Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1971, Side 44

Frjáls verslun - 01.05.1971, Side 44
44 GREINAR OG VIÐTÖL FRJÁLS VERZLUN NR. 5 1971 Fríhafnir eru mismunandi Það hefur færzt mjög í vöxt, að reka tollfrjálsar verzlanir á flugvöllum. Verð í fríhöfnunum er að sjálfsögðu nokkuð misjafnt, víðast nokkuð eða talsvert undir al- mennu vöruverði í við- komandi landi. Þó er til að verðlag í þessum frí- höfnum sé uppsprengt og ómögulegt sé að koma auga á að vörurnar séu tollfrjálsar. Það er því öruggara að kynna sér verðlag í fríhöfnum sem fara á um, áður en lagt er af stað, ef ætlunin er að kauna tollfrjálsar vör- ur, þótt ekki sé nema vín, tóbak eða sælgæti o. þ. u. 1. Þegar ókunnugir koma á staðina, er oft erf- itt að átta sig á verðlag- inu. ef þeir hafa engar hugmyndir fyrir, enda margir óvanir erlendum gjaldevri af mismunandi verðeildi, miðað við okk- ar krónu. Fríhafnarverzlanir eru af ýmsum gerðum. Flest- ar eru litlar og tiltölulega sérhæfðar, e. t. v. nokkr- ar í sömu fríhöfn. Aðrar eru stórar og iafnvel með kjörbúðarsniði. eins og dæmi eru um í Amst- erdam í Hollandi og á Shannon á írlandi, en frí- hafnarverzlanirnar á bessum tveim stöðum eru iafnframt með þeim beztu í heiminum. Fríhöfnin á Keflavík- urflugvelli er ekki stór, en þar fást ýmsar algeng- ar fríhafnarvörur við verði, sem er samkeppn- isfært hvar sem er, með því allra lægsta sem ger- ist. Afpreiðsluhættir ijar eru nokkuð þungir en það er bót í máli, að nú má verzla í fríhöfninni þar við heimkomu eins og við brottför, — og iafn- vel borga með íslenzkum neningum Þá er óhætt að líta inn í fslenzkan mark- að hf. við brottför. en bar fást margs konar sérstak- ar íslenzkar vörur. sem tilvaldar eru til gjafa — eða bara til eigin nota. FERÐASKRIFSTOFA ZOEGA: IMallorca og Kanaríeyjar Ferðaskrifstofa Zöega hefur til þessa ekki skipulagt hópferð- ir beint frá íslandi til sólarlanda Suður-Evrópu. Aðalvettvang- ur skrifstofunnar hefur verið sala einstaklingsferða og hafa á- kvörðunarstaðir þeirra verið ýmsir. Erfitt er að fullyrða að eitt land eða ein borg sé vinsælli en önnur, en þó hafa Spánar-, Italíu- og Júgóslavíuferðirnar verið ofarlega á baugi hjá þeim sem sækj- ast eftir sumri og sól. Samfara stækkun og endurbótum á húsnæði skrifstofunnar að Hafnarstræti 5 hefur skrifstofan fært verulega út kvíarnar og býður nú hóp- og einstaklingsferðir, auk annarrar ferðaþjón- ustu hverju nafni sem hún nefnist, innanlands og utan. Skrif- stofan selur íslenzkar hópferðir til Mallorca, Kanaríeyja og fleiri staða, hópferðir erlendra skrifstofa til flestra staða á jarð- kringlunni, hópferðir um byggðir og óbyggðir íslands og þar að auki annast skrifstofan alla ferðaþjónustu fyrir einstaklinga og hópa innanlands og utan. Verð á 15 daga ferð til Maliorca á vegum ferðaskrifstofunnar er frá 12.800.- til 27.600,- kr. Verð ferðanna fer eftir því hve mikið hver einstaklingur vill leggja í hótelkostnað, en ferðaskrif- stofan hefur samninga við tvö þriggja stjörnu hótel, eitt fjögra stjörnu hótel og eitt einnar stjörnu hótel á Mallorca. Auk þess getur skrifstofan útvegað íbúðarhús fyrir fjölskyldur.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.