Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1971, Side 21

Frjáls verslun - 01.05.1971, Side 21
FRJÁLS VERZLUN NR. 5 1971 21 GREINAR OG VIÐTOL Efnahagsmál (Vlenn verða eigin gæfusmiðir Viðtal við BJARNA BRAGA JÓNSSON forstjóra. Efnahags stofnunarinnar. Er það hrollvekjandi, að verðstöðvuninni lýkur væntan- lega í haust? Væri „of dýrt“ að halda henni áfram? Leyn- ist í henni tímasprengja? Er ástæða til að óttast gengislækk- un í haust? Við hvað eru menn Ihræddir? Þessar og aðrar spurningar, sem eru efst á baugi í umræð- um fólks um efnahagsmál, lagði Frjáls Verzlun fyrir þann mann, sem færastur er að svara þeim, Bjarna Braga Jónsson forstjóra Efnahagsstofnunar- innar. Jafnframt skýrði hann frá helztu þáttum í starfsemi stofnunarinnar. BBJ: „Hvort það sé hroll- vekjandi, að verðstöðvun muni taka enda í september? I sjálfu sér finnst mér, að í því felist mjög jákvætt mat á gildi verðstöðvunar, þegar menn telja mjög uggvænlegt og jafn- vel til hrollvekju, að henni muni ljúka. Við verðum að gera greinarmun á tvenns konar ótta þeirra, sem bera kvíðboga fyrir því, ef verð- stöðvun lýkur. Annars vegar láta sumir að því liggja, að 1 verðstöðvuninni felist einhver tímasprengja, þannig að ekki sé unnt að halda henni áfram til lengdar. Þegar verðstöðvun- araðgerðirnar voru felldar inn í fjárlög ársins, þá var jafn- framt varið stórauknu fé ti! framkvæmda, félagsmála og svo framvegis og látið við það sitja. að jöfnuður næðist á fjár- lögum. Verðstöðvunin á að gilda til septemberménaðar. Hins vegar mundi það ekki kosta stórfelld fjárútlát úr rík- issjóði að framlengja hana út árið. Lauslega til getið mundi það kosta um 130 milljónir, eí launaskatturinn er jafnframt framlengdur og reiknað með sparnaði útflutningsuppbóta á landbúnaðarafurðum vegna á- framhaldandi niðurgreiðslna og þar af leiðandi meiri sölu innanlands. Þessi upphæð yrði að sjálf- sögðu þrefalt meiri á heilu ári, Bjarni Bragi: „Happdrættið er og verður mikið.“ en þá kemur einnig til álita, að almenn þróun ríkistekna hefur verið hagstæð, auk þess sem auðvitað er opið val milli ým- issa markmiða, þegar stefnan verður mörkuð; hvort þessu fé skuli verja til að halda áfram verðstöðvun eða á hinn bóginn til opinberrar fjárfestingar eða félagsmálaútgjalda, en að sjálf- sögðu er launaskatturinn, sem atvinnuvegirnir bera, sérstak- lega bundinn verðstöðvuninni. „Ber vitni uni vantraust á sjálfu sér“. FV: „Svo að í verðstöðvun- inni leynist engin tíma- sprengja. . . ?“ BBJ: „Nei. En hins vegar er miklu stórfelldari spurning um þær fyrirætlanir, sem vaka fyrir mönnum og samtökum, þegar kemur að endurnýjun kjarasamninga og um sama leyti að því að endurnýja skil- yrði sjávarútvegsins og semja ný fjárlög, fjárhagsáætlanir sveitarfélaga og svo framvegis fyrir komandi ár. Ef fólk ber í brjósti ótta við þau uppgjör, sem þarna standa fyrir dyrum, virðist mér það bera vitni um vantraust þess á sjálfu sér og sínum eigin samtökum og stofnunum. Þetta á að vera ó- þarfi. Menn eru á þessu ári sinnar eigin gæfu smiðir í margþætt- um skilningi. Kjósendur munu veita stjórnmálalegt umboð á ný og auk þess fjalla um kjaramál sín. Þegar að því kemur, er ó- hjákvæmilegt að hafa í huga, að hinn sérstæði kjaraárangur fyrir ári með yfir 15% aukn- ingu kaupmáttar var byggðui' á alveg einstæðum endurbata þjóðarbúsins. Vandinn liggur sennilega meira í því en nokkru öðru, að mönnum skiljist, að viðhorfin hafa breytzt og nú verður að miða við almenna og reglulega framþróun og ekki getur verið um að ræða jafn stórtækar kjarabætur í einu lagi og urðu í fyrra vegna sérstaklega hag- stæðra skilyrða.“ „Þjóðarbúið er stöðugt að taka út broska“. FV: „Oft er vitnað til hins sérstæða „happdrættishugar- fars“ íslendinga. Er ekki á- stæða til að ætla, að hugarfarið sé að breytast. með því að at- vinnulíf og útflutningur hef- ur orðið fjölbreyttara og traustara?" BBJ: „Happdrættið er og verður mikið. Hins vegar hef ég tekið eftir því við athugun um langt árabil, að þjóðarbúið hefur stöðugt verið að taka út þroska. Þetta kom lengi fram sérstaklega í öflugri þróun inn- lends sparnaðar í heild sinni. Sú atvinnubygging, sem hefur þróazt við hlið sjávarútvegsins og sem yfirbygging við hann, hefur stöðugt verið að eflast. Nú síðast 'höfum við náð mikl- um árangri í að geta jafnað úí sveiflur sjávarútvegsins og treyst í auknum mæli á aðra bjargræðisvegi. Þessi þróun mun halda áfram, en það sem fyrst og fremst vantar á reglu- fasta og örugga þróun er þró- un viðhorfanna sjálfra, einkum viðhorfanna til kjaraframþró- unar annars vegar og rekstrar- grundvallar atvinnuveganna hins vegar. Þessi margumtal- aði vandi í haust, „hrollvekju- vandinn", er fyrst og fremst

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.