Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1970, Page 49

Frjáls verslun - 01.02.1970, Page 49
FRJALS VERZLUN 49 Á markaðinum: PIRA-HILLUR o Síðustu mánuðina hefur ný hillutegund hlotið miklar vinsældir hér á landi, jafnt í fyrirtækjum, stofnunum og híbýlum. Það eru Pira-hillur. Þær eru sænskar að uppruna, en að mestu framleiddar hér- lendis. Það eru aðeins smá plaststykki og gormafestingar, sem kaupa verður að utan. Stálstoð s.f. framleiðir járn- stykki og ýmsar trésmiðjur hillur og skápa. Einkaumboð hefur Hús og skip hf. í Ármúla 5, og eru Pira-hillurnar seldar þar og í Híbýlaprýði í Hallar- múla. Pira-hillurnar eru til í fjöl- mörgum útgáfum, fyrir hvers konar notkun. Þær geta staðið á miðju gólfi jafnt og við vegg, uppistöður eru til mismunandi háar, hillur í mörgum gerðum og skápar sömuleiðis, svo og skrifborð. Til þessa hafa Pira- hillurnar einkum verið seldar í þrem viðarlitum, en nú er á döfinni að selja þær einnig mál- aðar, enda eru máluð húsgögn að komast í tízku hérlendis eins og erlendis. í stuttu viðtali, sem FV átti við Sigríði Eysteinsdóttur verzlunarstjóra í Hús og skip h.f., kom fram, að síðan það fyrirtæki tók að sér einkaum- boð fyrir Pira-hillurnar í fyrra- sumar, hafa þær selzt mjög víða, t.d. til skrifstofa og verzl- ana, opinberra stofnanna og bókasafna, og ekki sízt til heim- ila. Sigríður kvað notkunar- möguleikana nær óþrjótandi og það vera viðurkennt, að mikil hagkvæmni væri að notkun staðlaðra hilla, eins og þessara. Hefði hvort tveggja að sjálf- sögðu mikla þýðingu hvar sem væri. Sigríður Eysteinsdóttir verzlunarstjóri. Hús & Skip hf. sýnir PIRA-hilIur. Skreytum veizlusali — Blóm fyrir ráðstefnur — Gestamóttökur — Blómakörfur „ ÁLFTAMÝRI 7 BLOMAHÚSIÐ simi 83070

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.