Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1971, Blaðsíða 49

Frjáls verslun - 01.05.1971, Blaðsíða 49
FRJÁLS VERZLUN NR. 5 1971 GREINAR OG VIÐTÖL 49 Framreiðsla í Oðali. GÓÐ MENNTUNARSKILYRÐI. En menntunarskilyrðin? „Við höfum aðstæður hér heima til þess að veita þeim menntun á borð við það, sem bezt þekkist erlendis.“ eru flestir reyndir framreiðslu- menn sammála um. Hefur aukinn ferðamanna- straumur hingað til landsins haft í för með sér auknar kröf- ur til matargerðarmanna? „Bæði og .. . Það er þó ekki sízt straumur íslenzkra ferða- manna út, þar sem þeir kynn- ast góðu og fá viðmiðun, sem hér veldur nokkru um,“ hélt Haukur. VIÐ EIGUM AÐ HAMPA ÍS LENZKUM MAT VIÐ ÚTLENDINGA. „Erlendir ferðamenn sækj- ast einkum eftir því að kynn- ast því, sem við höfum upp á að bjóða af íslenzkum mat — eins og t.d. fiskinum okkar, sem þeim finnst lostæti,“ segja matsveinar hjá Ask og tala þar af reynslu. „Það eru einmitt slíkir sér- réttir okkar, sem við eigum að hampa að þeim. Okkar ágæti fiskur, íslenzka lambakjötið og og svo t.d. skyrið okkar. Þetta eigum við að bjóða þeim, en ekki buff, nautasteikur eða þess háttar sem stendur mikið að baki því, sem þeir eiga að venj- ast.“ FLOKKUN OG MEÐFERÐ KJÖTS ÚRELT. í hverju liggur það, að okkar kjöt er ekki jafngott? „Gallinn liggur í flokkun kjötsins, sem er röng, og rangri meðferð þess við slátrun. Það er eiginlega hliðstæða við fiskinn, þegar hugsað var eingöngu um sem mestan land- burð af fiski. tonnafjöldinn einn skipti máli. En fiskurinn var varla til vinnslu hæfur.“ segir Haukur Hjaltason, sem er í hópi þeirra, er á síðustu ár- um hafa vakið máls á því, að tímabært væri að endurskoða kjötmat og flokkun með tilliti til nýrra sjónarmiða. „Lítum á, hvað gerist fyrir haustslátrun,“ segir Haukur. „Það er sérstakur keimur aí kjöti lambs, sem slátrað er ný- komnu ofan af fjalli. En oft- ast er því komið á beit í heima- högum síðustu vikurnar áður en til slátrunar kemur. Þetta er gert til að fita það og til að auka fallþungann. Fallþungi dilka skiptir bændur höfuð- máli. En skrokkurinn er orðinn svo feitur, að það er næstum lýsis- bragð af kjötinu. Síðan kemur að slátruninni, sem lýst er kannski bezt með því að ég vissi til þess, að fyrir tveim árum var enginn einasti tæknimenntaður maður við sláturhús hérlendis. Ekki einn einasti tæknimenntaður maður. Eina sláturhúsið á landinu, sem hefur kæliklefa, er hið full- komna sáturhús í Borgarfirði, sem kom sér upp einum slíkum ekki alls fyrir löngu. En rétt meðferð kjöts krefst þess, að það sé látið hanga í nokkra daga í kæli, áður en það er sett til geymslu inn í frystiklefa. Og nautakjöt þarf til dæmis að hanga þannig i þriggja vikna tíma. Þetta er al- ger nauðsyn til þess að fá reglu- lega gott kjöt, en algengast er, að kjötið sé sett í frystiklefana, eftir að það hefur hangið í einn sólarhring. — Þar sem hins- vegar eingöngu er hugsað um kílóafjölda og minna um gæði, er ekki nema mannlegt, að mönnum sé þetta á móti skapi, því að kjötið rýrnar kannski um 10% í þunga við að hanga, eins og með þarf, en það verð- ur líka safaríkara og meyrara,'1 segir Haukur. GRÆNMETIÐ OKKAR GOTT, GARÐÁVEXTIR ÞRIÐJA FLOKKS. En annað hráefni? „Grænmetið okkar er mjög gott, einkanlega það, sem við fáum úr gróðurhúsunum, með- an hins vegar garðávextir fást varla nema þriðja flokks. FISKURINN í SÉRFLOKKI, EN MEÐFERÐIN STENDUR TIL BÓTA. Fiskurinn okkar er í algerum sérflokki. Ekki aðeins vegna þess að við fáum nýrri fisk, heldur líka vegna þess að fisk- urinn, sem veiðist hér við land, er bæði eggjahvíturíkari en annars staðar þekkist. — og svo er hann líka þéttari í sér, sem gerir hann bæði meðfærilegri og lystilegri. — Samt er hann ekki eins góður og hann gæti verið, því að það gætir bæði skorts á hreinlæti og kunnáttu í meðferð hans. T.d. bólar enn- þá lítið á því, að við íslend- ingar setjum fiskinn í kassa, sem hefur þó verið gert um margra ára skeið i Noregi og Danmörku, og er viðurkennt, að fari mikið betur með fisk- inn.“ Matur, matur og ekkert nema matur. — Einhverjum kann að þykja hér mikið rætt um ekki ýkja merkilegt mál. En matur er mannsins meg- inn — viðurkenna allir — með- an milljónir manna svelta hin- um megin hnattarins. höfum við allsnægtir matar. Nægan fisk ósóttan í sjó, og ónotað landrými til enn frekari mat- vælaframleiðslu. „Hvað auðlindir eigum við aðrar nærtækari?“ spyrja sum- ir. „Hvert þurfum við að leita lengra eftir tækifærum til verð- mætasköpunar?“ Og með þetta í huga má þykja vel þess vert, að gefa matnum góðan gaum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.