Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1971, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.05.1971, Blaðsíða 15
FRJÁLS VERZLUN NR. 5 1971 ÚTLÖND 15 500 árið 1976. sem þýðir um 500 milljón dollara fjárfest- ingu, en á sl. ári nam fjárfest- ingin þar í risaverzlunum og verzlunarmiðstöðvum um 180 milljónum dollara. Þessar verzlanir höfðu á sl. ári um 16,5% af allri búsáhaldasölu í Frakklandi og gert var ráð fyr- ir að sú sala muni tvöfaldast árið 1980. Verðið í þessum verzlunum er um 15% lægra en í venjuiegum verzlunum og 5% lægra en í verzlunarmið- stöðvum. Þessi afsláttaverzlun á án efa eftir að hafa mikil áhrif á verzlunarhætti í Ev- rópu og margir smákaupmenn eiga eftir að þurrkast út vegna þess að þeir standast ekki sam- keppnina. í Frakklandi er gert ráð fyrir að 6 verzlunarhring- ir, verði allsráðandi á mark- aðnum og líklega verða þessir hringir með alþjóðleg sambönd. Það sem þó mestu skiptir í þessu sambandi, er að húsmóð- irin, sem situr heima og hefur aðgang að bíl gerir nú stöðugt meira af því að kaupa inn einu sinni í viku og þá undir einu þaki. og ekki sízt fyrir þá stað- reynd, að verðið er 15% lægra en hjá kaupmanninum á horn- inu, sem hún var vön að verzla hjá. En það er annar verzlunar- máti. sem ekki má gleyma, og það er konan, sem tekur upp símann, pantar og fær vörurnar sendar heim. Slíka þjónustu hafa risaverzlanirnar ekki enn tekið upp. Viðskiptabönn IHisheppnað úrræði Viðskiptabönn eiga slæma sögu í viðskiptalífinu. Venju- lega hafa þau misheppnast og smátt og smátt gleymzt, og ekki er óalgengt að þau hafi valdið meiri skaða þeim sem settu þau á, en þeim sem fyrir þeim urðu. Eins og stendur eru helztu viðskiptabönn í gildi við Suður Afríku og Rhodesíu. Bæði virðast vera að gliðna í sundur. Eitt neyðarlegt dæmi um hvernig farið getur, er það, að síðan viðskiptabann var sett á Rhodesíu hafa Bandaríkin orð- ið að kaupa 45% af öllu krómi, sem þau nota. frá Rússlandi. Til að gera illt verra hafa Rúss- arnir hækkað verðið úr 30.50 dollurum í 72 dollara á tonnið. Olía í Morðursjó Hversu mikið magn? Þessa dagana berast sífellt nýjar fregnir um olíufundi í Norðursjó. Nú fyrir skömmu tilkynntu Esso-Shell að þeh' hefðu fundið olíu skammt frá borholunni, sem gaus í janúar, um 160 mílur fyrir austan Aberdeen í Skotlandi. Félögin hafa ekki viljað gefa upplýs- ingar um magnið, sem áætlað er að þarna sé, en sérfræðing- ar telja að það sé ekki minna en það sem Phillips hefur fundið á Noregssvæði sínu, þar er áætlað að hægt sé að vinna um 15 milljónir lesta á ári. Þegar BP er bætt við telja sér- fræðingar að áætlun John Davis, iðnaðar- og viðskipta- málaráðherra Bretlands, í marz, sé of lág, en þá taldi hann að Norðursjórinn gæti gefið af sér allt að 50 milljónir lesta á ári, sem myndi nægja til að fullnægja árlegri aukn- ingu allrar Evrópu. Ekki er gott að gera sér grein fyrir hvaða þýðingu þetta kann að hafa á heimsmarkaðn- um. Olíufélögin leggja nú alla áherzlu á að finna olíu, sem næst markaðssvæðunum, en slík olíuleit er mjög dýr. Shell- Esso hafa þegar kostað um 100 milljónum sterlingspunda við leitina í Norðursjó. Fjár- magnið er nú erfiðasti hjalli við þessa olíuleit og eini mögu- leikinn til að afla nægilegs fjármagns til slíkra leita, er að auka hagnaðarprósentuna. Þetta hafa olíufélögin gert með því að hækka olíuverð, en slíkt getur auðveldlega leitt til verð- stríðs milli þeirra og minni olíufélaga, eða olíulanda, sem telja að sér stafi ógnun frá nýju svæðunum. En það er ekki þar með sagt, að olían úr Norðursjó sé komin í land, þótt búið sé að finna hana. Tæknilegu erfiðleikarnir eru miklir, enda skiljanlegt, þegar á það er litið að borholurnar eru 150-200 km. frá landi og á allt að 150 metra dýpi. Hernaður Hlutföll í herstyrk Margir velta því fyrir sér, hver sé raunverulegur her- styrkur stórveldanna tveggja, Rússa og Bandaríkjamanna. í umræðum um þessi mál fyrir nefndum Bandaríkjaþings, hef- ur Melvin Laird, varnarmála- ráðherra, látið í té þær upplýs- ingar, sem hér fara á eftir: K J ARNORKUVOPN: Bandaríkin Sovétríkin 1.054 Langdrægar eldfl. 1.500 656 Eldflaugar í kafbátum 400 Langdrægar 569 sprengjuflugvélar 175-195 4.600 Kjarnorkusprengjur 2.000 0 Gagneldflaugastöðvar 64 92 Kjarnorkukafbátar 87 ANNAR HERAFLI Menn undir 2.700.00 vopnum 2.200.000 Orrustu- 599 flugvélar 3.000-3.300 4.020 Aðrar herflugvélar 5.000 325 Stærri skip 215 50 Vélknúnir kafbátar 264 Loftvarna eldflaugastöðv- ar (sumar með 1.136 kjarnorkuv.) 10.000 Söfnun IViatreiðslu- og vínbækur seldar dýrt Fyrir skömmu var haldið hjá Sothebys í Lundúnum uppboð á bókasafni Harry Sehraemils, sem var frægur matreiðslumað- ur frá Zúrich í Sviss. Bókasafn þetta samanstóð af matreiðslu- bókum og vínbókum og seldist fyrir um 12 milljónir ísl. kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.