Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1971, Qupperneq 20

Frjáls verslun - 01.04.1971, Qupperneq 20
20 ÚTLÖND FRJÁLS VERZLUN NR. 4 1971 svæði í heiminum, sem enn hefur ekkert verið nýtt. Það teygir sig í gegnum Colorado, Utah og Wyoming í Bandaríkj- unum en þar eru gríðarleg „shale“ svæði; shale er olíuauð- ug steintegund. Sérfræðingar telja að þarna liggi tæplega TVÖ ÞÚSUND MILLJARÐAR tunna af olíu, en það er tæp- lega sexfaldar þær birgðir sem til eru í Miðausturlöndum. Að- alástæðan fyrir því að þetta hefur ekki verið nýtt, er að kostnaður yrði mun meiri en við venjulega vinnslu. en tækniþróunin mun sjálfsagt ryðja þeirri hindrun úr vegi á nokkrum næstu árum, ekki sízt ef einhver sú þróun yrði sem gerði olíuskort yfirvof- andi. Efnaiðnaður Evrópskar verk- smiðjur í vanda Þrjár stærstu efnaverksmiðj- ur V-Þýzkalands hafa skýrt frá miklum rekstrarerfiðleikum á sl. ári. Badische Anilin und Soda-Fabrik skýrði frá því að hagnaður á undan sköttum hefði minnkað um 29% þrátt fyrir það að söluaukning nam 18% og verðmæti heildarsöl- unnar nam 2,9 milljörðum doll- ara. Farbenfabrikken Bayer hafði svipaða sögu að segja, en hagnaður þar var 36% minni en á árunum þar á undan og sölu- aukningin var aðeins um helm- ingur aukningarinnar 1969. Stærsta fyrirtækið, Hoechst, hefur ekki enn lagt fram árs- skýrsluna, en sérfræðingar gera ráð fyrir að hún verði í sama dúr og hinar tvær. Mest hallaði undan fæti síð- asta ársfjórðunginn og þess vegna er ekki við því að búast að um skjótan bata verði að ræða strax á þessu ári. Hvað veldur þessu? Sérfræðingar telja gengishækkun marksins hafi haft mikil áhrif hér á, því hún dró úr útþenslu og fjár- festingu fyrirtækjanna. Þá benda þeir einnig á að vinnu- laun hafa hækkað um 20% á árinu 1970. Háir útlánsvextir hækkuðu einnig kostnað við fyrri fjárfestingar og kostnaður við nýtzku tæknivæðingu í verksmiðjum hækkaði upp úr öllu valdi. Þá ber þess einnig að geta að gerviefnamarkaður- in var og er slakur. BASF: í snertingu við magra tíma. En alvarlegasta vandamálið er að sögn sérfræðinga, tækni- legs eðlis og af þeim sökum getur svo farið að hluthafar megi ekki búast við snöggum bata næstu árin. Frá lokum heimsstyrjaldarinnar hafa verk- smiðjur byggt söluaukningu sína á sífellt stærri olíuhreins- unarstöðvum, því að eftir því sem afkastageta stöðvanna jókst (þær stærstu afkasta nú allt að 450 þúsund lestum á ári) varð framleiðslan hagstæð- ari. Nú er þannig komið, að kostnaður við rekstur olíu- hreinsunarstöðvanna er orðinn svo gífurlegur, að þrátt fyrir aukningu afkastagetunnar verð ur hagkvæmnin vegna þess snökktum minni en áður. Sam- keppnin er og miklu harðari og henni fylgir verðlækkun og minni hagnaður. Eitt af fáum efnaiðnaðarfyr- irtækjum í Evrópu, sem ekki stendur illa að vígi af áður- nefndum orsökum er Rhone- Poulene í Frakklandi, en hagn- aður þess jókst um 16% á sl. ári og heildarsalan nam um 2 milljörðum dollara. Ástæðan fyrir þessari velgengni. er að á undanförnum árum hefur fyr- irtækið endurskipulagt rekst- urinn frá grunni og lagt á- herzlu á að framleiða aðeins það sem líklegast er til sölu. Hefur þar verið lögð mikil á- herzla á lyfjaframleiðslu, sem yfirleitt hefur gefið af sér mest- an hagnað. Ef fyrirtækið held- ur áfram á sömu braut er það álit sérfræðinga, að það kunni að verða forustufyrirtækið í efnaiðnaðinum í Evrópu á næstu árum. Siglingar Norski kaup- skipaflofinn vex í risastökkum ár hvert Norski kaupskipaflotinn vai um síðustu áramót 2.869 skip, samtals 19.887.000 brt., og hafði þá stækkað á árinu 1970 um 1.300.000 brt. Af þessum flota voru 413 tankskip, 9.700.000 brt. Breytingarnar á norska kaup- skipaflotanum 1970 voru þess- ar: í flotann bættust 158 skip, 2.519.000 brt., en úr honum féllu 199 skip, 1.234..000 brt. Af viðbótinni voru 83 skip, 470.800 brt., smíðuð í norskum skipasmíðastöðvum, og 47 skip, 1.773.000 brt., smíðuð erlendis. Sænski kaupskipaflotinn var Nýi tíminn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.