis. Ætla má, að svo verði í framtíðinni, og að tekjur okkar vaxi miklum mun örar en útgjöld. Nægir þar að benda á spár um ferðamanna- straum og áætlanir um fólks- fjölda í landinu til stuðnings þessari tilgátu. Gagnger endur- skoðun á reglum um úthlutun ferðagjaldeyris hlýtur að vera tímabær og réttlætanleg. Slík hálfgildings takmörkun á ferða- lögum til útlanda þekkist nú- orðið í engu nágrannalanda okkar, en hér megum við búa við gjaldeyrisskammt, sem nemur 84 sterlingspundum og greiða að auki verulegan sölu- skatt af farseðlum á leiðum ís- lenzkra flutningatækja. Férða- lög eru alls staðar með sið- menntuðum þjóðum nú til dags orðin almenn neyzluvara, en ekki sérréttindi fárra útvaidra. Að þessu vilja ferðaskrifstof- urnar stuðla eftir megni. Þær hafa dyravörðinn, dyrnar og skráargatið, en skilningslykil yfirvalda þarf til að opna dyrn- ar. • INNANLANDSFERÐIR Hér verður aðeins vikið stuttlega að móttöku erlendra ferðamanna, þótt ferðaskrif- stofurnar annist jafnframt fyr- irgreiðslu fslendinga á ferða- lögum um landið, þó ekki í 37 eins ríkum mæli og þjónustu við erlenda ferðamenn. Ferða- mennska er sívaxandi þáttur útflutningsframleiðslu okkar og vaxa gjaldeyristekjur okkar af ferðamönnum hröðum skrefum. Þetta má fyrst og fremst þakka söluátaki flugfélaganna tveggja, Eimskipafélagsins og ferðaskrifstofanna. En einnig i þessum þjónustuflokki hafa opinberir aðilar lagt stein í götu ferðaskrifstofanna. Hér á einkaframtakið í höggi við skattfrjálsa ríkisstofnun, Ferða- skiúfstofu ríkisins. Ekki verð- ur séð, að þörf sé fyrir Ferða- skrifstofu ríkisins í núverandi mynd, þessu steinrunna trölli laganna frá 1936. Það er held- ur ekki einungis á sviði al- menns ferðaskrifstofureksturs, sem einstaklingar takast á í ó- jafnri glímu við Ferðaskrif- stofuna, heldur' eiga mörg gisti- hús í vök að verjast gegn ó- eðlilegri samkeppni sumargisti- húsa í skólum, sem Ferðaskrif- stofa ríkisins rekur. Nú er ég með engu móti að gagnrýna starfrækslu heimavistarskóla til sumargistingar, heldur einung- is vali skóla og rekstursformi þeirra. En hér er ekki stund né staður til slíkra þanka. Land- kynningarmálin af hálfu hins opinbera hafa orðið mjög út- undan eins og svo margt annað á sviði ferðamála. Hér skortir gjörsamlega landkynningar- og upplýsingaskrifstofu. Þar er hlutverk: fyrir ríkisstofnun. Með auknum skilningi yfir- valda Hlýtur nauðsyn slíkrar stofnunar að verða augljós. Vonandi er, að hið fyrsta fari fram gagnger endurskoðun á lögum um ferðamál, og hún leiði til þess, að Ferðaskrifstofa ríkisins verði lögð niður í nú- verandi mynd, og í staðinn komi Landkynningar- og upp- lýsingastofnun ríkisins að fyr- irmynd slíkra stofnana í ná- grannalöndum okkar. Auk nýrrar lagasetningar má ekki öllu lengur láta und- ir höfuð leggjast að fram fari grundvallarathugun á íslenzk- um ferðamálum, og áætlun verði gerð um framtíðarþróun þeirra.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.