Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1971, Qupperneq 44

Frjáls verslun - 01.05.1971, Qupperneq 44
44 GREINAR OG VIÐTÖL FRJÁLS VERZLUN NR. 5 1971 Fríhafnir eru mismunandi Það hefur færzt mjög í vöxt, að reka tollfrjálsar verzlanir á flugvöllum. Verð í fríhöfnunum er að sjálfsögðu nokkuð misjafnt, víðast nokkuð eða talsvert undir al- mennu vöruverði í við- komandi landi. Þó er til að verðlag í þessum frí- höfnum sé uppsprengt og ómögulegt sé að koma auga á að vörurnar séu tollfrjálsar. Það er því öruggara að kynna sér verðlag í fríhöfnum sem fara á um, áður en lagt er af stað, ef ætlunin er að kauna tollfrjálsar vör- ur, þótt ekki sé nema vín, tóbak eða sælgæti o. þ. u. 1. Þegar ókunnugir koma á staðina, er oft erf- itt að átta sig á verðlag- inu. ef þeir hafa engar hugmyndir fyrir, enda margir óvanir erlendum gjaldevri af mismunandi verðeildi, miðað við okk- ar krónu. Fríhafnarverzlanir eru af ýmsum gerðum. Flest- ar eru litlar og tiltölulega sérhæfðar, e. t. v. nokkr- ar í sömu fríhöfn. Aðrar eru stórar og iafnvel með kjörbúðarsniði. eins og dæmi eru um í Amst- erdam í Hollandi og á Shannon á írlandi, en frí- hafnarverzlanirnar á bessum tveim stöðum eru iafnframt með þeim beztu í heiminum. Fríhöfnin á Keflavík- urflugvelli er ekki stór, en þar fást ýmsar algeng- ar fríhafnarvörur við verði, sem er samkeppn- isfært hvar sem er, með því allra lægsta sem ger- ist. Afpreiðsluhættir ijar eru nokkuð þungir en það er bót í máli, að nú má verzla í fríhöfninni þar við heimkomu eins og við brottför, — og iafn- vel borga með íslenzkum neningum Þá er óhætt að líta inn í fslenzkan mark- að hf. við brottför. en bar fást margs konar sérstak- ar íslenzkar vörur. sem tilvaldar eru til gjafa — eða bara til eigin nota. FERÐASKRIFSTOFA ZOEGA: IMallorca og Kanaríeyjar Ferðaskrifstofa Zöega hefur til þessa ekki skipulagt hópferð- ir beint frá íslandi til sólarlanda Suður-Evrópu. Aðalvettvang- ur skrifstofunnar hefur verið sala einstaklingsferða og hafa á- kvörðunarstaðir þeirra verið ýmsir. Erfitt er að fullyrða að eitt land eða ein borg sé vinsælli en önnur, en þó hafa Spánar-, Italíu- og Júgóslavíuferðirnar verið ofarlega á baugi hjá þeim sem sækj- ast eftir sumri og sól. Samfara stækkun og endurbótum á húsnæði skrifstofunnar að Hafnarstræti 5 hefur skrifstofan fært verulega út kvíarnar og býður nú hóp- og einstaklingsferðir, auk annarrar ferðaþjón- ustu hverju nafni sem hún nefnist, innanlands og utan. Skrif- stofan selur íslenzkar hópferðir til Mallorca, Kanaríeyja og fleiri staða, hópferðir erlendra skrifstofa til flestra staða á jarð- kringlunni, hópferðir um byggðir og óbyggðir íslands og þar að auki annast skrifstofan alla ferðaþjónustu fyrir einstaklinga og hópa innanlands og utan. Verð á 15 daga ferð til Maliorca á vegum ferðaskrifstofunnar er frá 12.800.- til 27.600,- kr. Verð ferðanna fer eftir því hve mikið hver einstaklingur vill leggja í hótelkostnað, en ferðaskrif- stofan hefur samninga við tvö þriggja stjörnu hótel, eitt fjögra stjörnu hótel og eitt einnar stjörnu hótel á Mallorca. Auk þess getur skrifstofan útvegað íbúðarhús fyrir fjölskyldur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.