Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1971, Blaðsíða 43

Frjáls verslun - 01.05.1971, Blaðsíða 43
FRJÁLS VERZLUN NR. 5 1971 GREINAR OG VIÐTÖL 43 LAIVDSVIXI: Búlgaría og Júgóslavia Úr veitingahúsi í Búlgaríu. Ferðaskrifstofan Landsýn veitir alla almenna ferðaþjónustu og skipuleggur einstaklingsferðir hvert sem menn óska. Skrif- stofan sér um hópferðir til tveggja landa, Búlgaríu og Júgóslavíu. Ferðir til Búlgaríu eru í samvinnu við Balkantourist sem er búlgarskt ríkisfyrirtæki, er sér um öll ferðamál þar í landi. Farið er með áætlunarflugi Loftleiða til Kaupmannahafnar og flogið þaðan með Bulgarian Airlines til Varne eða Burgas. Er þangað kemur er dvölin mjög frjáls og margir möguleikar á ýmsum skoðunarferðum. Verð á hálfsmánaðarferð er frá 20.600 kr. upp i 32.000 kr. en verð er dálítið misjafnt eftir árstímum. Ferðir til Júgóslavíu eru í samvinnu við júgóslavnesku ferða- skrifstofuna Yugotours. Fyrirkomulag er svipað og í Búlgaríu- ferðunum. Flogið er til Kaupmannahafnar með Loftleiðum og þaðan með*-Sterling Airways til Istria, Dalmatia eða Dubrovnik eftir því hvað hver og einn hefur kosið. Yugotours sjá svo um alla fyrirgreiðslu á hverjum stað. Hálfsmánaðar ferðir til Júgó- slavíu kosta frá 20.000 kr. til 30.000 kr. en hægt er að velja um 8 og 15 daga ferðir. Baðströnd og hótel skammt frá Dubrovnik. Vöruverðlag og viðskiptahættir Flestir íslendingar, sem fara utan, gera ein- hver innkaup, þótt aðal- tilgangur ferðarinnar sé e. t. v. hvíld og hressing. Það getur ært óstöðugan að ætla sér mikil inn- kaup í stórborgunum, ef viðkomandi er ekki þeim mun kunnugri eða hefur ekki aðstoð. Sérstaklega getur það orðið raunaleg- ur endir á hvíldarferð, að lenda inni í magasíni á laugardagsmorgni, þar sem múgmennskan hvolf- ist yfir með öllum sínum þunga. í Vestur-Evrópu er vöruval víðast nauðalíkt, og verðlag tiltölulega líkt. Þó er vafalaust ó- dýrastur fatnaður í Bret- landi. Á Spáni er verð á leðurvörum, skartgripum og listmunum lægra en gerist og gengur. í Mið_- Áusturlöndum er verð á slíkum vörum lágt, en vöruval jafnframt gífur- legt og ekki ónýtt að komast á markað t. d. í Damascus, sem þeir þar kalla basar. Verðlag í Bandaríkjunum er mjög upp og ofan, en margs konar fjöldaframleiðslu- vörur má fá þar ódýrar. Um þjónustuverðlag er svipaða sögu að segja, það er álíka víðast í Vest- ur-Evrópu. en lægra þeg- ar sunnar og austar dreg- ur. Margar venjur í fjar- lægum löndum, sérstak- lega þar sem þróun er skemmra á vegi, eru ólík- ar því, sem íslendingar eiga að venjast. Víða er ekkert vit í að verzla, nema prútta af hörku. Þá er rétt að hugsa sig um tvisvar áður en betlurum er sinnt. Og næturlífið er víða viðsjárvert, ekki síð- ur í næstu stórborgum. Loks þarf að átta sig á mismunandi kröfum um auka-þjónustugjald til burðarkarla og annarra, sem stunda þjónustustörf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.