Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1970, Side 53

Frjáls verslun - 01.02.1970, Side 53
FRJÁLS' VERZLUN 53 sem þessi sé ávallt starfandi í landinu. Erlendis eru skrifstof- ur sem þessi hins vegar yfir- leitt alltaf sjálfstæð fyrirtæki. Hvernig hefur ykkur gengið að fá upplýsingar um innlend fyrirtæki? Svar: Fyrst eftir að ég byrj- aði hér varð ég oft var við tregðu fyrirtækja við að láta í té nauðsynlegar upplýsingar, en gat þess þá til, að sökin væri að öllum líkindum alveg eins okkar. Enda kemur það í ljós, að eftir að við endurskoðuðum frá grunni þau spurnarform og bréf, sem við sendum fyrirtækj- unum, hefur þetta gengið miklu betur. Við gerum fyrirtækjun- um rækilega ljósan tilganginn með fyrirspurninni og eins það, að með allar upplýsingar er farið sem algjört trúnaðarmál og þær notaðar til þess eins að greiða fyrir erlendum viðskipt- um. Einnig reynum við að spara fyrirtækjunum skrif- finnsku eftir megni. Hvað vilja erlendu fyrirtæk- in fá að vita um hina íslenzku viðskiptavini sína? Svar: í stuttu máli má segja, að fyrirspyrjendur vilji vita, hversu lengi fyrirtækin hafa verið starfandi og hvernig þeim hefur vegnað. Eins hvert rekstrarformið er, hverjir séu stjórnendur og hvað þeir hafa til brunns að bera. Þá fá þeir nánar upplýsingar um starf- semi fyrirtækisins, eðli hennar og umfang. Þá vilja þeir vita um rekstrarafkomu fyrirtækj- anna, veltu og fjárhag. Loks könnum við greiðsluvenjur og gerum aðrar athugasemdir ef þurfa þykir. Treystið þið eingöngu á þær upplýsingar, sem þið fáið frá 'þeim fyrirtækjum, sem spurt er um? Svar: Ég tel, að við fáum áreiðanlegastar upplýsingar um starfsemi og uppbyggingu fyr- irtækjanna frá þeim sjálfum. Upplýsingar um fjárhag, sem við fáum frá þeim flestum, eru yfirleitt á efnahags- og rekstr- arreikningum, sem undirritaðir eru af löggiltum endurskoðend- um og engin ástæða til þess að rengja sannleiksgildi þeirra. í þeim tilvikum sem þessar upp- lýsinear fást ekki. athugum við SKEIFAN 3B - SÍMI 84481

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.